Tóta

föstudagur, október 24, 2008

Fullkomin París

Ég var víst búin að lofa ferðasögum frá París í vikunni.
Ég ætla ekki að segja annað en að þetta var svo yndisleg og ógleymanleg ferð og eiginlega ólýsanleg.
Núna erum við Magga með fráhvarfseinkenni frá hvor annarri og hringjum hálf vælandi af söknuði í hvor aðra!!
Við höfðum það svo ótrúlega kósý og vorum hálflamaðar í munninum eftir ferðina því við hættum ekki að tala frá því að við sáumst og þangað til við kvöddumst.
Núna er mín kæra Stína komin í heimsókn svo ég æta að láta nokkrar myndir nægja í þetta skiptið. Við systur höfum ekki verið saman í 16 mánuði svo við ætlum aldeilis að hafa það gott saman um helgina.

Ég óska ykkur góðrar helgi...






4 Ummæli:

  • Þann 24 október, 2008 19:14 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Oh hvað þetta hefur verið gaman hjá ykkur. Eins og þú hefur kannski fattað eftir að hafa ekkert heyrt frá mér.. þá held ég að Danmerkur ferðin sé off. Ég hef reyndar ekkert heyrt í Ívari en með kreppuna hangandi yfir sér þá verður maður víst að nýta peninginn í að lifa af. En hver veit nema maður komi einn daginn í heimsókn þar sem þú ert nú líklegast ekkert á leið heim í bráð. Kemuru ekki örugglega til Íslands um jólin?

     
  • Þann 25 október, 2008 18:47 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    ohhh... þetta hefur verið æðisleg ferð hjá ykkur. París er best! Hlakka ekkert smá til að sjá ykkur þegar þið komið heim á klakann og nú eru meira að segja minna en 2 mánuðir þangað til... jeiii.
    Hafðu það gott um helgina með systrum þínu, þær eru jú það besta sem maður á
    Risaknús frá Sigríði og kúlunni litlu :-*

     
  • Þann 11 nóvember, 2008 10:03 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Mig er farið að vanta nýtt blogg. Ég sem er að standa mig svo vel að setja nýjar myndir á barnanetið ;-)
    Hlakka til að sjá þig eftir bara 4 vikur :-D

     
  • Þann 27 nóvember, 2008 06:44 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæ Þórný dúllurass. Ég frétti að þú værir lasin. Vorkenni þér og vona að þér sé að batna.
    Ertu búin að gleyma systrablogginu?
    Sakna þín þar!
    Knús frá Stínu

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim