Hvað er betra þegar maður er að fara í próf, og maður getur ekki einbeitt sér, en að skrifa blogg?
Ég lifi í þeirri góðu blekkingu að Grey´s anatomi sé gott námsefni og hef því horft á 3 þætti í dag og horfði á jafnmarga í gær og fyrradag þegar ég átti að vera að lesa lífeðlisfræði. Og á morgun er heilbrigðissálfræði, sem mér finnst reyndar mjög áhugaverð og spennandi.
En já, það hefur ýmislegt á mína daga drifið síðan síðast, sem útskýrir hvers vegna ég er lélegur bloggari. Kreppan er jú skollin á og ég er dauðslifandi fegin að vera ekki á íslandi...langt frá fjölmiðlaumræðunni, stressinu, stjórnmálakappræðum og ölli því. Þó það sé reyndar ekki gaman að lifa á yfirdrætti í banka og vita ekki hvort að ég fá námslán næstu mánaðarmót. Og peningarnir sem ég hef verið að safna mér síðan ég fermdist og áttu að fara í afríkuferð næstkomandi sumar eru líklegast horfnir. En þetta eru lúksusvandamál og peningar eru jú eins og vitrir menn segja, ekki það mikilvægasta í lífinu.
En já ég átti afmæli um daginn. Það var ein besta helgi lengi. ég auðvitað missti mig gjörsamlega og eldaði margra rétta máltið handa 20 hnátum og bauð svo í kaffiboð á sjálfan afmælisdaginn. Besta afmælisgjöfin var magga mín sem birtist óvænt í dyragættinni þegar ég var á haus í eldamennskunni. Yndislegt að láta koma sér á óvart.

Svo var menningarnótt síðasta föstudag og þá dansaði ég afró í fyrsta skipti fyrir almenning! Það var gaman, en ég kunni ekki dansana nógu vel, enda búin að vera í langri pásu. En ég bara brosti ennþá meira í hvert skipti sem ég gerði mistök, og ég held að það hafi bætt upp fyrir það;) Og svo hélt ég áfram að dansa í arkítektarskólanum með Ara og Olgu, alltaf hægt að stóla á að skemmta sér vel með þeim.
Við stelpurnar í bekknum héldum loksins sushi kvöldið sem við létum okkur dreyma um í prófalestrinum á síðustu önn. Og uhmmm hvað við bjuggum til mikið af flottu og ljúffengu sushi, verð að setja inn mynd af því.
Það er eiginlega búið að vera mjög gaman í skólanum undanfarið, og svo notalega rólegt. Við erum búin að vera í heilbrigðissálfræði og kommunikation sem er jú allveg fyrir mig...ég hef eftir suma tímana allvarlega íhugað að láta flytja mig yfir í sálfræði! En svo þegar ég fer í færdighedslabaratoriet og fæ að skoða og stinga og pota þá breyti ég aftur um skoðun. Ég er að fara í praktik 1.des svo við erum aðeins byrjuð að fá að fikra okkur frá bókum og gera eitthvað. Við erum núna búin að læra að nota hlustunarpípuna og hlusta á hjartað og lungun og magann og læra að þukla þetta allt fra m og aftur. Svo erum við búin að gera kvenskoðun og setja upp þvaglegg á þessum líka sniðugu dúkkum;) Og þukla á gervibrjóstum eftir æxlum. Í síðasta tíma vorum við svo að læra að setja upp æðaleggi og gerðum það á hvort öðru og einnig að sauma sár (reyndar á dúkkum). Mér finnst samt svolítið scary tilhugsun að það sé svona stutt í að ég hafi allvöru sjúklinga í mínum höndum, þó það verði jú alltaf annar læknir við hlið mér.
Það er búið að vera svo fallegt haustveður undanfarið. Ég elska alla fallegu litina á trjánum og tárast næstum við tilhugsunina að þau fari allveg að falla öllsömul.
Jeiii svo er ég að fara til Parísar á föstudaginn! Ég er ekki að trúa því, vá hvað ég hlakka til. Borg ástarinnar. Og ég gæti ekki valið mér betri ferðafélaga. Við Magga ætlum að hafa það svo notalegt og skemmtilegt☺
Og annað jeiiiii því stína systir er að koma í heimsókn í næstu viku! Loksins. Hún hefur ekkert getað heimsótt mig síðan ég flutti til danmerkur so það er langþráð. Og við systurnar erum heldur ekki búnar að vera allar saman í 16 mánuði... svo það verður alldeilis gaman. Við opnuðum systraheimasíðu um daginn og þar byrjaði ég á skemmtilegri hefð. Að skrifa nokkur atvik dagsins áður en ég færi í háttinn. Ég mæli með því, það minnir mann á hvað maður upplifir margt bara á venjulegum degi og fær mann til að vera meira í ”núinu”...hér er dæmi frá síðunni:
Skammastrik dagsins: Að fara aftur upp í rúmið eftir að borða morgunmat og skrópa allan fyrripartinn
Stærsta afrekið: slá í gegn í rollespil videoi sem feitur hjartasjúklingur sem neitar að hætta að reykja (kennarinn minn bað um að fá að nota myndbandið í kennslu)
Nautn dagsins: Að liggja í grasinu og njóta sólarinnar í staðinn fyrir að læra
Mesta svekkelsið; Að eyða fullt af tíma og orku í að skrúbba gólfið í herberginu mínu og það sést enginn munur
Versta uppgötvun dagsins: Að átta mig á því að heimurinn sé allt of stór og lífið sé allt of stutt
Besta uppgötvun dagsins: Að átta mig á því að ég hef möguleika á því að gera nákvæmlega það sem mig langar til!!
Besta tilfinningin: Að vera sátt ið sjálfa mig og lífið
Og síðasta jeiiiiiii er að fæðst hefur yndisleg snót sem heitir Ásthildur og gerir svo sannalega þennan heim fegurri. Ég get ekki annað en verið væmin þessa dagana því mér finnst bara svo fallegt að öll þessi börn séu að fæðast í kringum mig. Og það eru að myndast svona margar litlar fjölskyldur. Sigríður mín á jú líka von á litlu kríli og Dagrún og Hjalti jú líka. En það sárasta er að ég geti tekið svo lítin þátt í því svona langt í burtu....Emilía er t.d. bara orðin næstum því fullorðin og ég er að missa af því. En mitt heimili er í danmörku núna...en ég er svo glöð að eiga annað heimili á íslandi:)
Jæja, ætli það sé ekki best að koma sér í rúmið svo ég skrifi nú eitthvað gáfulegt í 3 tíma prófinu á morgun....
Kem með myndir og ferðasögur frá frakklandi eftir helgi..vííííí
Ég lifi í þeirri góðu blekkingu að Grey´s anatomi sé gott námsefni og hef því horft á 3 þætti í dag og horfði á jafnmarga í gær og fyrradag þegar ég átti að vera að lesa lífeðlisfræði. Og á morgun er heilbrigðissálfræði, sem mér finnst reyndar mjög áhugaverð og spennandi.
En já, það hefur ýmislegt á mína daga drifið síðan síðast, sem útskýrir hvers vegna ég er lélegur bloggari. Kreppan er jú skollin á og ég er dauðslifandi fegin að vera ekki á íslandi...langt frá fjölmiðlaumræðunni, stressinu, stjórnmálakappræðum og ölli því. Þó það sé reyndar ekki gaman að lifa á yfirdrætti í banka og vita ekki hvort að ég fá námslán næstu mánaðarmót. Og peningarnir sem ég hef verið að safna mér síðan ég fermdist og áttu að fara í afríkuferð næstkomandi sumar eru líklegast horfnir. En þetta eru lúksusvandamál og peningar eru jú eins og vitrir menn segja, ekki það mikilvægasta í lífinu.
En já ég átti afmæli um daginn. Það var ein besta helgi lengi. ég auðvitað missti mig gjörsamlega og eldaði margra rétta máltið handa 20 hnátum og bauð svo í kaffiboð á sjálfan afmælisdaginn. Besta afmælisgjöfin var magga mín sem birtist óvænt í dyragættinni þegar ég var á haus í eldamennskunni. Yndislegt að láta koma sér á óvart.
Svo var menningarnótt síðasta föstudag og þá dansaði ég afró í fyrsta skipti fyrir almenning! Það var gaman, en ég kunni ekki dansana nógu vel, enda búin að vera í langri pásu. En ég bara brosti ennþá meira í hvert skipti sem ég gerði mistök, og ég held að það hafi bætt upp fyrir það;) Og svo hélt ég áfram að dansa í arkítektarskólanum með Ara og Olgu, alltaf hægt að stóla á að skemmta sér vel með þeim.
Við stelpurnar í bekknum héldum loksins sushi kvöldið sem við létum okkur dreyma um í prófalestrinum á síðustu önn. Og uhmmm hvað við bjuggum til mikið af flottu og ljúffengu sushi, verð að setja inn mynd af því.
Það er eiginlega búið að vera mjög gaman í skólanum undanfarið, og svo notalega rólegt. Við erum búin að vera í heilbrigðissálfræði og kommunikation sem er jú allveg fyrir mig...ég hef eftir suma tímana allvarlega íhugað að láta flytja mig yfir í sálfræði! En svo þegar ég fer í færdighedslabaratoriet og fæ að skoða og stinga og pota þá breyti ég aftur um skoðun. Ég er að fara í praktik 1.des svo við erum aðeins byrjuð að fá að fikra okkur frá bókum og gera eitthvað. Við erum núna búin að læra að nota hlustunarpípuna og hlusta á hjartað og lungun og magann og læra að þukla þetta allt fra m og aftur. Svo erum við búin að gera kvenskoðun og setja upp þvaglegg á þessum líka sniðugu dúkkum;) Og þukla á gervibrjóstum eftir æxlum. Í síðasta tíma vorum við svo að læra að setja upp æðaleggi og gerðum það á hvort öðru og einnig að sauma sár (reyndar á dúkkum). Mér finnst samt svolítið scary tilhugsun að það sé svona stutt í að ég hafi allvöru sjúklinga í mínum höndum, þó það verði jú alltaf annar læknir við hlið mér.
Það er búið að vera svo fallegt haustveður undanfarið. Ég elska alla fallegu litina á trjánum og tárast næstum við tilhugsunina að þau fari allveg að falla öllsömul.
Jeiii svo er ég að fara til Parísar á föstudaginn! Ég er ekki að trúa því, vá hvað ég hlakka til. Borg ástarinnar. Og ég gæti ekki valið mér betri ferðafélaga. Við Magga ætlum að hafa það svo notalegt og skemmtilegt☺
Og annað jeiiiii því stína systir er að koma í heimsókn í næstu viku! Loksins. Hún hefur ekkert getað heimsótt mig síðan ég flutti til danmerkur so það er langþráð. Og við systurnar erum heldur ekki búnar að vera allar saman í 16 mánuði... svo það verður alldeilis gaman. Við opnuðum systraheimasíðu um daginn og þar byrjaði ég á skemmtilegri hefð. Að skrifa nokkur atvik dagsins áður en ég færi í háttinn. Ég mæli með því, það minnir mann á hvað maður upplifir margt bara á venjulegum degi og fær mann til að vera meira í ”núinu”...hér er dæmi frá síðunni:
Skammastrik dagsins: Að fara aftur upp í rúmið eftir að borða morgunmat og skrópa allan fyrripartinn
Stærsta afrekið: slá í gegn í rollespil videoi sem feitur hjartasjúklingur sem neitar að hætta að reykja (kennarinn minn bað um að fá að nota myndbandið í kennslu)
Nautn dagsins: Að liggja í grasinu og njóta sólarinnar í staðinn fyrir að læra
Mesta svekkelsið; Að eyða fullt af tíma og orku í að skrúbba gólfið í herberginu mínu og það sést enginn munur
Versta uppgötvun dagsins: Að átta mig á því að heimurinn sé allt of stór og lífið sé allt of stutt
Besta uppgötvun dagsins: Að átta mig á því að ég hef möguleika á því að gera nákvæmlega það sem mig langar til!!
Besta tilfinningin: Að vera sátt ið sjálfa mig og lífið
Og síðasta jeiiiiiii er að fæðst hefur yndisleg snót sem heitir Ásthildur og gerir svo sannalega þennan heim fegurri. Ég get ekki annað en verið væmin þessa dagana því mér finnst bara svo fallegt að öll þessi börn séu að fæðast í kringum mig. Og það eru að myndast svona margar litlar fjölskyldur. Sigríður mín á jú líka von á litlu kríli og Dagrún og Hjalti jú líka. En það sárasta er að ég geti tekið svo lítin þátt í því svona langt í burtu....Emilía er t.d. bara orðin næstum því fullorðin og ég er að missa af því. En mitt heimili er í danmörku núna...en ég er svo glöð að eiga annað heimili á íslandi:)
Jæja, ætli það sé ekki best að koma sér í rúmið svo ég skrifi nú eitthvað gáfulegt í 3 tíma prófinu á morgun....
Kem með myndir og ferðasögur frá frakklandi eftir helgi..vííííí

1 Ummæli:
Þann 18 október, 2008 20:54 ,
Nafnlaus sagði...
Þórný mín ! Æðislegt að lesa svona jákvæð skrif. Maður veit að lífið er nú ekki alltaf svona bjart, en það er gott að festa á blað það sem er jákvætt. Vona að þið hafið það gott í Frakklandi
Pabbi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim