Tóta

fimmtudagur, október 26, 2006

Brúdkaup

Já, tad verdur heljarinnar brúdkaup hérna á skólanum á føstudaginn. Krakkarnir á 100 ganginum áttu núna ad halda veislu og eru tau búin ad skipuleggja tetta líka svaka flotta brúdkaup! Allir í skólanum fengu bodskort tar sem teim var mjøg formlega bodid í brúdkaup og eiga allir ákvedid hlutverk. Ég er til dæmis dóttir brúdgumans sem er allveg svakalega snobbud og finnst hún yfir alla hafna. Svo ég á alltaf ad vera ad standa upp og grípa fram í fyrir fólkinu sem er ad tala og svo framvegis…ekki allveg skemmtilegasta hlutverkid! Tad eru svo ótrúlega mørg fyndin hlutverk svo tetta verdur ekkert smá skemmtilegt. Og tad taka allir tessu ekkert smá alvarlega. Tad verdur sko athøfn tar sem verdur prestur og brúdarmeyjar og farid med ritningarlestur og ég veit ekki hvad og hvad. Brúdguminn er búinn ad gefa brúdurinni trúlofunarhring og tad var búinn til brúdarkjóll í aumum í dag. Svo er búid ad skipuleggja gæsapartý annadkvøld á kránni í bænum tar sem er búid ad panta strippara og allt! Og tad á ad fara med hana í bæinn uppáklædda í búning og syngja. Tetta á eftir ad vera snilld!!

Tad var svo ótrúlega áhugaverdur kultur tíminn í dag. Ég held ég hafi aldrei verid svona áhugasøm í kennslustund ádur! Tad kom fyrrverandi nemandi hédan og sagdi okkur frá reynslu sinni sem ”fridargæsluhermadur” (ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á ad týda tad!). Hann var í Kósóvó í ár og svo var hann med fyrstu sveitinni sem fór til Iraq og var tar líka í ár. Tad var bara allt svo merkilegt sem hann sagdi okkur og ég fékk bara allveg nýja sýn á Iraq og strídid og múslíma og á tad ad vera herdmadur. Tad er svo ótrúlegt hvad madur gleypir bara vid øllu sem er sagt í fréttum, og tad er alltaf bara ein hlid á málunum. Tad er svo pirrandi ad tad séu fréttamennirnir sem velji hvada upplýsingar madur fær! Tad er erfitt ad segja í stuttu máli hvad hann sagdi okkur frá en allaveganna tá fékk hann mig til ad fá mikinn áhuga á hermennsku, sem ég hef alltaf bara séd neikvædar hlidar á! Ég veit bara svo fáránlega lítid um tad tar sem tad er ekki her á Íslandi og madur tekkir tetta bara ekki neitt. Ég set yfirleitt bara samasemmerki milli hermennsku og blódsúthellinga og pyntinga! Tad er tad sem madur fær frá fjølmidlum og bíómyndum….en nóg um tad. Tad er bara svo gaman hvad vid fáum oft svona gesti í heimsókn í kennsustundir. Mér finnst svo áhugavert ad heyra søgu fólks sem hefur verid úti í heimi og upplifad eitthvad spennandi.

Bædi Jón Ingi og Stína koma í heimsókn á laugardaginn. Ég hlakka ekkert smá til:) Ég var í heimsókn hjá Laufeyju um sídustu helgi og vid vorum ad plana hvad vid ættum ad gera. Vid vorum svo spenntar. Vid ætlum øll ad elda saman og hafa tad kósý hjá Lubbu á laugardagskvøldid og kannski kíkja í bæinn. Og svo verdur bara flatsæng uppi á svefnloftinu hennar! Ég veit ekki allveg hvad vid gerum á sunnudaginn. Svo ætlar Jón ad vera med mér á lýdháskólanum fram á midvikudag svo hann geti nú séd skólann og kynnst nýju vinunum mínum. Hann kemur med í tímana og allt. Stína og Laufey kíkja svo vonandi í heimsókn líka. Ég held ad tetta verdi ekkert smá gód helgi!

En tad er best ad koma sér í bólid…Dorte hrítur hérna vid hlidina á mér;) Tad eru temadagar hjá okkur í ferdaprógramminu næstu tvo daga svo vid erum ad fara ad heyra ýmislegt um hvad á ad varast og hvad vid eigum ad hafa med okkur og eitthvad svona skemmtilegt.

Ég vona ad tid hafid tad øll gott

mánudagur, október 23, 2006

Ég er búin ad vera mjøg lukkuleg sídustu daga. Ég er svo ánægd ad hafa ákvedid ad fara á lýdháskóla og svo ótrúlega bara takklát fyrir allt. Mér finnst ég alltaf vera ad læra eitthvad nýtt og vera ad upplifa eitthvad skemmtilegt. Ég er búin ad vera í svo miklum pælingum um lífid og tilveruna sídustu daga. Um framtídina, fortídina, ástina, trú og ég veit ekki hvad og hvad. Ég er í kristinfrædi hérna í skólanum svo ég er til dæmis mikid búin ad vera ad pæla í trú og trúarbrøgdujm og hvad ég trúi á. Eitthvad sem ég hugsa ekki svo mikid um í hversdaginum heima. Tad er bara svo mikill lærdómur ad koma á nýjan stad og sérstaklega ad kynnast nýju fólki. Og svo tegar madur er einn í burtu ad heiman tá lærir madur líka svo miki um sjálfan sig og fer svo mikid ad pæla í lífinu sínu. Madur tekur svo mikid eftir hlutum sem madur venjulega kippir sér lítid upp vid. Mér finnst bara svo eins og ég hafi alltof oft um tídina verid ad velta mér upp úr hlutum sem ekki skipta máli og verid í kapphlaupi eftir einhverju sem ég veit ekki hvad er… jæja tid hafid øruglgega meiri áhuga á ad heyra hvad hefur á daga mína drifid en hvada hugsanir eru ad berjast um í kollinum á mér;)

Sídasta vika var mjøg skemmtileg. Allan mánudaginn var ég í saumum. Ég var ad reyna ad sauma kjól sem gekk ekki mjøg vel en var samt sem ádur voda huggulegt. Á tridjudaginn fór ég ad týna epli í fyrsta skipti. Tad var faktiskt mjøg gaman. Vid fengum ad smakka 16 mismunandi eplategundir og fengum svo ad velja hvad vid vildum týna. Skólinn keypti tad sem vid týndum svo vid munum fá nóg af eplum næstu vikurnar. Eftir eplatýnsluna skodudum vid ótrúlega fallegan kastala frá 16. øld. Hann er enntá innréttadur eins og hann var á teim døgum og tad var ekkert smá gaman ad skoda og lesa um. Á midvikudaginn løgdum vid af stad í mikla svadilfør á kanóum og kajøkum. Vedrid var ágætt tegar vid løgdum af stad en tad fór ad rigna tegar vid vorum búinn ad sigla í tvo tíma og rigndi svo alla ferdina! En samt sem ádur var mjøg gaman og tetta var mikil upplifun. Tad var svo huggulegt ad sigla, svo ótrúlega mikil ró og fallegt. Vid turftum sjálf ad sjá um ad tjalda og kveikja bál og búa til mat yfir bálinu, allt í hellirigningu. Ég hef aldrei verid jafn blaut á ævi minni. Tad voru nokkrir sem gáfust upp og sváfu í lestarvagni!! Vid turftum ad sigla á móti straumnum heim svo tad var ekstra erfitt. Vid sigldum samtals í 7 tíma held ég! Svo ég var annsi treytt tegar ég kom heim.

Ég fór til Uldum á føstudaginn ad heimskækja Ingu Vølu og Óløfu. Tad var svo ótrúlega gaman. Tad var mjøg skemmtilegt ad koma á annan lýdháskóla og sjá hvad var margt ødruvísi en líka margt eins. Mér leid mjøg furdulega yfir kvøldmatnum tvíég var umkringd Íslendingum í fyrsta skipti í langan tíma. Tad eru nefnilega 7 Íslendingar á Uldum. Tad var hljómsveit um kvøldid svo vid dønsudum og drukkum bjór og høfdum tad gaman. Skemmtilegast var samt bara ad sitja og spjalla. Ég fór svo mikid ad hugsa um MA og allt fólkid heima og hvad allt væri ad breytast mikid. Ég er búin ad vera svo ótrúlega mikid í mínum eigin heima hérna í lýdháskólanum og bara búin ad vera hugsa um ad adlagast øllu hér og kynnast krøkkunum og svo framvegis. Svo ég var ekki búin ad fatta ad hlutirnir væri ad ganga sinn vanagang heima á Akureyri og í MA og ad ég yrdi ekki hluti af tví aftur. Og eins ad ég mun aldrei aftur vera med øllum vinum mínum á sama hátt og ádur. Tví nú eru allir ad eignast sitt eigid líf á vissan hátt sem madur er ekki hluti af. Tetta hljómar hálf bjánalega! En ég fylktist søknudi, en samt gledi yfir tví ad hafa svona marga ad sakna. Ég er svo ótrúlega takklát fyrir alla gódu vini mína og fjølskylduna.


Ég er búin ad vera í engu smá stressi í sambandi vid ferdalagid til Bólivíu sídustu vikuna. Tad er búid ad vera svo mikid vesen med ferdaskrifstofurnar og farmidana og allskonar eitthvad sem ég enni ekki ad útskýra. En tad nádi allaveganna álgjøru hámarki í dag. Vid komumst ad tví ad vid tyrftum ad borga ferdina okkur til Bólivíu í dag en ekki eftir rúman mánud eins og búist var vid! Sem týddi ad vid turftum ad ákveda hvenr vid ætlum ad ffara út og hvad vid ætludum ad vera lengi allskonar tryggingavesen og eitthvad. Og svo ad tala vid bankann og ég veit ekki hvad og hvad. Hápunkturinn var svo tegar ég hljóp upp á herbergid mitt til tess ad ná í vísakortid mitt og ætladi rétt ad skreppa á klósettid. Ég dreif mig adeins of mikid tví tegar ég lagdi lykilinn ad skúffunni minni med kreditkortinu á vaskann tá runnu teir ofan í nidurfallid!! Svo ég turfti ad gjøra svo vel ad finna einhvern verkamanntil ad skrúfa øll rørin í sundur og ég veit ekki hvad og hvad…aulinn ég! En á morgun verd ég búin ad borga ferdina og tá er ekki aftur snúid…

Lea vinkona mín var ad koma og minna mig á ad ég ætladi ad fara út ad hlaupa tvisvar í viku….ég hef farid tvisvar út ad hlaupa sídan ég kom hingad í ágúst svo ég hef ekki beint stadid vid tad! Svo ég ætla ad tjóta núna…

þriðjudagur, október 17, 2006

Tvøføld hamingja

Ég hef tvær gódar fréttir ad færa:)

Ég verd á Akureyri um áramótin! Ég fer líklega til Danmerkur 2. eda 3. janúar og ætla ad taka Jón Inga med mér svo vid getum haft tad notalegt tvø saman í nokkra daga ádur en vid munum skiljast ad aftur.

Svo hringdi min heittelskadi í dag og sagdi mér ad hann ætladi ad koma ad heimsækja mig eftir 10 daga:) Vááá hvad ég vard glød. Ég fékk svo í magann og gat ekki hætt ad brosa. Ég get ekki bedid!

Ég er innilega hamingjusøm í dag

sunnudagur, október 15, 2006

Sídustu dagar eru búnir ad vera langir og strangir og tad er svo margt ad gerast í høfdinu á mér ad ég held stundum ad hann springi. Ég er búin ad vera á skyndihjálparnámskeidi eftir skóla í trjá tíma sídustu fjóra daga svo ég er búin ad vera í skólanum frá átta á morgnana til tí á kvøldin! En vá hvad ég er glød ad hafa farid. Ég er búin ad ætla ad fara á skyndihjálparnámskeid í svo mørg ár en bara aldrei látid verda af tví. Mér finnst ad tad ætti ad vera hluti af náminu í grunnskóla ad læra skyndihjálp tví tá væri hægt ad bjarga svo mørgum mannslífum. Tad er svo mikilvægt ad fyrstu 10 mínúturnar eftir ad madur slasast alvarlega ad tad komi manni einhver til adstodar sem kann skyndihjálp. Hér í Danmørku tá tarf madur ad fara á skyndihjálparnámskeid til tess ad fá bílpróf sem er mjøg snidugt. Ég hvet ykkur øll til ad dríf ykkur á skyndihjálparnámskeid ádur en tad er of seint. Tad er aldrei ad vita nema ad madur lendi í teirri adstodu ad madur gæti bjargad mannslífi. Tad væri ømurlegt ad koma ad bílslysi og madur geri annadhvort ekki neitt eda eitthvad vitlaust og hugsi svo, ad ef ég hefdi drattast til ad eida 12 tímum af lífi mínu í tetta skyndihjálparnámskeid tá hefdi manneskjan lifad! Ì gærkvøldi tá tókum vid hálfgert próf tar sem helmingurinn af okkur lék slasada og hinn helmingurinn átti ad koma okkur til bjargar og svo skiptum vid. Vid fengum ekkert smá gott gervi svo tetta var ekkert smá raunverulegt. Vid notudum ekkert smá raunverulegt gerviblód og allskyns gervibeinbrot og sár. Svo ég átti t.d. ad gera skyndihjálp á manneskju sem hafdi hníf í brjóstkassanum, sem hafdi fastan braudbrita í kjaftinum, sem skar af sér puttan, sem rúlladi nidur trøppur og var medvitundarlaus, sem hafdi tekid of stóran skammt og var med sprautunál í sér o.s.frv. Ég átti ad leika módursjúka stelpu sem rúlladi nidur trøppurnar og var med opid beinbrot í nefinu. Èg átti ad vera í panik tví tad var svo mikid blód og af tví ad ég yrdi svo ljót og gæti ekki ordidi módel. Flest allir sem komu ad bjarga mér áttu í mestu makindum med ad hugga mig tví teim fannst svo erfitt ad halda inn í sér hlátrinum. Tetta var ótrúlega skemmtilegt og vid lærdum helling á tessu. Tad léku allir svo vel og gervid var svo raunverulegt svo madur fékk smá hugmynd um hvernig væri ad lenda í svona adstædum. Tad var gott ad prófa ad gera mistøk svona tví madur lærir nú mikid á mistøkum og tad gæti kostad líf ef madur gerdi tau vid alvøru adstædur.

En já, svo fór ég til Århus til ad fara á ferdaskrifstofur og bóka far til Bólivíu. Tetta verdur dýrara en var búid ad segja okkur, en tad verdur ad hafa tad. Svo er ég ordin svo stressud yfir tví ad turfa ad fara ad gera umsóknir fyrir háskóla. Ég var búin ad ákveda fyrir tónokkru ad ég ætladi ad fara í læknisfrædi hérna í Danmørku. Umsóknarferlid er bara svo óyfirstíganlegt. Reglurnar eru svo fáránlega strangar og tær eru svo mismunandi í øllum tremur háskólunum sem ég get sótt um í. T.d. tá tarf ég ad vera 6 mánudi í útløndum til tess ad fá punkta fyrir tad í Århus. Hinsvegar tá tarf ég ad fara í vidtal og próf í lok maj ef ég ætla ad eiga møguleika á tví ad komast inn í Odense. En ég má bara vera í Danmørku í 48 klukkustundir af tessum 6 mánudum sem ég tarf ad vera í burtu. Tad tídir ad ef ég ætla ad eiga møguleika á bádum tá tarf ég ad fara til Bólivíu. Ferdast svo í sólarhring til tess ad koma í prófid og vidtalid og eyda svo 100 túsundum í nýjan flugmida sem verdur ad vera innan 48 klst frá tví ad ég kem til Danmerkur. Tetta er svo fáránlegt!! Ég sé heldur ekki allveg fyrir mér hvernig ég á ad fara í vidtal á dønsku eftir ad hafa verid í annari heimsálfu í 5 mánudi tar sem ég tala spænsku og kannski ensku. Og tar sem ég verd búin ad vera ad ferdast í kannski sólarhring ádur! Og tad versta vid tetta er ad samt sem er gæti verid ad ég myndi hvorki komast inn í Århus né Odense.

Svo er ég farin ad efast hvort ég eigi ad standa í tessu yfir høfud. Tad er svo langt sídan ég ákvad ad læra læknisfrædi ad ég veit ekki lengur af hverju mig langar tad. Ég fír ad tala vid námsrádgjafann í dag og um leid og ég kom inn og fór ad segja henni hvad ég skildi ekkert í reglunum og vissi ekkert hvar ég ætti ad sækja um og bla bla bla tá fékk ég bara strax tár í augun og tau hættu ekkert ad koma. Svo fór ég ad segja henni ad ég væri farin ad efast og tá spurdi hún mig af hverju ég vildi verda læknir og ég vard bara ordlaus. Tad var ótægileg tilfinning. Ég hefdi getad svarad tví fyrir nokkrum mánudum en nú er ég bara ordin svo ringlud og veit ekkert hvad ég vil gera vid líf mitt. Ég á bara svo erfitt med ad sjá eitthvad annad starf fyrir mér tegar ég er alltaf búin ad sjá framtídina fyrir mér í læknisfrædinámi og svo ad vinna sem læknir. Æji tetta er nú meiri vitleysan. Ég er samt glød ad vera hér og hafa smá tíma og rúm til ad velta tessu fyrir mér. Tad er gott ad fá efasemdirnar núna og skoda adra møguleika og vonandi komast ad tví hvad ég vil. Tad væri leidinlegra ef tad kæmi fyrst í haust tegar ég ætti ad byrja. Tad er líka gott ad tad eru margir hérna sem eru ad fara ad sækja um læknisfrædi. Margir sem eru allveg vissir og svo enn adrir sem eru farnir ad efast. Tegar eru svona margir saman komnir tá hafa teir áhrif á hvern annan, sem ég held ad sé bara mjøg jákvætt. Dorte sem ég bý med var stadrádin í ad ætla ad læra læknisfrædi tegar hún kom en hún ætlar ad læra gudfrædi í stadin…eitthvad allveveg allt annad! En nóg um tetta…

Ég fór á mjøg skemmtilegt djamm á føstudagskvøldid. Vid byrjudum nokkrar stelpur um hálf átta leytid ad drekka og hygge. Svo fórum vid í drykkjuleik svo vid vorum ordnar vel hressar um níuleytid! Gunnar efnafrædi- og ítróttakennari var med í drykkjuleiknum, tad var algjør snilld. Tad bættust smá saman fleiri í hópinn og skelltum vid okkur svo í rútu til Århus. Tad var mjøg skemmtileg rútuferd, t.e.a.s. fyrir okkur. Ég held ad hinum fartegunum hafi ekki fundist mjøg gaman! Vid fórum svo á mjøg hressan skemmtistad tar sem var dansad sem vid ættum lífid ad leysa. Tad er svo skemmtilegt ad fara út á lífid og dansa hérna, tví fólk virkilega dansar saman. Tad stendur ekki bara í hring og dillir sér smá og horfir í kringum sig. Fólk bídur hvort ødru upp í dans og svo er manni snúid í endalausa hringi og ég veit ekki hvad. Svoooo gaman. Tad endadi med tví ad ég var ekki komin heimtil Rønde aftur fyrr en klukkan 6 um morguninn. Svo vid djømmudum næstum í hálfan sólarhring…ég var ekki mjøg hress tegar ég var rifinn á fætur klukkan tíu um morguninn tví ég var ad verda of sein í gudtjónustu! Tad var nefnilega elevstævne í gær svo tad komu næstum 300 gamlir nemendur og skemmtu sér saman. Tad byrjadi med gudtjónustu og svo var fyrirlestur, søngstund, fótbolti og fleira yfir daginn. Vid tøludum vid stelpu sem hafdi verid í Bólivíu fyrir tveim árum og unnid á sama stad og tar sem ég mun vinna. Hún lengdi dvølin tví henni fannst svo ædislegt og svo fór hún aftur í mánud fyrir ekki svo løngu. Hún kom med fullt af myndum og sagdi okkur helling skemmtilegt og nytsamlegt. Hún gerdi mig mjøg spennta. Ad vísu tá sagdi hún okkur ad ástandid væri mjøg slæmt í Bólivíu núna. Tad er brogarstríd, sem er nú reyndar ekki nýtt. Fjølskyldan hennar flutti til Spánar nýlega tví tau áttu ekki fyrir mat tví tad er svo erfitt ad fá vinnu. Vel háskóamenntad fólk hefur ekki einu sinni efni á mat. En forsetanum verdur sennilega steypt af stóli í nóvemner svo tad verda nýar kosningar í desember svo ástandid ætti ad vera ordid betur í janúar tegar vid verdum tarna. Madur verdur allaveganna ad vona tad besta.En um kvøldid var svo vodalega fínn matur og svo voru dansadir tjóddansar…ótrúlega hresst. Svo var ball um kvøldid med snilldar hljómsveit. Ég dansadi svo mikid. Ekkert smá gaman!

Tetta er ordid allt of langt hjá mér eins og venjulega! Tad er gestavika í næstu viku svo Dorte er búin ad dumpa mér fyrir kærastann. Ég bý sem sagt hjá Leu vinkonu minni núna. Tad verdur ørugglega bara huggulegt. Ég verd bara alltaf svo abbó tegar Peter kærastinn hennar Dorte kemur. Ástfangid fólk gerir mér lífid leitt tessa daganna. En já, tetta verdur skemmtileg vika. Èg verd í saumum allan morgundagin og svo fer ég á safn og ad tína epli á tridjudaginn. À midvikudaginn fer ég í kanó og kajak ferd tar sem vid munum gista í tjaldi og búa sjálf til mat yfir báli og hygge okkur. Svo fer ég á fyrirlestur á føstudaginn. Á føstudagskvøldid ætla ég svo ad skella mér til Uldum ad heimsækja Ingu Vølu og Óløfu. Ég hlakka mjøg til:)

þriðjudagur, október 10, 2006

Tá er ég komin heim frá London og øllum ferdaløgum lokid í bili, sem betur fer. Ég er ordin ansi treytt á tessum teytingi.
En eins og ég sagdi í sídustu færslu tá er ég búin ad ákveda ad fara til Bólivíu í stad Afríku eins og planad var. Ég er mjøg ánægd med tá ákvørdun og er mjøg spennt. Ég var upphaflega búin ad útiloka Sudur Ameríku tví ég nennti ekki ad læra spænsku núna tegar ég er ad komast í gang med dønskuna. En svo ákvádu Lea, Kirstine og Marie, sem eru tær sem ég tekkja einna best í skólanum, ad fara saman til Bólivíu. Tær fóru svo ad pressa á mig ad koma med. Tad var fyrst adallega í gríni tví tær vissu hvad mig langadi mikid til Afríku. En tad er nú tannig ad tad er audvelt ad sannfæra mig og láta mig breyta um skodun. Tær fengu mig til ad koma med á fund um Bólivíu og ég lofadi ad faramed opnum huga. Allt sem madurinn sagdi okkur hljómadi svo spennandi. Svo fór tad tannig ad tad var bara ein stelpa sem ég hefdi getad farid med til Afríku og tad vara til ad vinna á smábarnaheimili í Úganda sem hljómadi vel en ég fór bara ad hafa efasemdir. Svo ég ákvad bara hálfpartinn svona ein, tveir og trír ad skella mér til Bólivíu:) Tad verdur bara svo gott ad vera med einhverjum sem madur tekkir adeins og líkar mjøg vel vid tegar madur er ad fara ad ferdast í 6 mánudi! Mér líkar svo ótrúlega vel vid tessar stelpur og ég held vid eigum eftir ad skemmta okkur mjøg vel.

Ef allt gengur eftir tá munum vid fara til bæjarins Sucre sem er í midri Bólivíu og í 2790 m hæd yfir sjávarmáli!! Hún er høfudborgin í fátækasta svædinu í Bólivíu. Tad búa 200 túsund manns tar svo tetta er stór borg en víst rosalega falleg. Tad eru 26 túsund háskolanemar tar svo tad er mikid af ungu fólki í borginni sem ad vissu leyti víst mjøg nútímaleg trátt fyrir mikla fátækt. Ein af ástædunum fyrir ad ég fór ad íhuga Bólivíu frekar var ad tad eru mørg internet café og madur getur notad gsm síma tar sem gerdi mig rosalega glada. Èg var ordin svo rosalega stressud yfir tví ad vera ad fara frá Jóni Inga í 6 mánudi og geta ekki talad vid hann nema kannski á tveggja vikna fresti ef ég væri heppin og tá adalega med tølvupósti! Svo nú er ég adeins búin ad róast:) Eins og ég var búin ad tala um ádur tá er líka minni hætta á ad ég smitist af AIDS og ég get verid úti á kvøldin án tess ad hafa miklar áhyggjur.
Ég er ad fara med trem vinkonum mínum úr skólanum. Vid Lea førum saman út og ætlum ad vinna á sama stad og svo koma Marie og Kirstine mánudi á eftir okkur og tær ætla ad vinna saman. Vid Lea erum ad fara ad vinna á heimili fyrir føtlud børn sem er rekid af munkum. Sum børnin búa á heimilinu en ønnur koma bara yfir daginn. Børnin eru á øllum aldri og eru føtlud á einn eda annan hátt, ýmist líkamlega, andlega eda félagslega. Børnin fara í sjúkratjálfun og svo er leikvøllur á stadnum og leiksvid og lítid sjúkrahús og ég veit ekki hvad og hvad. Ég hlakka til ad fá meiri upplýsingar um tetta og fá ad vita hvad ég fái ad hjálpa til vid. Ég byrja samt ørugglega á tví ad vinna med minnstu børnunum eda vid ad trífa eda búa til mat, svona á medan ég læri grunnatridin í spænsku. Ég er nógu ringlud núna med dønsku, íslensku og ensku svo ég veit ekki hvernig ég á ad fara ad tví ad læra eitt tungumál í vidbót.
Vid ákvádum ad búa allar í sitthvoru lagi hjá fósturfjølskyldum, til ad byrja med allaveganna, svo vid myndum komast sem best inn í menninguna og læra spænskuna fyrr. Ef svo skedur ad vid séum ekki heppnar med fjølskyldur tá getum vid alltaf flutt saman á hostel eda leigt íbúd, svo tad er gott. Vid ætlum svo ad ferdast um Sudur Ameríku í tvo mánudi tegar vid erum búnar ad vinna, sem verdur ædi. Ég hlakka ekkert smá til. Tad er ekki allveg komid á hreint hvenær vid førum. Vid Lea turfum nefnilega ad vera í burtu í 6 mánudi til ad eiga meiri líkur á tví ad komast inn í læknisfrædina og tad gæti verid ad vid turfum ad vera komnar heim 1. júlí. Tad tídir ad vid turfum ad vera farnar út fyrir 1. júní sem týdir ad ég verd ekki heima á áramótunum:( En tetta kemur allt saman í ljós á næstu vikum.

Ég er ada fara ad borda og svo á skyndihjálparnámskeid svo ég verda ad segja ykkur frá Londonferdinni seinna…

Stórt knús Tòta

miðvikudagur, október 04, 2006

Ég er ad fara til Bólivíu!

Tid erud ørugglega hissa tví ég hef lengi talad um ad fara til Afríku og kemur tetta mér sjálfri mjøg á óvart! Tetta var frekar skyndileg en stór og erfid ákvørdun. En ég er rosalega glød ad vera búin ad ákveda og mér líst mjøg vel á tetta og er mjøg spennt. Ég er enntá stadføst í tví ad far atil Afríku, en tad verdur bara ekki á næsta ári;) Ég hlakka til ad segja ykkur betur frá en tad fer ad lída yfir mig af treytu. Ég fór ad sofa klukkan 5 í nótt og var svo í skólanum til klukkan átta í kvøld.

Ég er mjøg hamingjusøm:)

sunnudagur, október 01, 2006

Tá er ad baki Kaupmannahafnarferd og Rúmeníuferd svo tad er frá mørgu ad segja…

Kaupmannahafnarferdin var frábær. Tad var svo yndislegt ad hitta Jón Inga loksins. Hann og Hulda komu og sóttu mig á lestarstødina. Vid bjuggum svo í hjá teim systrum Huldu og Ønnu á Amager, rétt hjá tar sem ég bjó sídasta sumar. Tad var vodalega notlegt. Vid Jón fórum út ad borda á rosalega kósý veitingastad á fimmtudagskvøldid og hittum svo Jón Gísla og Loga eftir matinn. Tegar vid hringdum í hann eftir matinn til ad spurja hvar hann væri tá birtist hann allt í einu beint fyrir framan okkur! Hann hafdi tá verid í næsta húsi allan tímann medan vid vorum ad borda án tess ad vid vissum. Tetta er lítill heimur. Vid lenntum svo oft í tví um helgina ad hitta fólk svona af einskærri tilviljun. Vid hittum t.d. Soffíu módusystur Jóns í strætó og Ingvar í hokkíinu á lestarstødinni. Heimurinn er svo lítill! Anna og Hulda voru med matarbod heima hjá sér á føstudagskvøldinu fyrir Hot Chip. Tónleikarnir voru allveg gedveikir!! Ótrúlega gaman. Svo fór ég á mjøg hressan handboltaleik hjá FCK tager sem Logi, Heidmar og Gústi voru í adalhlutverki og fóru á kostum! Svo var haldid annsi skrautlegt afmælispartí fyrir Jón Inga heima hjá Jóni Gísla og Loga. Garpapartý eru aldrei allveg edlileg! Èg hitti svo mømmu og pabba á sunnudeginum sem var ædislegt. Vid fórum í gøngutúr og bordudum saman øll fjøgur og fórum svo í Tívolíid um kvøldid. Tad er svo kósý tar á kvøldin. Tessi helgi var allveg rosalega notaleg. Tad var erfitt ad kvedja alla og svo skrítid ad fara aftur í skólann. Ég var alldrei búin ad hugsa lengra fram í tímann en til Kaupmannahafnarferdarinnar svo allt í einu voru 3 mánudir tangad til ég sæi Jón Inga næst. Svo dagarnir eftir ad ég kom heim voru pínu erfidir.


En helgina eftir fór ég í skólaferdalaferdalag til Rúmeníu sem var allveg frábær í alla stadi. Ég er ad hugsa um ad skrifa bara á punktaformi tví annars verdur tetta alltof langt…

  • Vid bjuggum á rosafínu gamaldags hóteli og bjó ég á tví herbergi sem danski krónprinsinn og fjølskylda munu búa á næsta sumar!
  • Á hótelinu var útisundlaug, trampolín og heitt ker sem var mikid notad seint um nætur…
  • Bærinn sem vid bjuggum í hét Bagaciu og var allveg rosalega krúttlegur. Tad var eins og vid høfdum ferdast mørg ár aftur í tímann tví fátækt var mikil og á á gøtunum mæti madur, kúm, hestum, gæsum, geitum hestvøgnum og ég veit ekki hvad og hvad.
  • Fólkid var yndislegt. Allir veifudu til okkar og brostu og allir svo gladir trátt fyrir ad eiga næstum ekki neitt.
  • Vid fengum ad borda á heimilum fólks í bænum sem var mikil upplifun. Òtrúleg gestrisni.Vid komum ágætlega hífud til baka tví gløsin okkar voru alltaf fyllt um leid og vid klárudum úr teim og vid vildum vera kurteis og klára úr gløsunum!
  • Vid skodudum rosalega flott klaustur og margar fallegar gamlar kirkjur. Vid fórum líka í messu sem var mjøg sérstøk upplifun.
  • Vid skodudum saltnámu sem var full af fólki, sérstaklega børnum. Fólk borgar fyrir ad búa tar í viku í senn tví tad á víst ad lækna asma og adra sjúkdóma.
  • Vid áttum lúksúsdag tar sem vid fórum á fínt hótel í allskyns spa medferdir. Ég fór í einhverskonar mykjubad og sjávarbad og svo allskonar gufubød. Vodalega notalegt. Ég fór líka í besta nudd sem ég hef nokkurn tímann farid í.
  • Vid skodudum munadarleysingjaheimili sem var alls ekki eins og tau sem madur hefur heyrt um í fréttum
  • Vid fórum í heimsókn í barnaskóla og menntaskóla sem voru illa lyktandi og allt vodalega hrørlegt.
  • Vid fórum á allskyns markadi, bædi dýramarkad, matarmarkad og fatamarkad.
  • Vid fórum í heimsókn á gedspítala sem var rosalegt. Tad minnti á eldgamalt fangelsi tví tad var svo dimmt og hrørlegt og lyktin ólýsanlegt. Rúmin lágu allveg upp vid hvort annad og fólkid var svo tómt í framan og svoooo horad. Ein konan kom til mín og var svo døpur og sagdi ”Ich will nach Hause, Ich will freiheit”. Tad var mjøg erfitt ad horfa upp á tetta. Vid hittum samt líka fólk sem var rosalega glatt og hresst og dansadi og søng og voru svo glød ad fá heimsókn. Vid keyptum 30 haldapoka fulla af mat svo tau voru mjøg takklát.
  • Vid fórum í heilsdagsgøngu upp í fjøllinn sem var yndilegt. Tad er svo rosalega fallegt í Rúmeníu.
  • Á afmælinu mínu var ég vakin á midnætti af fullt af fullum manneskjum med fána og læti. Ég hafdi farid snemmi í rúmid tví ég var med magapínu. Svo var ég vakinn med søng aftur um morgunin og svo var líka sungid fyrir mig í morgunmatnum. Um kvøldid fórum vid á Sinfoníutónleika sem var ædislegt.
  • Vid skodudum fataverksmidju tar sem voru saumadir ledurjakkar fyrir ítølsk merki eins og Armani. Einn jakki kostadi 150 túsund íslenskar og fólkid sem vinnur tarna fær 100 krónur í laun á tímann!!! Heimurinn er svo óréttlátur.
  • Kvøldin voru mjøg skemmtileg tví tad var sungid og dansad og vid vorum búin ad skipuleggja alls kyns leiki og skemmtiatridi. Tad var notfært sér tad ad bjórinn kostadi 60 kr íslenskar og vínflaskan 300 kr. og fínustu kokteilar kostudu 120 kr!

Tetta er ordin ágæt upptalning hjá mér! Ég gæti samt skrifad svo miklu meira. Allt var svo fáránlega ódýrt ad ég eyddi ekki nema 6000 íslenskum krónum alla ferdina! Tad sem var samt best vid ferdina var tad ad vid kynntumst øll miklu betur og samheldnin er ordin meiri. Ég vona ad ég geti farid ad setja inn myndir brádum. Èg legg bara ekki í tad tví ég er svo tølvuføtlud. Hvernig er best ad setja myndir á netid?

Nú er ég semsagt komin aftur ”heim” í lýdháskólann í Rønde. Ég verd nú samt ekki hérna lengi tví ég fer til London á føstudaginn tví tad er løng helgi í skólanum. Ég er ad fara ad heimsækja Megan vinkonu mína frá Bandaríkjunum sem verdur án efa mjøg gaman. Vid erum samt ekki búnar ad plana neitt svo ég veit ekkert hvad vid ætlum ad gera! Svo er á næstunni temavika tar sem madur má bjóda til sín gesti sem má vera med í skólanum alla vikuna. Ég er ekki enn búin ad finna neinn sem vill vera hjá mér svo endilega einhver ad bjóda sig fram! Tad verdur tildæmis farid í tvegjja daga kajak og kanótúr tar sem gist verdur í tjøldum. Svo var ég svo vitlaus ad skrá mig í svona survivor helgi í byrjun nóvember. Ég er farin ad sjá eftir tví, tad verdur drulluerfitt!

Tad sem er allramest ad angra mig tessa daganna er ad ég tarf ad fara ad ákveda mig hvert ég á ad fara í sjálfbodastarf í janúar og med hverjum. Tetta er allveg hrikalega erfitt! Ég hef svo lengi átt tann draum ad fara til Afríku svo mig langar tad allra helst. En trjár bestu vinkonur mínar hérna í skólanum eru ad fara til Bólevíu og tær eru svo ad reyna ad fá mig til ad koma med sér. Tad væri svo roslalega gaman ad ferdast med teim. En tad er svo margt sem heillar vid Afríku svo ég er nokkud vis sum ad ég fari tangad. À hinn bóginn tá slepp ég vid áhyggjurnar af malaríu og AIDS ef ég fer til Sudur-Ameríku. Ef ég ákved ad fara til Afríku tá er erfitt ad ákveda hvort ég eigi ad fara til Úganda eda Tanzaníu og enn erfidara ad finna einhvern ad fara med. Ég er búin ad tala vid nokkra um ad ferdast med mér en vid erum ekkert búin ad ákveda. Tad er svo erfitt ad ákveda ad ferdast med einhverjum til Afríku í 6 mánudi sem madur tekkjir lítid sem ekkert! Ég veit samt allveg ad sama hvert ég ákved ad fara og med hverjum tá mun ég fá frábæra upplifun og reynslu…tad er bara svo erfitt ad taka ákvardanir.
Er einhver med einhverjar skodanir á tessu? Allar ábendingar eru vel teggnar;)

Jæja tetta er allt of langt hjá mér. Ég ætla ad fara ad liggja í leti enda lítid búin ad sofa sídustu vikuna og treytt eftir ferdalagid. Endilega látid í ykkur heyra…

PS: Ég var hálfsvekkt ádan tegar var útbýtt pósti ad ég fékk ekkert afmæliskort! En takk fyrir afmæliskvedjurnar Ívar, Lubba og Reynir, tad var gaman ad vita ad tid mundud eftir mér:)