Goðar frettir...
Eitthvað er lukkan að færast mér í hag...
Ég var að fá inngöngu í læknisfræði í háskólanum í Århus!!!
Ég var bara að sjá þetta á netinu núna þegar ég var að koma heim af djamminu! Vááá ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er svo orðlaus! Ég er svo hissa og veit ekki hvernig ég á að haga mér.
Ég er búin að sitja stjörf fyrir framan tölvuskjáinn og lesa sömu setninguna aftur og aftur..."Du har fået tilbudt et studieplads på medicinstudiet"...þegar heilinn á mér var búinn að meðtaka þetta fór ég að senda sms til allra sem ég var búin að lofa að láta vita. Svo hringdi ég í Leu (hún hafði hringt í mig nokkrum tímum áður til að segja að þetta væri komið á netið og að hún hefði komist inn í Århus...Ég fór beint á netið heima hjá Jóhönnu þar sem ég var í teiti en ég var svo stressuð að ég gat ómögulega munað passwordið!!) og við grétum bara báðar af gleði og vorum svo orðlausar og ringlaðar klukkan 5 að nóttu og hvorug okkar gat sofið! Ég lét mömmu og pabba fyrst vita...ég sagði eiginlega ekkert í símann því ég var svo stjörf!
Vá ég er virkilega ekki að átta mig á þessu. Ég er semsagt að flytja enn einu sinni! Ég er að flytja til Århus eftir tæpan mánuð...TÆPAN MÁNUÐ!!
Ég er í spenufalli...sjokki....gleðikasti....vá ég var að hoppa í rúminu...shit ég veit ekki hvernig ég á að haga mér...Mig langar að valhoppa...mig langar ad dansa...af herju er enginn hérna til að fagna með mér
Ég ætla að fara til Århus á morgun...vá hvað verður skrítið að koma þangað og vita að það er að fara að vera heimilið mitt!!
En rosalega verður gott að búa á sama stað og Lubba systir...núna er bara að krossleggja fingur og vona að elskuleg Maggan mín komist inn í arkitektúr í Århus...þá verð ég skyndilega hamingjusamasta manneskja í heimi....
Vá hvað lífið getur tekið stakkaskiptum á stuttum tíma
Ég er ekki að ná þessu!!
Ég held að ég skrifi seinna þegar ég er aðeins búin að melta þetta og fá smá svefn...klukan er að verða 7
En yndislegt að ég hef fengið tækifæri til þess að fara í námið sem mig hefur dreymt um í svo langan tíma...vááá þetta verður samt erfitt
En ég er glöð...já svei mér þá ég er virkilega glöð:)
Ég var að fá inngöngu í læknisfræði í háskólanum í Århus!!!
Ég var bara að sjá þetta á netinu núna þegar ég var að koma heim af djamminu! Vááá ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er svo orðlaus! Ég er svo hissa og veit ekki hvernig ég á að haga mér.
Ég er búin að sitja stjörf fyrir framan tölvuskjáinn og lesa sömu setninguna aftur og aftur..."Du har fået tilbudt et studieplads på medicinstudiet"...þegar heilinn á mér var búinn að meðtaka þetta fór ég að senda sms til allra sem ég var búin að lofa að láta vita. Svo hringdi ég í Leu (hún hafði hringt í mig nokkrum tímum áður til að segja að þetta væri komið á netið og að hún hefði komist inn í Århus...Ég fór beint á netið heima hjá Jóhönnu þar sem ég var í teiti en ég var svo stressuð að ég gat ómögulega munað passwordið!!) og við grétum bara báðar af gleði og vorum svo orðlausar og ringlaðar klukkan 5 að nóttu og hvorug okkar gat sofið! Ég lét mömmu og pabba fyrst vita...ég sagði eiginlega ekkert í símann því ég var svo stjörf!
Vá ég er virkilega ekki að átta mig á þessu. Ég er semsagt að flytja enn einu sinni! Ég er að flytja til Århus eftir tæpan mánuð...TÆPAN MÁNUÐ!!
Ég er í spenufalli...sjokki....gleðikasti....vá ég var að hoppa í rúminu...shit ég veit ekki hvernig ég á að haga mér...Mig langar að valhoppa...mig langar ad dansa...af herju er enginn hérna til að fagna með mér
Ég ætla að fara til Århus á morgun...vá hvað verður skrítið að koma þangað og vita að það er að fara að vera heimilið mitt!!
En rosalega verður gott að búa á sama stað og Lubba systir...núna er bara að krossleggja fingur og vona að elskuleg Maggan mín komist inn í arkitektúr í Århus...þá verð ég skyndilega hamingjusamasta manneskja í heimi....
Vá hvað lífið getur tekið stakkaskiptum á stuttum tíma
Ég er ekki að ná þessu!!
Ég held að ég skrifi seinna þegar ég er aðeins búin að melta þetta og fá smá svefn...klukan er að verða 7
En yndislegt að ég hef fengið tækifæri til þess að fara í námið sem mig hefur dreymt um í svo langan tíma...vááá þetta verður samt erfitt
En ég er glöð...já svei mér þá ég er virkilega glöð:)

8 Ummæli:
Þann 28 júlí, 2007 19:45 ,
Nafnlaus sagði...
Vei vei vei! Til hamingju elsku Þórný mín. Ég er svo stolt af þér litla gellan mín. Og svo ánægð að lesa þetta blogg beint á eftir því eldra því þegar ég las það þá fór ég næstum því að gráta. Hafði soldrar áhyggjur af þér. Vonandi hefuru það gott Þórný mín og ég skrifa þér meil um leið og ég er hætt á þessu ógeðins hóteli og hef tíma í að gera eitthvað annað en sofa og borða.
Þann 29 júlí, 2007 18:06 ,
Nafnlaus sagði...
Vá hvað var gaman að lesa þetta! Þó ég sé nú búin að heyra gleðifréttirnar.. Enn og aftur til hamingju dúllan mín. Þetta verður æðislegt fyrir þig. Mig dauðlangar að koma til ykkar.
Knús í klessu
Stærstasta
Þann 29 júlí, 2007 21:32 ,
Laufey sagði...
Æðislegt þetta síðasta blogg.. það er fyndið að skrifa komment hjá þér þegar þú situr við hliðina á mér, en ég verð að segja opinberlega : Til hamingju krúttið mitt... það verður gaman hjá okkur.. í vetur! Loksins búum við aftur í sama bæ!
Knús í klessu,
Den mellemste
Þann 30 júlí, 2007 14:36 ,
Nafnlaus sagði...
Til hamingju elsku frænka!
Þá hitti ég kannski 2 frænkur í haust í AArhus. Ég er að fara þangað á ráðstefnu 12. sept.
Hafðu það gott krúttið mitt.
Lubba frænka
Þann 30 júlí, 2007 18:03 ,
Nafnlaus sagði...
Til hamingju elsku Þórný mín! Þetta eru svo frábærar fréttir.. og ég veit að þú munt standa þig ótrúlega vel enda þekki ég ekki duglegri manneskju en þig.
Hamingjuóskir og bestu kveðjur frá Emma líka!
Þann 31 júlí, 2007 13:27 ,
Tóta sagði...
Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar. Knús til ykkar allra:)
Þann 02 ágúst, 2007 01:34 ,
kristin sagði...
Dúlla - ég svaraði bréfinu þínu. Ottó biður ótrúlega vel að heilsa þér og ég átti að skila hamingjuóskum :) Ég lét Bjartmar lofa að knúsa þig þegarhann hittir þig, láttu hann standa við það! :*
Þann 03 ágúst, 2007 10:52 ,
Tóta sagði...
Takk fyrir bréfið Kristín...það var æðislegt að fá það. Ég er svei mér þá að hugsa um að svara þí bara núna. Bjartmar knúsaði mig vel og vandlega í gær en gleymdi nú að segja mér að það væri fra þér! Skilaðu rosalega góðum kveðjum til Ottós á sjóinn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim