Århus hefur komið mér allveg rosalega skemmtilega á óvart. Ég hef eins og svo margir alltaf verið svo ástfangin af Kaupmannahöfn að ég var svo bitur yfir því að flytja þaðan, mér datt ekki í hug að Århus myndi heilla mig. Ég hélt miklu frekar að það yrði þannig að ég myndi "sætta mig við hana". En eftir því sem ég sé meira af Århus þá finnst mér hún huggulegri og huggulegri.
Núna er Århus Festuge svo það er allveg rosalega mikið líf og fjör í miðbænum, allskyns tónlistar og dansatriði og mikil festival stemning. Ég kíkti í bæinn með Söru sem er með mér í bekk og það var svo kósý bara að labba um og skoða mannlífið. Við horfðum á Lubbu systur dansa afró og heilluðumst svo mikið að við erum að hugsa um að byrja líka!! Við Sara höfum komist að því að við eigum annsi margt sameiginlegt. Það er mjög fyndið. Því um leið og ég sá hana þá ákvað ég að ég vildi kynnast henni, ég fann bara einhvern veginn að við pössuðum saman. Og við höfum svo bara allveg fáránlega margt sameiginlegt og höfum skemmt okkur vel saman síðustu daga.
Ég er búin að fá mér nýtt hjól sem er allveg æðislegt. Það var svo yndislegt að hjóla í skólann áðan. Ég komst í svo gott skap því það var svo yndislegt veður og ég sá bæinn bara með nýju ljósi þegar ég var hjólandi!!
Svo tókum við þá róttæku ákvörðun í dag að flytja!! Og það meira að segja strax í næstu viku. Ég veit að það hljómar mjög undarlega því ég er nýflutt, en íbúðin sem við búum í er bara svo dýr að við vorum búnar að ákveða að vera hérna bara þangað við fyndum eitthvað ódýrara og það höfum við svo gert. Við erum að flytja í roslega kósý gamla íbúð, rétt hjá miðbænum. ég er ekki alveg að nenna að flytja en það verður samt svo gott að fytja eitthvert þar sem ég veit að ég er að fara að vera til langs tíma. Þá get ég virkilega farið að gera mér heimili.
Ég var að kaupa mér stærstu og þykkustu bækur sem ég hef á ævinni átt! Þær eru allveg gífurlega þungar. Mer finnst undarleg tilhugsun að ég sé að fara að leggjast í að lesa þær nú á næstu dögum og að þær séu að vera það sem líf mitt mun snúast um næsta árið og já, jafnvel bara restina af lífinu ef út í það er farið!! Þær verða minn besti vinur, og helsti óvinur...
Fór í bekkjarpartí í gær og svo fór allur árgangurinn á diskótek. Það var mikið dansað og mikið drukkið. Ég var svo þreytt áður en ég fór og var að hugsa um að bara verða heima, en svo endaði nú með því að ég skemmti mér bara þrusuvel! Það er svo einhver þemaveisla á morgun...ég er að fara að vera kúreki! Danir eru með svo mikinn metnað fyrir öllu svona, það er allveg ótrúelgt.
En ég vildi bara rétt skrifa nokkrar línur til að láta ykkur vita að ég er kát og hress með lífið. Ég hlakka til helgarinnar og næstu viku. Skólinn er að byrja fyrir alvöru á mánudaginn sem er mjög spennandi. Ég hlakka til að takast við þá áskorun að fara að lesa og lesa...og það á dönsku! Spennt að vita hvernig það gangi.
Góða helgi og endilega látið í ykkur heyra!
Núna er Århus Festuge svo það er allveg rosalega mikið líf og fjör í miðbænum, allskyns tónlistar og dansatriði og mikil festival stemning. Ég kíkti í bæinn með Söru sem er með mér í bekk og það var svo kósý bara að labba um og skoða mannlífið. Við horfðum á Lubbu systur dansa afró og heilluðumst svo mikið að við erum að hugsa um að byrja líka!! Við Sara höfum komist að því að við eigum annsi margt sameiginlegt. Það er mjög fyndið. Því um leið og ég sá hana þá ákvað ég að ég vildi kynnast henni, ég fann bara einhvern veginn að við pössuðum saman. Og við höfum svo bara allveg fáránlega margt sameiginlegt og höfum skemmt okkur vel saman síðustu daga.
Ég er búin að fá mér nýtt hjól sem er allveg æðislegt. Það var svo yndislegt að hjóla í skólann áðan. Ég komst í svo gott skap því það var svo yndislegt veður og ég sá bæinn bara með nýju ljósi þegar ég var hjólandi!!
Svo tókum við þá róttæku ákvörðun í dag að flytja!! Og það meira að segja strax í næstu viku. Ég veit að það hljómar mjög undarlega því ég er nýflutt, en íbúðin sem við búum í er bara svo dýr að við vorum búnar að ákveða að vera hérna bara þangað við fyndum eitthvað ódýrara og það höfum við svo gert. Við erum að flytja í roslega kósý gamla íbúð, rétt hjá miðbænum. ég er ekki alveg að nenna að flytja en það verður samt svo gott að fytja eitthvert þar sem ég veit að ég er að fara að vera til langs tíma. Þá get ég virkilega farið að gera mér heimili.
Ég var að kaupa mér stærstu og þykkustu bækur sem ég hef á ævinni átt! Þær eru allveg gífurlega þungar. Mer finnst undarleg tilhugsun að ég sé að fara að leggjast í að lesa þær nú á næstu dögum og að þær séu að vera það sem líf mitt mun snúast um næsta árið og já, jafnvel bara restina af lífinu ef út í það er farið!! Þær verða minn besti vinur, og helsti óvinur...
Fór í bekkjarpartí í gær og svo fór allur árgangurinn á diskótek. Það var mikið dansað og mikið drukkið. Ég var svo þreytt áður en ég fór og var að hugsa um að bara verða heima, en svo endaði nú með því að ég skemmti mér bara þrusuvel! Það er svo einhver þemaveisla á morgun...ég er að fara að vera kúreki! Danir eru með svo mikinn metnað fyrir öllu svona, það er allveg ótrúelgt.
En ég vildi bara rétt skrifa nokkrar línur til að láta ykkur vita að ég er kát og hress með lífið. Ég hlakka til helgarinnar og næstu viku. Skólinn er að byrja fyrir alvöru á mánudaginn sem er mjög spennandi. Ég hlakka til að takast við þá áskorun að fara að lesa og lesa...og það á dönsku! Spennt að vita hvernig það gangi.
Góða helgi og endilega látið í ykkur heyra!
4 Ummæli:
Þann 10 september, 2007 00:15 ,
Laufey sagði...
Hahaha.. það er ekki hægt annað en að heillast af þessu elskan mín.. það bara er ekki hægt annað! Þetta er bara best
Knús og sjáumst á morgun
Þann 10 september, 2007 12:40 ,
Nafnlaus sagði...
Hæ ástin!
Vildi bara rétt láta þig vita að ég kíki alltaf við annað slagið. Heyrði í möggu í 2 mín í gær þegar hún var á leiðinni heim frá þér, hún sagði mér að þú værir að byrja í skólanum í dag (að læra)... það verður spennandi
Hlakka ekkert smá til að koma í heimsókn til ykkar :-)
Sakna þín mikið
Knús og kossar
Þann 18 september, 2007 10:04 ,
Nafnlaus sagði...
Oh ég vildi að ég gæti verið kúreki:) gaman að lesa bloggið þitt Þórný mín og sjá hvað þú ert að brasa. Fæ vonandi bráðum netið heim og þá get ég fylgst með reglulega:)
Þann 27 september, 2007 20:20 ,
Nafnlaus sagði...
Til hamingju með nýja staðinn og að vera komin í "samband". alltaf gaman að lesa rapportin hjá þér svolítið öðru vísi en símtölin.
Pabbi
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim