Tóta

mánudagur, september 03, 2007

Haskolanemi og fyllibytta

Síðustu dagar hafa nú aldeilis verið viðburðaríkir. Það var svo skrítið að mæta í háskólann fyrsta daginn, ég gat ekki hætt að brosa og hlæja. Mér fannst eitthvað svo súrealískt að ég væri að byrja í háskóla, og það hér!! En þetta var allt rosagaman. danir eru eitthvað svo pædagogiskir að þetta byrjar allt hægt og rólega og allt er planað voða vel og stöðug skemmtidagskrá.
Á fimmtudeginum mættum við þar sem ið gengum í gegnum göng af hrópandi læknanemum upp á klædd sem læknar (mynnti á busavígsluna í MA). Það voru svo tutorarnir okkar sem eru læknanemar sem eiga að vera okkur innan handar. Svo tók við dagskrá þar sem við vorum boðin velkomin af hinum og þessum og fengum ýmsar upplýsingar um allt sem viðkemur skólanum og læknisfræðináminu.
Svo var veisla sem byrjaði klukkan 3 um daginn og var strax byrjað að drekka og dansa og svo var sungið dansað upp á borðum og ég veit ekki hvað og hvað. Læknadeildin er víst þekkt fyrir félagslífið og bestu fredagsbarina...
Föstudagsmorgunin var svo mestanpart kynning á félagslífinu í læknisfæðideildinni. Það eru allskonar félög sem maður getur verið með í, t.d. leikfélag, partýfélag, íþróttafélag, nemendaráðið, skólablað læknafélagsins og svo mætti lengi upp telja. allt var þetta kynnt á mjög svo kreatífan hátt, með söng, dansi, videói og þess háttar. Ég var svo hissa á því hvað allt var eitthvað á hressu nótunum og óformlegt. Það kom líka háskólaprestur sem talaði um allt stressið og álagið sem við ættum að vara okkur á, að margir verði nú þunglyndir í þessu námi og einmana og svo framvegis. Svo það eru sálfræðingar og geðlæknar og prestar sem maður getur leitað til!!
Ég fór svo í hyttetur þar sem var drukkið og drukkið og dansað og farið í hina ýmsu leiki til að hrissta fólkið saman. Mest gekk það út á að fólk kynntist innbyrðis í bekkjunum og fá góðan bekkjaranda. Mér lýst bara ágætlega á bekkinn minn og við skemmtum okkur vel saman. Þessi helgi var samt ekki eintóm skemmtun. Hún tók á andlega því það er erfitt að vera súper félagslyndur allan sólarhringinn með fólki sem maður þekkir nánast ekkert. Og svo er líka bara erfitt að vera útlendingur því þó ég geti allveg spjallað við fólk á dönsku án vandræða þá er maður samt svo út úr því ég skil ekki allt. Til dæmis þá er oft sem allir fara skyndilega að hlæja og ég skil ekkert hvað er fyndið!! Það er pirrandi...

En mér lýst voða vel á þetta allt. Mig langar svo að segja ykkur betur frá þessu öllu. Það er svo margt búið að vera að gerast hjá mér sem mig langar að deila með ykkur! En ég er bara svo búin á því að ég verð að fara í rúmið...

2 Ummæli:

  • Þann 04 september, 2007 23:10 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þetta hljómar allt svo frábærlega skemmtilegt! Er ótrúlega glöð að þetta fór allt svona vel hjá þér :)
    Mínar bestu kveðjur héðan úr sveitinni!

     
  • Þann 05 september, 2007 13:48 , Blogger Laufey sagði...

    Vá..ég er búin ad missa af bloggdugnadinum í thér! Skemmtilegt ad lesa. Sjáumst í kvøld;-)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim