Tóta

miðvikudagur, september 03, 2008

Nice

Þá hef ég loksins fengið að upplifa frakkland, og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þó er Nice kannski ekki allveg eins og sú mynd sem ég hef í höfðinu af frakklandi, en frakkland er jú stórt land og því ábyggilega fjölbreytt.

Ég er semsagt í vikuferð í suðurfrakklandi með mínum kæru foreldrum og það er aldeilis ljúft. Við eigum sko ekki erfitt með að hafa það huggulegt og skemmtilegt. Þau voru hjá okkur Lubbu í Århus um helgina þar sem við héldum upp á afmæli mömmu með pompi og prakt. Festugen byrjaði um síðustu helgi í Århus svo það var mikið lífí bænum og við skelltum okkur á tónleika í musikhúsinu. Veðrið var yndislegt svo við fórum í sunnudagsbíltúr til Løkken og röltum um bæinn og sóluðum okkur á ströndinni. Sjórinn var kaldur en ég tók sundsprett til að æfa mig fyrir vetrarsundið;) Lea og mamma hennar buðu okkur svo í afmælisköku handa mömmu í baðhúsimu þeirra sem liggur á ströndinni...svo kósý

Fyrsti fredagsbarinn var á föstudaginn. Það var svo gott veður að folk sata bara út í garði fram á kvöld. Olga og félagar kíktu í heimsókn og við Olga tókum trylltan dans. Mjög gaman að hitta Olguna aftur. Þeir hörðustu héldu svo áfram á værtshús og ég kom sjálfri mér og öllum öðrum á óvarst með að vinna í pílu. (ég má til með að segja frá því að ég kann ekki reglurnar í pílu og í fyrsta skipti sem ég spilaði pílu þá skaut ég í blómapott sem var langt frá spjaldinu). Við allra hörðustu héldum svo áfram niður í bæ og ég fór svo heim til að taka á móti foreldrum mínum klukkan hálf fjögur. Það er merkilegt hvernig maður getur endst í hálfan sólarhring á tjúttinu en fyrr um daginn gafst ég upp eftir hálfan fyrirlestur og fór heim!!

Á morgun er tekin stefna á ferð um frönsku riveruna og skoða Cannes og fleiri staði. Við ætlum líka að reyna að komast í vínsmökkunarferð. Svo er pabbi að byrja á þinginu á fimmtudaginn og þá ætlum við mamma að flatmaga á ströndinni, lesa, prjóna, kíkja í búðir og borða góðan mat....já maturinn hér á frakklandi er virkilega ljúffengur og karlmennirnir ekki síður;)

Já við erum búin að lenda í einu drama...það gerist alltaf eitthvað þegar eikarlundsfjölskyldan er á ferðalagi. Við tókum leigubíl af flugvellinum á hótelnu og þegar við vorum komin hálfa leið fattaði pabbi að hann hafi hugsanlega gleymt bakpokanum sínum!! Í honum var jú macinn, nýji ipodinn, myndavélin og allt verðmætið. Pabbi lét hönk taxabílstjórann opna skottið og enginn var bakpokinn...þá greip um pabba panik og við snérum við og pabbi svitnaði og við vorum hrædd um að þetta myndi nú aldeilis eyðileggja fyrir okkur ferðalagið. En þegar við hlupum inn í flugstö-ina var auðvitað búið að girða bakpokann af með gulum varúðarborðum og security gaurar að vakta töskuna og í beinu sambandi við sprengjusérfræðinga.....HAHAHA hressandi byrjun á ferðalagi og við getum nú aldeilis hlegið að þessu núna. Og við lærðum okkar lexíu

Knús frá mér frá hótelinu við miðjarðarhafið

4 Ummæli:

  • Þann 03 september, 2008 15:28 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    aaahaha. bakpokasagan!

     
  • Þann 03 september, 2008 19:12 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Sammála fyrri ræðumanni!! úff hvað það gerast alltaf fyndnir hlutir fyrir pabba þinn!! haha samanber allar fyndnu sögurnar sem ég hef heyrt af sjúkrahúsinu.. kannski pínu utan við sig hann Haraldur:) annars verðum við að fara að hittast á skype og planleggja hittinginn:)

     
  • Þann 10 september, 2008 22:28 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    haahaahaa!! Þetta er það er eitt það fyrsta sem fær mig til að brosa í dag.. ein heima, lasin og leiðinleg.
    Ég sakna þín Þórný mín rosalega mikið og lofa að hringja í þig fljótlega
    Stórt knús

     
  • Þann 13 september, 2008 21:52 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    En notalegt að komast aðeins á ströndina í Frakklandi :) Já það virðist alltaf eitthvað eitt þurfa að misheppnast í hverri ferð sem maður fer í, en það er nú bara til þess að maður muni betur eftir þeim :D

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim