Tóta

sunnudagur, september 05, 2010

Thad hefur margt á daga mína drifid undanfarid. Ég hef verid upptekin af ad venjast nýja lífi mínu hér í Bissau og koma verkefninu mínu vel í gang, og átt erfitt med ad taka mér tak og skrifa fréttir heim. En nú fékk ég skyndilega løngun til ad blogga.

Af mér er enn allt gott ad frétta. Lífid hér er ennthá spennandi og óútreiknanlegt. Verkefnid mitt er komid gott í gang. Thad var eiginlega búid ad ganga of vel, enda fór thad líka skyndilega adeins út af sporinu. En thad er allt ad leysast. Thad gengur betur og betur ad tala Kreol, og ég er farin ad venjast øllum pøddum, edlum, kakkaløkkum og ødrum kvikindum. Ég brenndi mig vid matargerd fyrir nokkrum vikum og endadi med høndina í fatla og thurfti ad prófa 3 mismunandi sýklalyf. Ég fékk enn meiri athygli en venjulega og nú er thad altalad ad ég kunni ekki ad elda (sem ég er annsi módgud yfir thví ég tel mig vera ágætis kokk!). Guineanar eru forvitnasta thjód sem ég veit. Eda forvitni er kannski ekki rétta ordid. Their fylgjast bara svo fáránlega mikid med øllu sem madur gerir og taka líka eftir øllu. Thad er pínu spúkí stundum hvad fólk veit mikid um hagi mína. Their eru líka mjøg uppteknir af thví ad madur sé hreinn og vel til fara, sem er mjøg undarlegt. Ég er alltaf ad lenda í tví ad ég heyri einhvern segja ”sjádu hvad hvíta stelpan er skítug á fótunum”, eda ad einhver byrji ad dusta bolinn minn tví tad sé moldarblettur eda hár á honum. HALLÒ thad er mold alls stadar, thad er vonlaust ad komast í gegnum heilan dag án thess ad verda skítugur, sérstaklega á rigningatímabilinu!! Thau eru bara svo svørt ad thad er audveldara ad fela thad. Eda okei, ég er kannski smá klaufsk.

Ég er allt í einu ordin ein í kotinu. Sara vinkona mín fór skyndilega heim til Danmerkur sídasta midvikudag. Thad var erfitt ad kvedja. Thad er búid ad vera svo ædislegt ad deila thessari upplifun med henni. Gaman ad prófa ad búa saman, vakna og gera jóga saman, borda morgunmat saman, verda samferda í vinnuna, elda saman, dansa sama, hlæja saman af øllu thví undarlega sem vid upplifum, æji thetta voru yndislegir 2 mánudir. En henni leid thví midur ekki eins vel hér og mér, svo hún tók thá erfidu ákvørdun ad fara heim. Svo ég verd bara ad vera thakklát fyrir thad stutta ævintýri sem vid fengum, og nú einbeita mér ad halda mínu eigin ævintýri áfram. Thad er líka svo mikid af yndislegu fólki ad vinna med mér ad ég er jú alls ekki ein hérna.

Ég er smám saman ad finnast Bissau vera meira heimili mitt. Ég er farin ad rata betur og betur um hverfin og eins midbæinn. Ég er farin ad keyra meira sjálf í bæinn í hádegispásunni, tví ég er hætt í tungumálakennslunni. Thad hefur verid mjøg gott fyrir mig. Mér leid á tímabili eins og ég bara lifdi í lítilli boblu, en nú finnst mér ég betur vera ordinn hluti af samfélaginu, thó ég eigi aldrei eftir ad falla inn í. Ég er líka búin ad vingast vid verslunarfólkid sem býr hér í kring, á t.d. ákvedna ávaxtakonu sem veit hvernig bananar mér finnst bestir, sjoppugaur sem veit ad ég drekk alltaf bjór á føstudøgum og gefur mér alltaf tyggjó í kaupsauka.

Ég tók allgjøran lúksusdag, og frí frá afríku, í dag. Ég vard nefnilega fyrir ónotalegri upplifun í gær. Thad var rádist á mig og tvo vini mína thegar vid vorum ad bída eftir leigubíl eftir tónleika í gær. Mér hefur aldrei lidid óhull hérna, svo thetta kom mér svo ad óvørum. Svo hédan í frá verdum vid sjálf ad vera á bíl, eda alltaf ad hafa einhvern lókal med okkur. Ooohh ég var svo reid, ég vard miklu meira reid en hrædd. En svo í dag, tók ég mér pásu frá afríku og fólki. Byrjadi samt á tví ad fara og versla med hinum dønunum og vid fórum í eina bakaríid í bænum og fengum okkur gott kaffi og nýbakada croisant. Læsti svo øllum dyrum til ad vera í fridi, spiladi tónlistina í botn, lagadi til og reyndi ad gera adeins heimilislegra hjá mér. Bakadi svo bollur, og bjó mér til hafragraut í fyrsta skipti sídan ég yfirgaf danmørku. Vá hvad thad var sjúklega gott. Ég er vøn ad borda hafragraut á hverjum einasta degi heim, en hafragrjón hafa hvergi verid fáanleg sídustu mánudi. Èg fékk thess ad auki epli og rúsínur út á sem er heldur ekki audvelt ad finna. Svo thetta var líka í fyrsta skipti sem ég fékk epli sídan ég kom. Ég horfdi svo á tvær klassískar ástarvellur sem ég vissi ad enda vel, og bordadi súkkuladi og mangó. Ég saud mér svo vatn og fór í fótabad. Ég hef ekki badad mig í heitu vatni í tvo mánudi, svo gott ad finnst ég vera hrein. Ég setti svo punktinn yfir I-id med ad naglalagga á mér táneglurnar. Mér hefur ekki fundist ég vera svona mikil skvísa lengi ;) Ég spiladi líka á gítarinn minn í fyrsta skipti sídan ég brenndi mig. Nú tharf ég ad fara ad safna siggi á puttana aftur svo ég geti farid ad vera dugleg ad spila aftur.

Jæja, thad verdur sløkkt á rafmagninu eftir augnablik, svo ætli thad sé ekki best ad koma sér í rúmid.

Ég skal segja ykkur frá vinnunni minni næst!


Knús í bili

4 Ummæli:

  • Þann 05 september, 2010 13:03 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Vá hvað það er gaman að lesa um nýja lífið þitt. Mér finnst þú algjör hetja! Vonandi hefur þetta ekki verið alvarleg árás á ykkur, farðu varlega hvítingi!

    Kv, Lilja G

     
  • Þann 05 september, 2010 13:04 , Anonymous Laufey sagði...

    Gaman að fá að fylgjast með á blogginu þínu.
    Þetta er engin smá upplifun sem þú færð þarna! Reyndar myndi maður nú vilja sleppa við þá upplifun að ráðist sé á mann og maður rændur, en þú vinnur úr þeirri reynslu klára duglega frænka mín.
    Knús og kossar

     
  • Þann 05 september, 2010 17:05 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk elsku Þórný mín, þú ert alger hetja! Hrökk við þegar ég heyrði um árásina, en ég vona að hún hafi engar líkamlegar eða sálrænar afleiðingar í för með sér. Mér líður vel í Svíþjóð þó fyrsta vikan hafi verið ansi strembin vegna tölvumála og annars sem þarf að setja sig inn í.
    Pabbi

     
  • Þann 07 september, 2010 02:51 , Anonymous Bergþóra sagði...

    Hæ Þórný mín, alltaf svo gaman að fylgjast með þér. Þessi dagur hljómar alveg fullkominn og það er ótrúlegt hvað það getur gert manni gott að taka sér frí frá öllu nema sjálfum sér og því sem lætur manni líða vel og notalega. Þú ert hetja - hafðu það áfram gott.

    Ást og kossar
    Bergþóra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim