Nýja líf mitt er byrjað. Ég er flutt í glæsivilluna í Århus og er að byrja í háskólanum ekki á morgun heldur hinn. Ég er bara nokkuð sátt við sjálfa mig, lífið og tilveruna og bjartsýn á framhaldið...
Síðustu dagarnir í Køben voru samt ekki sérlega skemmtilegir. Það ringdi og rigndi og nýja, fína hjólinu mínu, sem ég hafði tekið ástfóstri við, var stolið meðan ég var í vinnunni. Ég varð svo leið, hringdi í mömmu og pabba grátandi (veit ekki allveg hvað ég bjóst við að þau gætu gert í stöðunni!!) og þurfti svo að bíða heillengi eftir strætó sem var fullur af pirrandi fyllibyttum! En ég átti sem betur fer líka góðar stundir. Gamla fólkið var svo krúttlegt og sagði svo sæta hluti við mig síðasta kvöldið í vinnunni, ég fór út að borða með Kristine vinkonu minni úr lýðháskólanum og ég fékk mér kveðjubjór með Loga, Jóni og Arnþóri.
Á mánudeginum komu svo mamma og pabbi. Það var svo notalegt að fá þau í heimsókn og geta sýnt þeim heimilið mitt í Køben. Við drukkum hvítvín og horfðum á bíómynd, röltum um miðbæinn og fórum út að borða. Eftir að hafa bókstaflega troðfullt fína stationbílinn sem við leigðum keyrðum við til Fjóns. Þar neyddumst við til þess að senda mömmu í lest til Århus svo við kæmum restinni af dótinu mínu, sem var í geymslu hjá Dorte, í bílinn!! Dorte hefur ekki mikið breyst og það var voða gaman að sjá sveitina hennar og hitta fjölskylduna.
Laufey og nýja íbúðin tóku á móti okkur með opnum örmum. Næstu dagar fóru svo í það að þeytast um bæinn í hinar ýmsu húsgagnaverslanir til að kaupa allt það mikilvægasta...og annað kannski ekki allveg jafn nauðsynlegt ;) Það var mjög gaman, en vááá hvað ég var búinn á því eftir vikuna! Við fórum þrisvar sinnum í IKEA, tvisvar í Jysk, tvisvar í Bilka, tvisvar í Shop it, tvisvar í Idé møbler og svo mætti lengi upp telja!! En ég skemmti mér mjög vel og það er að verða annsi heimilislegt hjá okkur.
Eftir að mamma og pabbi kvöddu og héldu heim á leið hef ég bara notið þess að vera í fríi og gera heimilislegt. Ég missti mig reyndar aðeins í Sex and the city. Það er skammarlegt að segja fra því en ég horfði á fyrstu 12 þættina í röð á einu kvöldi!! Ég var reyndar að prjóna á meðan svo það var enn auðveldara að gleyma sér í þessu. Svo missti ég mig líka í bakstri. Ég bakaði stanslaust í 5 klukkutíma svo allar þrjár skúffurnar í frystinum okkar eru stútfullar og ég kom samt ekki tveimur pokum fyrir! Svo nú eigum við fullt af skinkuhornum og bollum og ciabatta brauði til að hafa í nesti í skólann næsta árið!! Brauð er dýrt fyrir fátæka námsmenn...
Ég prófaði líka líkamsræktina sem er bókstaflega í garðinum okkar (hef ekki getað hreyft mig síðan vegna strengja!) og er að spá í að gerast meðlimur. Þrái að byrja að hreyfa mig aftur og komast í form og ekki skemmir nú fyrir að ég þurfi varla að labba meira en 10 skref til að komast þangað...kaldhæðnislegt að segja það en ég veit bara að ef það er stutt í ræktina þá verður yfirstíganlegra að drífa sig á staðinn. Ég er líka búin að hitta Olgu tvisvar eftir að ég kom. Það er svo gott að vita af henni hérna. Ég efast ekki um að við eigum eftir að ná að bralla ýmislegt skemmtilegt saman í vetur.
Svo er jú skólinn bara allveg að fara að byrja...ég er ekki búin að átta mig á því samt! Þetta er skrítið. Ég er bara búin að vera svo mikið að taka eitt skref í einu og einbeita mér að því að pæla ekkert of mikið í hlutunum og bara að reyna að njóta alls... að ég er einhvern veginn ekkert búin að fatta að ég sé að byrja í háskóla og hvað það eigi eftir að hafa í för með sér. En það er líka bara mjög fínt!! Það er tímasóun að vera að stressa sig núna...ég veit að það mun koma fyrr en seinna. En ég finn það samt hvað ég er feginn að komast í gang núna. Mér finnst ég nógu mikið komin úr formi sem námsmaður eftir eins árs frí! Ég var að komast að því að ég er eini Íslendingurinn á 1.árinu sem ég er pínu svekkt yfir. Það hefði verið gott að hafa einn sem maður getur spjallað við á íslensku, sérstaklega svona til að byrja með þegar maður skilur ekki neitt!! En ég hef samt Leu til að halda í höndina á mér. Hún ætlar einmitt að gista hjá mér á morgun svo við förum samferða fyrsta skóladaginn☺ Bólivíugellurnar mínar eru nefnilega að koma í hádegismat til mín á morgun. Ég hef ekki séð Kirstine og Marie síðan við Lea yfirgáfum frumskóginn. Þær fóru aftur til Sucre eftir ferðalagið sitt og heimsóttu fjölskylduna mína. Mamman mín fór að gráta þegar hún fór að tala um mig því hún saknaði mín svo mikið (ég fór auðvitað sjáf að gráta þegar þær sögðu mér frá því). Þær tóku myndir af fjölskyldunni fyrir mig svo ég er mjög spennt að sjá hvort krakkarnir hafi ekki stækkað.
Netið er ekki komið svo það er ástæðan fyrir því að ég hef ekkert verið að hafa samband við fólk eða blogga. Svo verð ég víst á fullu núna næstu daga því það er kynningarvika í skólanum og fullt af veislu. En ég ætla nú samt að reyna að skella einhverju hérna inn annað slagið...ég veit allaveganna að það eru nokkrum sem finnst gaman að vita hvað ég er að brasa ;)
Kys og kram
Síðustu dagarnir í Køben voru samt ekki sérlega skemmtilegir. Það ringdi og rigndi og nýja, fína hjólinu mínu, sem ég hafði tekið ástfóstri við, var stolið meðan ég var í vinnunni. Ég varð svo leið, hringdi í mömmu og pabba grátandi (veit ekki allveg hvað ég bjóst við að þau gætu gert í stöðunni!!) og þurfti svo að bíða heillengi eftir strætó sem var fullur af pirrandi fyllibyttum! En ég átti sem betur fer líka góðar stundir. Gamla fólkið var svo krúttlegt og sagði svo sæta hluti við mig síðasta kvöldið í vinnunni, ég fór út að borða með Kristine vinkonu minni úr lýðháskólanum og ég fékk mér kveðjubjór með Loga, Jóni og Arnþóri.
Á mánudeginum komu svo mamma og pabbi. Það var svo notalegt að fá þau í heimsókn og geta sýnt þeim heimilið mitt í Køben. Við drukkum hvítvín og horfðum á bíómynd, röltum um miðbæinn og fórum út að borða. Eftir að hafa bókstaflega troðfullt fína stationbílinn sem við leigðum keyrðum við til Fjóns. Þar neyddumst við til þess að senda mömmu í lest til Århus svo við kæmum restinni af dótinu mínu, sem var í geymslu hjá Dorte, í bílinn!! Dorte hefur ekki mikið breyst og það var voða gaman að sjá sveitina hennar og hitta fjölskylduna.
Laufey og nýja íbúðin tóku á móti okkur með opnum örmum. Næstu dagar fóru svo í það að þeytast um bæinn í hinar ýmsu húsgagnaverslanir til að kaupa allt það mikilvægasta...og annað kannski ekki allveg jafn nauðsynlegt ;) Það var mjög gaman, en vááá hvað ég var búinn á því eftir vikuna! Við fórum þrisvar sinnum í IKEA, tvisvar í Jysk, tvisvar í Bilka, tvisvar í Shop it, tvisvar í Idé møbler og svo mætti lengi upp telja!! En ég skemmti mér mjög vel og það er að verða annsi heimilislegt hjá okkur.
Eftir að mamma og pabbi kvöddu og héldu heim á leið hef ég bara notið þess að vera í fríi og gera heimilislegt. Ég missti mig reyndar aðeins í Sex and the city. Það er skammarlegt að segja fra því en ég horfði á fyrstu 12 þættina í röð á einu kvöldi!! Ég var reyndar að prjóna á meðan svo það var enn auðveldara að gleyma sér í þessu. Svo missti ég mig líka í bakstri. Ég bakaði stanslaust í 5 klukkutíma svo allar þrjár skúffurnar í frystinum okkar eru stútfullar og ég kom samt ekki tveimur pokum fyrir! Svo nú eigum við fullt af skinkuhornum og bollum og ciabatta brauði til að hafa í nesti í skólann næsta árið!! Brauð er dýrt fyrir fátæka námsmenn...
Ég prófaði líka líkamsræktina sem er bókstaflega í garðinum okkar (hef ekki getað hreyft mig síðan vegna strengja!) og er að spá í að gerast meðlimur. Þrái að byrja að hreyfa mig aftur og komast í form og ekki skemmir nú fyrir að ég þurfi varla að labba meira en 10 skref til að komast þangað...kaldhæðnislegt að segja það en ég veit bara að ef það er stutt í ræktina þá verður yfirstíganlegra að drífa sig á staðinn. Ég er líka búin að hitta Olgu tvisvar eftir að ég kom. Það er svo gott að vita af henni hérna. Ég efast ekki um að við eigum eftir að ná að bralla ýmislegt skemmtilegt saman í vetur.
Svo er jú skólinn bara allveg að fara að byrja...ég er ekki búin að átta mig á því samt! Þetta er skrítið. Ég er bara búin að vera svo mikið að taka eitt skref í einu og einbeita mér að því að pæla ekkert of mikið í hlutunum og bara að reyna að njóta alls... að ég er einhvern veginn ekkert búin að fatta að ég sé að byrja í háskóla og hvað það eigi eftir að hafa í för með sér. En það er líka bara mjög fínt!! Það er tímasóun að vera að stressa sig núna...ég veit að það mun koma fyrr en seinna. En ég finn það samt hvað ég er feginn að komast í gang núna. Mér finnst ég nógu mikið komin úr formi sem námsmaður eftir eins árs frí! Ég var að komast að því að ég er eini Íslendingurinn á 1.árinu sem ég er pínu svekkt yfir. Það hefði verið gott að hafa einn sem maður getur spjallað við á íslensku, sérstaklega svona til að byrja með þegar maður skilur ekki neitt!! En ég hef samt Leu til að halda í höndina á mér. Hún ætlar einmitt að gista hjá mér á morgun svo við förum samferða fyrsta skóladaginn☺ Bólivíugellurnar mínar eru nefnilega að koma í hádegismat til mín á morgun. Ég hef ekki séð Kirstine og Marie síðan við Lea yfirgáfum frumskóginn. Þær fóru aftur til Sucre eftir ferðalagið sitt og heimsóttu fjölskylduna mína. Mamman mín fór að gráta þegar hún fór að tala um mig því hún saknaði mín svo mikið (ég fór auðvitað sjáf að gráta þegar þær sögðu mér frá því). Þær tóku myndir af fjölskyldunni fyrir mig svo ég er mjög spennt að sjá hvort krakkarnir hafi ekki stækkað.
Netið er ekki komið svo það er ástæðan fyrir því að ég hef ekkert verið að hafa samband við fólk eða blogga. Svo verð ég víst á fullu núna næstu daga því það er kynningarvika í skólanum og fullt af veislu. En ég ætla nú samt að reyna að skella einhverju hérna inn annað slagið...ég veit allaveganna að það eru nokkrum sem finnst gaman að vita hvað ég er að brasa ;)
Kys og kram
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim