Århus...jeg kommer snart :)
Þá er að koma að því...eftir 3 daga flyt ég til Århus. Nýja fína heimilið bíður mín ásamt minni yndisfögru systur og Björgu. Þær fengu lyklana í gær svo þær eru fluttar inn. Ég var mjög bitur yfir því að vera í vinnunni og geta ekki verið með þeim í þessu öllu. En þær lofuðu að halda ekkert upp á þetta fyrr en ég kæmi :) Svo núna er bara að bíða aðeins lengur og hlakka til.
Ég á bara tvær vaktir eftir, svo þetta er allt að bresta á. Svo koma elskulega foreldrar mínir í heimsókn á mánudaginn. Það verður ydislegt að fá þau í heimsókn. Við ætlum að hafa það huggulegt í Køben í einn dag og svo ætlum við að leigja bíl til að koma öllu dótinu mínu til Århus. Við ætlum að fara í heimsókn í sveitina til Dorte ( herbergisfélagi minn á lýðháskólanum) á Fjóni á leiðinni. Hún geymdi dót fyrir mig eftir lýðháskólann sem ég ætla að sækja. Svo ætla þau að hjálpa okkur systrum við að þeytast um bæinn og kaupa í búið. Það verður svo gaman hjá okkur. Við Laufey erum að fara yfir um af spenningi!! Það verður svo kósý hjá okkur. Ég hef ekki tekið eina einustu mynd síðan ég kom til Danmerkur en ég lofa að setja inn fullt af myndum af nýja heimilinu mínu ☺ vííííí
Annars er það að frétta að ég skellti mér heim til Akureyrar í góða, en alltof stutta óvænta heimsókn til Akureyrar. Bara fjölskyldan vissi af komu minni. Það var svo gaman að sjá svipin á öllum þegar ég birtist...Siggu Ástu svipur var bestur ;) Það var eiginlega alltof notalegt að koma heim. Ég fylltist allgjörri fortíðarþrá...langaði alltí einu bara að fara til baka í tímann og festast þar, sem var ekki nógu gott því ég var búinn að vera lengi að finna tilhlökkunina fyrir framtíðinni. Skyndilega þá langaði mig bara að búa aftur hjá mömmu og pabba í áhyggjuleysinu, fara í sund, leigja spólu og borða yfir mig af nammi, hafa það huggulegt með æskuástinni og fara á fyllerí með vinkonunum...bara allt þetta gamla og góða sem maður tók sem sjálfsögðum hlut og fannst ekkert merkilegt þá. Svo mér fannst erfitt að fara til baka og var leið fyrstu dagana eftir að ég kom út...en núna er tilhlökkunin komin aftur :) En allir sem ég sá heima á Akureyri, takk fyrir yndislega daga, og þið hin, leiðinlegt að eg hafi ekki hitt ykkur!!
Ég var að tala við Leu vinkonu og hún hafði verið að fá bréf frá hákólanum með dagskrána fyrstu vikuna...mín bíður annsi mikið fyllerí get ég sagt ykkur!!! Váááá hvað verður örugglega gaman. Ég hélt að alvaran myndi bara byrja frá fyrsta degi en nei nei, það er byrjað á naflaleikjum og fylleríi. Danir eru náttúrulega bara ótrúlegir. Svo verður farið í tveggja daga ”hyttetur” þar sem á að hrista fólki saman. Það er galakvöld og bjórkvöld og ég veit eki hvað og hvað. En samt eru fyrirlestrar líka frá því snemma á morgnana líka...þetta verður áhugavert. Ég er nú samt komin með gott áfengisúthald eftir Bólivíuferðina og þetta sumar svo þetta blessast nú allt saman. Mér finsnt svo gaman að það sé mikið lagt upp úr að fyrstu dagarnir verði ”félagslegir” því þá verð ég fljót að kynnast fólki. Það verður líka spennandi að sjá hvort það verði margir fleiri Íslendingar á fyrsta ári.
En jæja, ég þarf að hengja upp þvott og svo ætla ég að kíkja í bæinn áður en ég fer í vinnuna...
Næsta færsla verður líklega skrifuð frá nýju íbúðinni minni á Århus...vúúúhhúúú
Ég á bara tvær vaktir eftir, svo þetta er allt að bresta á. Svo koma elskulega foreldrar mínir í heimsókn á mánudaginn. Það verður ydislegt að fá þau í heimsókn. Við ætlum að hafa það huggulegt í Køben í einn dag og svo ætlum við að leigja bíl til að koma öllu dótinu mínu til Århus. Við ætlum að fara í heimsókn í sveitina til Dorte ( herbergisfélagi minn á lýðháskólanum) á Fjóni á leiðinni. Hún geymdi dót fyrir mig eftir lýðháskólann sem ég ætla að sækja. Svo ætla þau að hjálpa okkur systrum við að þeytast um bæinn og kaupa í búið. Það verður svo gaman hjá okkur. Við Laufey erum að fara yfir um af spenningi!! Það verður svo kósý hjá okkur. Ég hef ekki tekið eina einustu mynd síðan ég kom til Danmerkur en ég lofa að setja inn fullt af myndum af nýja heimilinu mínu ☺ vííííí
Annars er það að frétta að ég skellti mér heim til Akureyrar í góða, en alltof stutta óvænta heimsókn til Akureyrar. Bara fjölskyldan vissi af komu minni. Það var svo gaman að sjá svipin á öllum þegar ég birtist...Siggu Ástu svipur var bestur ;) Það var eiginlega alltof notalegt að koma heim. Ég fylltist allgjörri fortíðarþrá...langaði alltí einu bara að fara til baka í tímann og festast þar, sem var ekki nógu gott því ég var búinn að vera lengi að finna tilhlökkunina fyrir framtíðinni. Skyndilega þá langaði mig bara að búa aftur hjá mömmu og pabba í áhyggjuleysinu, fara í sund, leigja spólu og borða yfir mig af nammi, hafa það huggulegt með æskuástinni og fara á fyllerí með vinkonunum...bara allt þetta gamla og góða sem maður tók sem sjálfsögðum hlut og fannst ekkert merkilegt þá. Svo mér fannst erfitt að fara til baka og var leið fyrstu dagana eftir að ég kom út...en núna er tilhlökkunin komin aftur :) En allir sem ég sá heima á Akureyri, takk fyrir yndislega daga, og þið hin, leiðinlegt að eg hafi ekki hitt ykkur!!
Ég var að tala við Leu vinkonu og hún hafði verið að fá bréf frá hákólanum með dagskrána fyrstu vikuna...mín bíður annsi mikið fyllerí get ég sagt ykkur!!! Váááá hvað verður örugglega gaman. Ég hélt að alvaran myndi bara byrja frá fyrsta degi en nei nei, það er byrjað á naflaleikjum og fylleríi. Danir eru náttúrulega bara ótrúlegir. Svo verður farið í tveggja daga ”hyttetur” þar sem á að hrista fólki saman. Það er galakvöld og bjórkvöld og ég veit eki hvað og hvað. En samt eru fyrirlestrar líka frá því snemma á morgnana líka...þetta verður áhugavert. Ég er nú samt komin með gott áfengisúthald eftir Bólivíuferðina og þetta sumar svo þetta blessast nú allt saman. Mér finsnt svo gaman að það sé mikið lagt upp úr að fyrstu dagarnir verði ”félagslegir” því þá verð ég fljót að kynnast fólki. Það verður líka spennandi að sjá hvort það verði margir fleiri Íslendingar á fyrsta ári.
En jæja, ég þarf að hengja upp þvott og svo ætla ég að kíkja í bæinn áður en ég fer í vinnuna...
Næsta færsla verður líklega skrifuð frá nýju íbúðinni minni á Århus...vúúúhhúúú
4 Ummæli:
Þann 19 ágúst, 2007 14:08 ,
Nafnlaus sagði...
Sæl Þórný og takk fyrir kommentið. Það lítur út fyrir að það séu spennandi tímar framundan hjá þér.. :) En endilega komdu með ferðapunkta fyrir Bolivíu, það yrði frábært..
Kv.
Kristín
Þann 19 ágúst, 2007 19:35 ,
Nafnlaus sagði...
Hæ ást!
Enn hvað það er gaman að lesa gleðiblogg hjá þér :-)
Ertu semsagt að fara að búa í íbúðinni sem þið voruð búnar að finna þegar þú varst hér?
Ég hlakka ekkert smá til að koma í heimsókn til þín á afmælinu þínu
Stórt knús
Sigríður
Þann 29 ágúst, 2007 14:14 ,
Nafnlaus sagði...
Hehe jebbs ég var ansi hissa að sjá þig. Ég er að fara til Krítar á laugardaginn og verð í tvær vikur en þegar ég kem heim fæ ég vonandi netið og þá get ég sent þér póst:) Hafðu það gott Þórný mín og ég bið nú að heilsa familyunni þinni:)
Þann 31 ágúst, 2007 18:38 ,
Nafnlaus sagði...
Savner dig... Hitti mömmu þína á menningar"nótt" í Reykjavík, hún er svo sæt.
Gangi þér vel!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim