Tóta

föstudagur, júní 13, 2008

Gleði

Ég þarf að fá útras fyrir gleði mína:)
Ég er vöknuð aftur til lífsins eftir að hafa verið í hálfgerðu dái í 4 mánuði
Allt er svo fallegt og yndislegt og það er svo gaman að vera til
Það er ekkert framundan hja mér næstu mánuði sem ég hlakka ekki til!
Ég er með strengi í kinnunum eftir að brosa og í fótunum eftir að dansa frá mér allt vit
Heilinn á mér er ekki lengur að springa yfir álagi
Ég ligg upp í rúmi og get ekki sofnað...og núna er það ekki út af stressu heldur gleði og spenningi
Ég er ekki lengur í kapphlaupi við tímann...hann bara líður og ég flýt með
Ég finn á mér að þetta verður yndislegt sumar, það er það nú þegar og svo margt skemmtilegt framundan
Ég er að fara til Möggu minnar á mánudagin og við ætlum að njóta hvers augnarbliks
Hróarskelda nálgast óðum og spennan er í hámarki
íslandsförin verður unaðsleg og vá hvað ég hlakka til að hitta alla vinina sem vonandi hafa ekki gleymt mér þó ég hafi verið týnd í bókunum
Sumarið verður endað á frakklandsför með mínum yndislegu foreldrum
Ég ætla að kynnast Århus upp á nýtt í sumar
Á hverjum degi í sumar ætla ég að gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður

Æji hvað það er gaman að vera orðin ég sjálf aftur!
Það var svo gott að vakna í morgun, opna augun og að það fyrsta sem ég gerði var að brosa:)
Það er svo gaman að sjá alla vini sína svona glaða og káta og losnaða við baugana undir augunum
Ég hef alltaf átt erfitt með að hafa trú á sjálfri mér en í dag líður mér eins og ég geti allt!!

Ohh það er einfaldlega bara svo gott að vera til!!