Tóta

föstudagur, ágúst 03, 2007

Það hafa aldrei skipst svona mikið á skin og skúrir í mínu lífi eins og síðustu vikurnar. Eins og hægt er að lesa á síðustu tveim færslum. Ég las þær sjálf í gegn núna áðan og ég gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér!

En þetta er nú allt á réttri leið. Ég verð spenntari og spenntari yfir því að flytja og byrja í háskólanum en reyndar líkara stressaðari og stressaðari! Þetta er nú annsi stórt skref svo það er nú kannski ekki skrítið. Sérstaklea því það styttist óðum og ég hef ekki fundið húsnæði og á ekki rúm eða borð eða stól eða neitt! En það reddast nú allt

Ég hef gert fátt annað síðan um helgina en að vinna og vera í húsnæðisleit. Úfff hvað þessi leigumarkaður hefur mikið stress og leiðindi í för með sér. Ég er búin að skrá mig á síðu á netinu þar sem ég fæ mail fullt af nýjum íbúðum og herbergjum sem koma á markaðinn og ég get leitað sjálf líka. Svo ég hef setið fyrir framan tölvuna frá því ég vakna á morgnana og þangað til ég fer í vinnuna, í matarpásunni í vinnunni og þegar ég kem heim á kvöldin. Maður þarf nefnilega að hafa hraðann á því íbúðirnar eru oft leigðar út innan örfárra tíma efir þær birtast á netinu!! Það eru oft 100 áhugasamir sem hafa samband sama dag og íbúðin er sett á markaðinn...þetta er hreinlega geggjun. Við Laufey skoðuðum eina um helgina sem var sjúklega flott en líka mjög dýr, svo við erm að vonast til að finna einhverja aðra. Við bindum miklar vonir við tvær, eina sem Laufe ætlar að skoða í köld og aðra á morgun. Ég ætla semsagt að leigja með Lubbu systur og Björgu vinkonu hennar. Ég held að það geti bara orðið voða huggulegt.

En já ég skellti mér til Århus um síðustu helgi. Það var mjög gott að fá aðeins að hitta Lubbu. Við bjuggum hjá Selmu og Krissa sem var mjög notalegt. Þau eru svo sæt. Ég hitti Olgu á kaffihúsi sem var mjög gaman. Hún verður í Århus í vetur og sagðist ætla að ofsækja mig, svo það er frábært! Ég veit líka að Kristine vinkona mín úr lýðháskólanum komst inní listasögu í Århus og Kirstine í hjúkrun svo ég þekki nú fleiri en ég hélt. Ég áttaði mig samt á því þegar ég fór til Århus hvað ég mun sakna Kaupmannahafnar mikið. Ég mun fara héðan með sorg í hjarta. Ég virklilega elska þessa borg og finnst ég eiga heima hér. Og ég mun sakna hennar enn meira þegar ég veit af Möggu minni hér...en ég fæ vonandi tíma til að koma í heimsókn annað slagið. Ég fæ örugglega tækifæri til að búa hérna aftur einhvern tímann í framtíðinni. Það er aldrei að vita. Ég veit líka að Århus er fín borg og allir tala svo vel um að búa þar. Hún er mikil háskólaborg svo ég veit að um leið og ég verð búin að kynnast fólki og svona, þá á ég án efa eftir að líka vel.

Ég fór út að borða og á kaffihús með nokkrum krökkum úr lýðháskólanum um daginn. Það var svo gaman að sjá þau eftir allan þennan tíma. Margt sem hefur breyst í lífi okkar allra og margt að tala um. Ég fór líka út að borða með Arnþóri sem var voða gaman. Í gær leit sólin aðeins sjá sig svo Bjartmar bauð mér út að borða á Nyhavn. Það var voða huggulegt og við spjölluðum og spjölluðum. Svo fengum við okkur ís og skoðuðum mannlífið. Ég keypti mér líka loksins hjól í gær! Það er notað en í góðu standi og voða fínt finnst mér. Ég þyrfti eiginlega að fara að grafa upp myndavélina og skella inn nokkrum myndum fljótlega.

Það var erfitt að segja öllum í vinnunni að ég væri að hætta. Það voru allir mjög svekktir en samglöddust auðvitað yfir því að ég hefði komist í háskólann. Gamla fólkið var svo krúttlegt þegar ég sagði þeim að ég hefði komist inn, þessar elskur. Æji hvað ég mun nú sakna þeirra.
Ég ætla að láta þetta nægja í bili. Ég þarf að fara að versla og svo ætla ég aðeins að spóka mig á nýja hjólinu áður en ég fer í vinnuna:) Næsta blogg verður sögur af gamla fólkinu;)

Knús til allra

3 Ummæli:

  • Þann 03 ágúst, 2007 23:49 , Blogger Laufey sagði...

    Thad verdur gaman hjá okkur hér í aarhus.. og vid munum finna eitthvad huggulegt húsnædi!! Heyrumst á morgun elskan mín

     
  • Þann 04 ágúst, 2007 21:48 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    til hamingju með lífið :)

     
  • Þann 17 ágúst, 2007 00:56 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Langaði að óska þér til hamingju að vera komin inn í skólann. Ég nýt þess í botn að vera að gera það sem ég vil og þrái og ég veit að það sama verður um þig. Hlakka til að geta borið saman háskólann á Íslandi og í Danmörku ;) Datt nú bara hérna inn eftir að hafa mikið vafrað á netinu og fannst voða gaman að geta lesið um hvað þú ert að gera. Gangi þér sem allra best.
    Kveðja Dagrún

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim