Tóta

sunnudagur, september 14, 2008

dansandi

jæja, statusinn er að klukkan er hálf sex á sunnudagsmorgni og ég er að sjóða mér maískólfa...já ég veit að ég er allveg eðlileg!!

Lífið er svo rosalega ljúft og ég á í óða önn með að njóta þess.

frakkland var fegurð gleði og hlátur...ég slappaði af, naut lífsins, strandarinnar og alls sem frakkland hafði upp á borða. Ég endaði ferðina með stæl, þar sem ég dansaði eins og brjálæðingur með forledrum mínum og öðrum 50 ára og eldri + gaur á mínm aldri í grænni skyrtu og hvítum buxum sem hefur unnið verðlaun í danskeppnum...vínsmökkunarferðin stóð samt upp úr.

skólinn er ca númer 7 á forgangslistanum minum þessa dagana og það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hversu ljúft það er.

Fór á svo kúl tónleika um daginn. Elektrónisk mjög flott tónlist og aðal gaurinn í bandinu var hálf handalaus. Öðru megin var hann með handlegg án olnboga og hinu meginn náði handleggurinn rétt niður fyrir olnboga en hann hafði enga hendi, bara svona kúlu með pínulitlum putta. Og samt spilaði hann á hljómborðið, stjórnaði tölvunni og spilaði á synthesizerann.

Ég er byrjuð í vetrarbaðssundklúbbnum mínum. Vá hvað það er hressandi. Að stinga sér í ískalda vatnið, synda smá, fara svo í gufu, og stinga sér svo aftur o.s.frv.

Og það er frábært að vera byrjuð aftur í dansinum, ég hafði mj0g saknað þess

ég er líka a' byrja aftur í jóga a þriðjudagsmorguninn kl 7...hressandi

Ég hélt fyrsta matarklúbbin í vikunni. Maturinn heppnaaðist vel og við höfðum það svo kósý

Ég fór á danmarks største fredagsbar með dagnýju í gær. Það var rosa stuð. Allgjör hróarskeldu stemmning og mikið fjör. Mikið dansað og mikið drukkið. ég fékk aldeilis að finna á því þegar ég vaknaði. dagný þurfti að sofa á lestarstöðinni út af mér.

Hörku tvöfalt afmælispartí í kvöld. Mikið dansað og mikið hyggað. Fór svo og dansaði áfram með Tobias í bænum og hitti þar slatta af íslenskum fótboltagaurum.

Það var sól í dag svo ég fór á kaffihús og á loppumarkað þar sem ég keypti mér skvísukjól á 50 kall

Ég ætlaði að vera svo dugleg að læra í dag til að vinna upp eitthvað að því sem ég hef misst af en ég opnaði ekki bók og er stolt af því.

Kisan mín er lasin og ég get ekki knúsað hana. Sendið henni baráttu kveðjur.

á morgun ætlum við nýju þristarnir að officialli starta sambúðinni!

Ég enda þetta á frakklandsmyndum tveim:

2 Ummæli:

  • Þann 14 september, 2008 18:46 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    þú ert svo sæt!

    ég vissi ekki að þú ættir kisu, en ég sendi henni strauma.

    svo fannst mér bara nokkuð huggulegt að lúra á lestarstöðinni! :) fyrir utan það að verðirnir voru alltaf að pota í mig og vekja mig. botna ekkert af hverju!
    hlakka til að hitta þig næææst.
    koss.

     
  • Þann 19 september, 2008 18:47 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Neivá, ég vissi ekki að þetta blogg væri virkt! Það liggur við að maður fái sér hvítvínsglas og lesi færslurnar í rólegheitum, þú ert svo kósý og skemmtileg! Elsk og ást.

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim