Tóta

mánudagur, september 22, 2008

Kisan kvödd



Þessi sæta litla kisa verður svæfð djúpum svefni á morgun...

Nútímatæknin leyfði mér að kveðja hana þótt haf væri á milli okkar!

Hún fær að kúra við hliðina á ólíver í garðinum okkar.


Þó hún sé "bara" kisa hefur hún verið skemmtilegur hluti af fjölskyldunni okkar (meira að segja svo stór að hún var sú eina sem fékk póstkort frá Nice!!!)

Hún yljaði mér á næturna þegar ég var einmana og kom alltaf hlaupandi á móti mér þegar ég kom inn úr dyrunum

ég mun sakna þessarar elsku


PS: Það er annars allt gott að frétta af mér. Vikan var búin áður en hún byrjaði...hlýtur að tákna að ég hafi það gott!

Frekari fréttir síðar...

3 Ummæli:

  • Þann 22 september, 2008 00:36 , Blogger Laufey sagði...

    Já hennar verður sárt saknað! Kisan sem kom og hlýjaði fótunum á kvöldin, stökk uppí fang á manni við sjónvarpið og gaf manni bókstaflega knús.. sbr. knús myndin af henni og mömmu... finnst að þú ættir að setja hana inn!

    Knús úr næsta herbergi

     
  • Þann 26 september, 2008 17:15 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Æhj, elsku kisan. Knús til þín.

     
  • Þann 28 september, 2008 11:21 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    úff þetta hlýtur að vera erfitt fyrir ykkur.. ég veit hvað kisa var stór hluti af fjölskyldunni.. sbr. þegar mamma þín og pabbi voru að tala við þig á skype og það komst ekkert annað að en að láta þig heilsa upp á Jasmín:) hún var nú meiri krúttið.. alltaf gaman að knúsa hana! Ég hringi síðan í þig seinna í dag(þegar ég er viss um að þú sért vöknuð) í tilefni af þú veist hvaða degi;)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim