Jæja, langaði bara að segja hæ! Og láta vita að ég er komin til baka til Århus og ég hef það glimrandi:)
Ég er byrjuð í skólanum og vá það er svo mikið skemmtilegra en ég bjóst við. Það er svo gaman að hitta alla aftur og svo góð stemmning.
Reyjkavík...já hún kom aldeilis á óvart. Ég hafði það svo gott og fékk nýja sýn á borgina. Stínu tókst allveg að gera mig spennta fyrir að búa þar einhvern tímann í framtíðinni sem hefur aldrei verið planið. Við höfðum það svo kósý við systur og náðum virkilega svona að ”catch up” eftir að vera mikið í burtu frá hvorri annari. Og svo náði ég nú að kynnast hinum og þessum skemmtistöðunum og fara á deit við hina og þessa.
Um síðustu helgi átti Lubba afmæli og hún fékk allveg að stjórna deginum og var þ.a.l. afríku þema frá morgni til síðla nætur☺ Við fórum á work shop í vestur afrískum dansi hjá grúppu sem heitir afrikan footprints og er frá Ghana. Svo borðuðum við kökur og það var show hjá þeim seinni partin. Svo buðum við afrísku grúppunni og nokkrum úr dansgrúppunni okkar í mjög hresst partý og fórum svo á reggae klúbb þar sem við dönsuðum fram á rauða nótt......Mjög svo hress dagur eftir langt ferðalag og þriggja tíma svefn!!
Ég tók 2 næturvaktir á geðsjúkrahúsinu í síðustu viku og 3 á barnadeildinni núna um helgina. Það var annsi spennandi!! Ég varð eiginlega annsi myrkfælin þegar ég þurfti að hjóla á geðsjúkrahúsið, sem er eiginlega úti í skógi, á miðnætti þar sem enginn var á ferli og niðdimmt. En ég ætti að gera það oftur því ég kæmist í gott form af því, hef örugglega aldrei hjólað svona hratt. Og það var annsi lærdómsríkt að vera á barnadeildinni og passa barn sem var einhverft og annsi veikt eftir margar aðgerðir.
Svo mætti ég hress og kát fyrsta skóladaginn beint eftir næturvakt!! Og vá ég var svo æst eitthvað yfir því að sjá alla að ég bara gat ekki sofið. Fór á kaffihús og svo í bæinn og svo í dans og svo tók ég mig til og breytti í öllu herberginu og fór svo í göngutúr.
Þessi vetur leggst svo vel í mig að mig bara langar ekki að fara að sofa!! Ég var úti að borða með Elínu og Óskari í kvöld. ekkert smá kósý. Við erum búin að stofna matarklúbb og svo er ég búin að bjóða öðrum stelðum í mat á morgun.
Svo er ég að fara að byrja í kór! Allt í einu fengum við Lea og Natalia þá flugu í hausinn að okkur langaði í kór og erum búnar að finna einn sem við ætlum að prófa:)
Það var líka svo gaman að byrja í dansinum aftur...ég tók mér frí alla síðustu önn svo það er annsi ljúft að byrja aftur.
Já svo má nú ekki gleyma nýja sjóbaðsklúbbnum mínum. Það var nú aldeilis búið að gera grín að mér í partíinu hennar ástu bjargar fyrir að vera í honum. ég er semsagt byrjuð í klúbbi þar sem maður fer í sjóbað allan veturinn!! úff mér finnst sjórinn þegar vera orðinn kaldur og hann er 17. gráður núna, veit ekki allveg hvernig þetta verður þegar hann verður kominn niður í 4 gráður. En svo getur maður farið í sauna á eftir og það er lítið krúttlegt eldhús og svona. Og já maður þarf að vera nakinn til að vera með...það var þess vegna sem stelðurnar gerðu grín að mér
Mér tekkst alltaf að blaðra eitthvað bull þegar ég er að skrifa blogg. Segi aldrei neinar hressar pælingar eða brandar...bara tuða um allt það sem ég er að gera.
Já ég er líka orðin voðalega kúl því ég er búin að kaupa mér hlustunarpípu☺ Kom æst heim áðan með rauðvínsbláar varir, ákaflega kát á þriðjudagskvöldi og fór að hlusta á hjartað í laufeyju...það olli miklum hlátursköllum. Sjúkdómsgreiningin er okkar á milli...
Já en annars þá er ég að fara í tíma snemma í fyrramálið. ég er samt ekki búin að kaupa bækurnar og ekki byrjuð að lesa. Ég er of upptekin við að lífa lífinu og vera kát til að geta einbeitt mér yfir bókum...vonandi læri ég að blanda því saman. Ég er bara ennþá ekki komin yfir ofnæmið fyrir lestrarsalnum og er ekki tilbúin til að vera búin í sumarfríi... sem er allt í lagi því ég er að stinga af til FRAKKLANDS á mánudaginn:) víííí það verður svo næs...enda er ég að fara til Nice!! hahaha ég er í banastuði
svo er ég búin að fá að vita að ég er að fara í klinik í Hjörring með fullt af skemmtilegum krökkum í 6 vikur. Það verður svo frábært og spennandi. Við fáum ókeipis fæði og húsnæði og fáum að fylgja læknunum og lærum án efa ýmislegt. Síðasti hópur sem fór þangað var boðið út að borða og í keilu með yfirlæknunum.!! vá þetta verður skrautlegt...það er eins gott að ég haldi mig frá keilunni
ég er vonlaus...þegiðu þórný þú skrifar svo mikið...ég er hætt!!
Ég er byrjuð í skólanum og vá það er svo mikið skemmtilegra en ég bjóst við. Það er svo gaman að hitta alla aftur og svo góð stemmning.
Reyjkavík...já hún kom aldeilis á óvart. Ég hafði það svo gott og fékk nýja sýn á borgina. Stínu tókst allveg að gera mig spennta fyrir að búa þar einhvern tímann í framtíðinni sem hefur aldrei verið planið. Við höfðum það svo kósý við systur og náðum virkilega svona að ”catch up” eftir að vera mikið í burtu frá hvorri annari. Og svo náði ég nú að kynnast hinum og þessum skemmtistöðunum og fara á deit við hina og þessa.
Um síðustu helgi átti Lubba afmæli og hún fékk allveg að stjórna deginum og var þ.a.l. afríku þema frá morgni til síðla nætur☺ Við fórum á work shop í vestur afrískum dansi hjá grúppu sem heitir afrikan footprints og er frá Ghana. Svo borðuðum við kökur og það var show hjá þeim seinni partin. Svo buðum við afrísku grúppunni og nokkrum úr dansgrúppunni okkar í mjög hresst partý og fórum svo á reggae klúbb þar sem við dönsuðum fram á rauða nótt......Mjög svo hress dagur eftir langt ferðalag og þriggja tíma svefn!!
Ég tók 2 næturvaktir á geðsjúkrahúsinu í síðustu viku og 3 á barnadeildinni núna um helgina. Það var annsi spennandi!! Ég varð eiginlega annsi myrkfælin þegar ég þurfti að hjóla á geðsjúkrahúsið, sem er eiginlega úti í skógi, á miðnætti þar sem enginn var á ferli og niðdimmt. En ég ætti að gera það oftur því ég kæmist í gott form af því, hef örugglega aldrei hjólað svona hratt. Og það var annsi lærdómsríkt að vera á barnadeildinni og passa barn sem var einhverft og annsi veikt eftir margar aðgerðir.
Svo mætti ég hress og kát fyrsta skóladaginn beint eftir næturvakt!! Og vá ég var svo æst eitthvað yfir því að sjá alla að ég bara gat ekki sofið. Fór á kaffihús og svo í bæinn og svo í dans og svo tók ég mig til og breytti í öllu herberginu og fór svo í göngutúr.
Þessi vetur leggst svo vel í mig að mig bara langar ekki að fara að sofa!! Ég var úti að borða með Elínu og Óskari í kvöld. ekkert smá kósý. Við erum búin að stofna matarklúbb og svo er ég búin að bjóða öðrum stelðum í mat á morgun.
Svo er ég að fara að byrja í kór! Allt í einu fengum við Lea og Natalia þá flugu í hausinn að okkur langaði í kór og erum búnar að finna einn sem við ætlum að prófa:)
Það var líka svo gaman að byrja í dansinum aftur...ég tók mér frí alla síðustu önn svo það er annsi ljúft að byrja aftur.
Já svo má nú ekki gleyma nýja sjóbaðsklúbbnum mínum. Það var nú aldeilis búið að gera grín að mér í partíinu hennar ástu bjargar fyrir að vera í honum. ég er semsagt byrjuð í klúbbi þar sem maður fer í sjóbað allan veturinn!! úff mér finnst sjórinn þegar vera orðinn kaldur og hann er 17. gráður núna, veit ekki allveg hvernig þetta verður þegar hann verður kominn niður í 4 gráður. En svo getur maður farið í sauna á eftir og það er lítið krúttlegt eldhús og svona. Og já maður þarf að vera nakinn til að vera með...það var þess vegna sem stelðurnar gerðu grín að mér
Mér tekkst alltaf að blaðra eitthvað bull þegar ég er að skrifa blogg. Segi aldrei neinar hressar pælingar eða brandar...bara tuða um allt það sem ég er að gera.
Já ég er líka orðin voðalega kúl því ég er búin að kaupa mér hlustunarpípu☺ Kom æst heim áðan með rauðvínsbláar varir, ákaflega kát á þriðjudagskvöldi og fór að hlusta á hjartað í laufeyju...það olli miklum hlátursköllum. Sjúkdómsgreiningin er okkar á milli...
Já en annars þá er ég að fara í tíma snemma í fyrramálið. ég er samt ekki búin að kaupa bækurnar og ekki byrjuð að lesa. Ég er of upptekin við að lífa lífinu og vera kát til að geta einbeitt mér yfir bókum...vonandi læri ég að blanda því saman. Ég er bara ennþá ekki komin yfir ofnæmið fyrir lestrarsalnum og er ekki tilbúin til að vera búin í sumarfríi... sem er allt í lagi því ég er að stinga af til FRAKKLANDS á mánudaginn:) víííí það verður svo næs...enda er ég að fara til Nice!! hahaha ég er í banastuði
svo er ég búin að fá að vita að ég er að fara í klinik í Hjörring með fullt af skemmtilegum krökkum í 6 vikur. Það verður svo frábært og spennandi. Við fáum ókeipis fæði og húsnæði og fáum að fylgja læknunum og lærum án efa ýmislegt. Síðasti hópur sem fór þangað var boðið út að borða og í keilu með yfirlæknunum.!! vá þetta verður skrautlegt...það er eins gott að ég haldi mig frá keilunni
ég er vonlaus...þegiðu þórný þú skrifar svo mikið...ég er hætt!!

2 Ummæli:
Þann 27 ágúst, 2008 16:19 ,
Nafnlaus sagði...
hahaha!
krúttið þitt, þú ert alltaf svo æst.
og set spurningamerki við sjóbaðsklúbb. farðu frekar að æfa sund.
nei grín.
vonandi sé ég þig um helgina beibíí.
Þann 28 ágúst, 2008 10:38 ,
Laufey sagði...
hahahaha ... ég finn einhvern þef af því hressa ástandi sem þú varst í þegar þú komst heim.. En hláturinn var mjög hressandi svona fyrir svefninn. Takk fyrir sjúkdómsgreininguna!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim