Tóta

miðvikudagur, september 26, 2007

Núna er ég loksins komin með netið svo það er um að gera að fagna því með að blogga...
Ég er nú komin á fullt í skólanum og meira en nóg að gera. Námið er rosalega spennandi en líka mjög krefjandi. Það er erfitt að venjast því að lesa og lesa og skilja samt kannski ekki helminginn af því sem maður er að lesa!! Ég fékk heim með mér fullan kassa af beinum sem ég á að læra nöfnin á, þar með talið hvert einasta horn og hlið og sprungu í því. Svo höfum við aðgang að herbergi sem er fullt af kerum með alvöru líkamspörtum sem við megum taka upp úr kerunum og skoða...ég veit þetta hljómar ógeðslega en þetta er stórmerkilegt og svo flott!!
Ég er komin í ”læsegruppe” með þremur rosalega fínum stelpum svo það er frábært. Það er gott að lesa með einhverjum og hjálpast að. Við höfum það líka mjög skemmtilegt saman. Við bauð þeim t.d. í pizzu um daginn sem var mjög huggulegt, svo við erum að verða fínustu vinkonur.
Félagslífið í skólanum er mjög gott. ég fór á pöbbarölt um daginn þar sem var farið á milli 8 mismunandi pöbba og diskóteka og var boðið upp á einn til tvo drykki á hverjum stað...þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ástandi maður var í eftir það. Svo er ég búin að fara á mjög skemmtilega fredagsbari. Þeir byrja á hverjum föstudegi klukkan 3...Mér finnst skemmtileg tilbreyting að byrja djammið svona snemma! Svo erum við í bekknum mínum dugleg að gera eitthvað saman eins og að borða hádegismat saman og fara í sund og svona.
Ég er flutt ásamt Lubbu systur og Björgu í rosalega krúttlega og flotta íbúð á frábærum stað. Ég þarf reyndar að hjóla upp langa brekku á leiðinni í skólann svo ég mæti kósveitt á hverjum morgni. Við erum búnar að koma okkur vel fyrir og höfum það allveg rosalega huggulegt. Við erum alltaf að baka og elda saman, sem er voða gaman. Ég er með allveg risastórt herbergi, eiginlega of stórt! Ég fór með Geir og skvísunni hans í Ikea um daginn til að kaupa mér fataskáp, svo núna lítur þetta bara ágætlega út. Stór plús við íbúðina er að það er baðkar: ) Ég verð að fara að byrja að taka myndir aftur...væri gaman að geta sýnt ykkur heimilið okkar...
Magga kom í helgarferð til mín um daginn og það var allgjör unaður. Við fórum út að borða og röltum um bæinn og spjölluðum um lífið og tilveruna. Við elduðum líka góðan mat, drukkum hvítvín og spiluðum. Það var svo ótrúlega gott að fá hana í heimsókn. Það er líka gott að vera í sama landi og hún og geta þess vegna hringt hvenær sem mig langar.
Ég er líka byrjuð í afró! Það er allveg ótrúlega gaman. Við Sara vinkona mín heilluðumst svo af því þegar við horfðum á hópinn hennar Laufeyju dansa í bænum um daginn svo við skelltum okkur í prufutíma...og það ar svo gaman að við ákváðum að gera þetta að föstum lið. Þá verð ég líka búin að læra smá að dansa áður en ég fer til Afríku, hvernær sem nú það verður.

Það er mjög skemmtileg helgi framundan hjá mér því Magga og Sigríður eru að koma í heimsókn. Við erum samt svo sem ekki búnar að plana neitt svakalegt en ég hlakka svo mikið til. Ég ætlaði að halda voðalegt partí en var bara alltof sein að bjóða fólki svo það voru mjög margir uppteknir...danir eru alltof skipulagðir. Það er þegar búið að bjóða mér í partí 19. oktober og 3.nóvember!! Svo afmælispartíið mitt verður bara lítið og huggulegt í staðinn...það hljómar líka mjög vel.

Góða helgi öllsömul...

fimmtudagur, september 06, 2007

Århus hefur komið mér allveg rosalega skemmtilega á óvart. Ég hef eins og svo margir alltaf verið svo ástfangin af Kaupmannahöfn að ég var svo bitur yfir því að flytja þaðan, mér datt ekki í hug að Århus myndi heilla mig. Ég hélt miklu frekar að það yrði þannig að ég myndi "sætta mig við hana". En eftir því sem ég sé meira af Århus þá finnst mér hún huggulegri og huggulegri.

Núna er Århus Festuge svo það er allveg rosalega mikið líf og fjör í miðbænum, allskyns tónlistar og dansatriði og mikil festival stemning. Ég kíkti í bæinn með Söru sem er með mér í bekk og það var svo kósý bara að labba um og skoða mannlífið. Við horfðum á Lubbu systur dansa afró og heilluðumst svo mikið að við erum að hugsa um að byrja líka!! Við Sara höfum komist að því að við eigum annsi margt sameiginlegt. Það er mjög fyndið. Því um leið og ég sá hana þá ákvað ég að ég vildi kynnast henni, ég fann bara einhvern veginn að við pössuðum saman. Og við höfum svo bara allveg fáránlega margt sameiginlegt og höfum skemmt okkur vel saman síðustu daga.

Ég er búin að fá mér nýtt hjól sem er allveg æðislegt. Það var svo yndislegt að hjóla í skólann áðan. Ég komst í svo gott skap því það var svo yndislegt veður og ég sá bæinn bara með nýju ljósi þegar ég var hjólandi!!

Svo tókum við þá róttæku ákvörðun í dag að flytja!! Og það meira að segja strax í næstu viku. Ég veit að það hljómar mjög undarlega því ég er nýflutt, en íbúðin sem við búum í er bara svo dýr að við vorum búnar að ákveða að vera hérna bara þangað við fyndum eitthvað ódýrara og það höfum við svo gert. Við erum að flytja í roslega kósý gamla íbúð, rétt hjá miðbænum. ég er ekki alveg að nenna að flytja en það verður samt svo gott að fytja eitthvert þar sem ég veit að ég er að fara að vera til langs tíma. Þá get ég virkilega farið að gera mér heimili.

Ég var að kaupa mér stærstu og þykkustu bækur sem ég hef á ævinni átt! Þær eru allveg gífurlega þungar. Mer finnst undarleg tilhugsun að ég sé að fara að leggjast í að lesa þær nú á næstu dögum og að þær séu að vera það sem líf mitt mun snúast um næsta árið og já, jafnvel bara restina af lífinu ef út í það er farið!! Þær verða minn besti vinur, og helsti óvinur...

Fór í bekkjarpartí í gær og svo fór allur árgangurinn á diskótek. Það var mikið dansað og mikið drukkið. Ég var svo þreytt áður en ég fór og var að hugsa um að bara verða heima, en svo endaði nú með því að ég skemmti mér bara þrusuvel! Það er svo einhver þemaveisla á morgun...ég er að fara að vera kúreki! Danir eru með svo mikinn metnað fyrir öllu svona, það er allveg ótrúelgt.

En ég vildi bara rétt skrifa nokkrar línur til að láta ykkur vita að ég er kát og hress með lífið. Ég hlakka til helgarinnar og næstu viku. Skólinn er að byrja fyrir alvöru á mánudaginn sem er mjög spennandi. Ég hlakka til að takast við þá áskorun að fara að lesa og lesa...og það á dönsku! Spennt að vita hvernig það gangi.

Góða helgi og endilega látið í ykkur heyra!

mánudagur, september 03, 2007

Haskolanemi og fyllibytta

Síðustu dagar hafa nú aldeilis verið viðburðaríkir. Það var svo skrítið að mæta í háskólann fyrsta daginn, ég gat ekki hætt að brosa og hlæja. Mér fannst eitthvað svo súrealískt að ég væri að byrja í háskóla, og það hér!! En þetta var allt rosagaman. danir eru eitthvað svo pædagogiskir að þetta byrjar allt hægt og rólega og allt er planað voða vel og stöðug skemmtidagskrá.
Á fimmtudeginum mættum við þar sem ið gengum í gegnum göng af hrópandi læknanemum upp á klædd sem læknar (mynnti á busavígsluna í MA). Það voru svo tutorarnir okkar sem eru læknanemar sem eiga að vera okkur innan handar. Svo tók við dagskrá þar sem við vorum boðin velkomin af hinum og þessum og fengum ýmsar upplýsingar um allt sem viðkemur skólanum og læknisfræðináminu.
Svo var veisla sem byrjaði klukkan 3 um daginn og var strax byrjað að drekka og dansa og svo var sungið dansað upp á borðum og ég veit ekki hvað og hvað. Læknadeildin er víst þekkt fyrir félagslífið og bestu fredagsbarina...
Föstudagsmorgunin var svo mestanpart kynning á félagslífinu í læknisfæðideildinni. Það eru allskonar félög sem maður getur verið með í, t.d. leikfélag, partýfélag, íþróttafélag, nemendaráðið, skólablað læknafélagsins og svo mætti lengi upp telja. allt var þetta kynnt á mjög svo kreatífan hátt, með söng, dansi, videói og þess háttar. Ég var svo hissa á því hvað allt var eitthvað á hressu nótunum og óformlegt. Það kom líka háskólaprestur sem talaði um allt stressið og álagið sem við ættum að vara okkur á, að margir verði nú þunglyndir í þessu námi og einmana og svo framvegis. Svo það eru sálfræðingar og geðlæknar og prestar sem maður getur leitað til!!
Ég fór svo í hyttetur þar sem var drukkið og drukkið og dansað og farið í hina ýmsu leiki til að hrissta fólkið saman. Mest gekk það út á að fólk kynntist innbyrðis í bekkjunum og fá góðan bekkjaranda. Mér lýst bara ágætlega á bekkinn minn og við skemmtum okkur vel saman. Þessi helgi var samt ekki eintóm skemmtun. Hún tók á andlega því það er erfitt að vera súper félagslyndur allan sólarhringinn með fólki sem maður þekkir nánast ekkert. Og svo er líka bara erfitt að vera útlendingur því þó ég geti allveg spjallað við fólk á dönsku án vandræða þá er maður samt svo út úr því ég skil ekki allt. Til dæmis þá er oft sem allir fara skyndilega að hlæja og ég skil ekkert hvað er fyndið!! Það er pirrandi...

En mér lýst voða vel á þetta allt. Mig langar svo að segja ykkur betur frá þessu öllu. Það er svo margt búið að vera að gerast hjá mér sem mig langar að deila með ykkur! En ég er bara svo búin á því að ég verð að fara í rúmið...