Tóta

mánudagur, desember 11, 2006

Jólin eru allveg ad koma...og ég líka!


Nú fer virkilega ad styttast í lok lýdháskóladvalarinnar minnar og í heimkomuna. Ég er farin ad hlakka meira til en ad kvída fyrir, svo tad er gott:) Hér er komin mikil jólastemning, fullt af jólatrjám og jólaljósum bædi innandyra sem utan, og búid ad hengja upp fullt af jólaskrauti. Vid krakkarnir erum líka ”jólasveinar” fyrir hvort annad, svo hver fékk leynivin sem hann á ad gera eitthvad gott fyrir eda strída allveg tangad til vid førum heim. Ég er svo búin ad baka danskar smákøkur og fá danskan jólamat, búa til danskt jólaskraut, kaupa danskar jólagjafir, horfa á danskt jóladagatal, baka danskar karamellur og brjóstsykur, heyra danskar jólasøgur, syngja dønsk jólaløg, fara í danska adventumessu og danskt julefrokost og ég veit ekki hvad og hvad. Tad er vodalega gaman ad upplifa dønsk jól, eda tess heldur danskan jólaundirbúning. Ég er allaveganna ordin rosalega spennt fyrir jólunum og hlakka svo til ad komast í ”alvøru” jólaskap tegar ég kem heim.

Ég er búin ad gera svo ótrúlega margt skemmtilegt sídustu vikurnar en ég nenni ekki ad eyda mínum mikilvæga tíma í ad skrifa tad. Tad er allveg merkilegt hvad mér finnst tími mikilvægur tessa daganna, enda reyni ég ad njóta hverrar sekúndu! Teir sem vilja vita meira verda bara ad hitta mig tegar ég kem heim um jólin (ég kem heim á laugardaginn). En ég vil samt allveg líka endilega hitta tá sem langar ekkert ad heyra um hvad ég hef verid ad brasa í Danmørkinni! En tíminn verdur naumur og fáránlega margt sem ég tarf ad gera ás tuttum tíma svo tad tarf kannski ad panta tíma med fyrirvara;)

En allaveganna…ég held ad tetta verdi sídasta blogg ársins, allaveganna tad sídasta hér frá Danmørku. Svo ég takka teim sem hafa lesid og skilid eftir kvedjur og komment. Næsta blogg verdur ad øllum líkindum skrifad í hæstu høfudborg heims, LaPaz í Bólivíu, fljótlega eftir áramót!! Jiminn eini, hvad tad er skrítin tilhugsun…lífid er nú aldeilis mikid ævintýri :)

Gledileg jól øllsømul:) Ég vona ad vid sjáumst um jólin...

4 Ummæli:

  • Þann 11 desember, 2006 14:10 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þetta er nú ótrúlega spennandi! Njóttu síðustu daganna. Takk fyrir huggulegan dag í gær ástin mín.. greinilegt hvor okkar fékk föndurgenin...
    Hlakka til að sjá þig á Akureyri!
    Knús...

     
  • Þann 11 desember, 2006 18:38 , Anonymous Nafnlaus sagði...


    Ætlaði að bara rétt að segja hæ ;) Öfunda þig af að öllum danska jólaundirbúningnum, ég hef ekkert fengið að kynnast neinum skemmtilegum breskum jólaundirbúningi nema bara að nú er extra mikið að gera í öllum búðum. En skemmtu þér svo vel í Bólivíu, ég á örugglega eftir að fylgjast með blogginu þínu á meðan þú ert það, en annars vona til að sjá þig 16. júní
    kveðja frá Oxford
    Lydia

     
  • Þann 11 desember, 2006 21:24 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Halló frænka.
    Rakst inn á síðuna þína út frá síðunni hennar Stínu, sem ég rakst á út frá síðunni hennar Lísu hahaha, lítill heimur eða. Svo ég mátti til með að kvitta fyrir mig og óska þér gleðilegra jóla. Vonandi hittumst við eitthvað meðan þú ert á Akureyrinni. Bestu kveðjur úr íslenska jólastressinu, Heiðdís.

     
  • Þann 14 desember, 2006 17:47 , Blogger Stínfríður sagði...

    Hæ krúsí. Fæ ég eikkvað að sjá þig á laugardaginn eða er það beint úr einni flugvél í þá næstu??
    Njóttu þess sem eftir er í DK!
    Vona að ég fái aðeins að sjá þig!Knús

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim