Tóta

mánudagur, september 22, 2008

Kisan kvödd



Þessi sæta litla kisa verður svæfð djúpum svefni á morgun...

Nútímatæknin leyfði mér að kveðja hana þótt haf væri á milli okkar!

Hún fær að kúra við hliðina á ólíver í garðinum okkar.


Þó hún sé "bara" kisa hefur hún verið skemmtilegur hluti af fjölskyldunni okkar (meira að segja svo stór að hún var sú eina sem fékk póstkort frá Nice!!!)

Hún yljaði mér á næturna þegar ég var einmana og kom alltaf hlaupandi á móti mér þegar ég kom inn úr dyrunum

ég mun sakna þessarar elsku


PS: Það er annars allt gott að frétta af mér. Vikan var búin áður en hún byrjaði...hlýtur að tákna að ég hafi það gott!

Frekari fréttir síðar...

sunnudagur, september 14, 2008

dansandi

jæja, statusinn er að klukkan er hálf sex á sunnudagsmorgni og ég er að sjóða mér maískólfa...já ég veit að ég er allveg eðlileg!!

Lífið er svo rosalega ljúft og ég á í óða önn með að njóta þess.

frakkland var fegurð gleði og hlátur...ég slappaði af, naut lífsins, strandarinnar og alls sem frakkland hafði upp á borða. Ég endaði ferðina með stæl, þar sem ég dansaði eins og brjálæðingur með forledrum mínum og öðrum 50 ára og eldri + gaur á mínm aldri í grænni skyrtu og hvítum buxum sem hefur unnið verðlaun í danskeppnum...vínsmökkunarferðin stóð samt upp úr.

skólinn er ca númer 7 á forgangslistanum minum þessa dagana og það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hversu ljúft það er.

Fór á svo kúl tónleika um daginn. Elektrónisk mjög flott tónlist og aðal gaurinn í bandinu var hálf handalaus. Öðru megin var hann með handlegg án olnboga og hinu meginn náði handleggurinn rétt niður fyrir olnboga en hann hafði enga hendi, bara svona kúlu með pínulitlum putta. Og samt spilaði hann á hljómborðið, stjórnaði tölvunni og spilaði á synthesizerann.

Ég er byrjuð í vetrarbaðssundklúbbnum mínum. Vá hvað það er hressandi. Að stinga sér í ískalda vatnið, synda smá, fara svo í gufu, og stinga sér svo aftur o.s.frv.

Og það er frábært að vera byrjuð aftur í dansinum, ég hafði mj0g saknað þess

ég er líka a' byrja aftur í jóga a þriðjudagsmorguninn kl 7...hressandi

Ég hélt fyrsta matarklúbbin í vikunni. Maturinn heppnaaðist vel og við höfðum það svo kósý

Ég fór á danmarks største fredagsbar með dagnýju í gær. Það var rosa stuð. Allgjör hróarskeldu stemmning og mikið fjör. Mikið dansað og mikið drukkið. ég fékk aldeilis að finna á því þegar ég vaknaði. dagný þurfti að sofa á lestarstöðinni út af mér.

Hörku tvöfalt afmælispartí í kvöld. Mikið dansað og mikið hyggað. Fór svo og dansaði áfram með Tobias í bænum og hitti þar slatta af íslenskum fótboltagaurum.

Það var sól í dag svo ég fór á kaffihús og á loppumarkað þar sem ég keypti mér skvísukjól á 50 kall

Ég ætlaði að vera svo dugleg að læra í dag til að vinna upp eitthvað að því sem ég hef misst af en ég opnaði ekki bók og er stolt af því.

Kisan mín er lasin og ég get ekki knúsað hana. Sendið henni baráttu kveðjur.

á morgun ætlum við nýju þristarnir að officialli starta sambúðinni!

Ég enda þetta á frakklandsmyndum tveim:

miðvikudagur, september 03, 2008

Nice

Þá hef ég loksins fengið að upplifa frakkland, og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þó er Nice kannski ekki allveg eins og sú mynd sem ég hef í höfðinu af frakklandi, en frakkland er jú stórt land og því ábyggilega fjölbreytt.

Ég er semsagt í vikuferð í suðurfrakklandi með mínum kæru foreldrum og það er aldeilis ljúft. Við eigum sko ekki erfitt með að hafa það huggulegt og skemmtilegt. Þau voru hjá okkur Lubbu í Århus um helgina þar sem við héldum upp á afmæli mömmu með pompi og prakt. Festugen byrjaði um síðustu helgi í Århus svo það var mikið lífí bænum og við skelltum okkur á tónleika í musikhúsinu. Veðrið var yndislegt svo við fórum í sunnudagsbíltúr til Løkken og röltum um bæinn og sóluðum okkur á ströndinni. Sjórinn var kaldur en ég tók sundsprett til að æfa mig fyrir vetrarsundið;) Lea og mamma hennar buðu okkur svo í afmælisköku handa mömmu í baðhúsimu þeirra sem liggur á ströndinni...svo kósý

Fyrsti fredagsbarinn var á föstudaginn. Það var svo gott veður að folk sata bara út í garði fram á kvöld. Olga og félagar kíktu í heimsókn og við Olga tókum trylltan dans. Mjög gaman að hitta Olguna aftur. Þeir hörðustu héldu svo áfram á værtshús og ég kom sjálfri mér og öllum öðrum á óvarst með að vinna í pílu. (ég má til með að segja frá því að ég kann ekki reglurnar í pílu og í fyrsta skipti sem ég spilaði pílu þá skaut ég í blómapott sem var langt frá spjaldinu). Við allra hörðustu héldum svo áfram niður í bæ og ég fór svo heim til að taka á móti foreldrum mínum klukkan hálf fjögur. Það er merkilegt hvernig maður getur endst í hálfan sólarhring á tjúttinu en fyrr um daginn gafst ég upp eftir hálfan fyrirlestur og fór heim!!

Á morgun er tekin stefna á ferð um frönsku riveruna og skoða Cannes og fleiri staði. Við ætlum líka að reyna að komast í vínsmökkunarferð. Svo er pabbi að byrja á þinginu á fimmtudaginn og þá ætlum við mamma að flatmaga á ströndinni, lesa, prjóna, kíkja í búðir og borða góðan mat....já maturinn hér á frakklandi er virkilega ljúffengur og karlmennirnir ekki síður;)

Já við erum búin að lenda í einu drama...það gerist alltaf eitthvað þegar eikarlundsfjölskyldan er á ferðalagi. Við tókum leigubíl af flugvellinum á hótelnu og þegar við vorum komin hálfa leið fattaði pabbi að hann hafi hugsanlega gleymt bakpokanum sínum!! Í honum var jú macinn, nýji ipodinn, myndavélin og allt verðmætið. Pabbi lét hönk taxabílstjórann opna skottið og enginn var bakpokinn...þá greip um pabba panik og við snérum við og pabbi svitnaði og við vorum hrædd um að þetta myndi nú aldeilis eyðileggja fyrir okkur ferðalagið. En þegar við hlupum inn í flugstö-ina var auðvitað búið að girða bakpokann af með gulum varúðarborðum og security gaurar að vakta töskuna og í beinu sambandi við sprengjusérfræðinga.....HAHAHA hressandi byrjun á ferðalagi og við getum nú aldeilis hlegið að þessu núna. Og við lærðum okkar lexíu

Knús frá mér frá hótelinu við miðjarðarhafið