Núna er ég loksins komin með netið svo það er um að gera að fagna því með að blogga...
Ég er nú komin á fullt í skólanum og meira en nóg að gera. Námið er rosalega spennandi en líka mjög krefjandi. Það er erfitt að venjast því að lesa og lesa og skilja samt kannski ekki helminginn af því sem maður er að lesa!! Ég fékk heim með mér fullan kassa af beinum sem ég á að læra nöfnin á, þar með talið hvert einasta horn og hlið og sprungu í því. Svo höfum við aðgang að herbergi sem er fullt af kerum með alvöru líkamspörtum sem við megum taka upp úr kerunum og skoða...ég veit þetta hljómar ógeðslega en þetta er stórmerkilegt og svo flott!!
Ég er komin í ”læsegruppe” með þremur rosalega fínum stelpum svo það er frábært. Það er gott að lesa með einhverjum og hjálpast að. Við höfum það líka mjög skemmtilegt saman. Við bauð þeim t.d. í pizzu um daginn sem var mjög huggulegt, svo við erum að verða fínustu vinkonur.
Félagslífið í skólanum er mjög gott. ég fór á pöbbarölt um daginn þar sem var farið á milli 8 mismunandi pöbba og diskóteka og var boðið upp á einn til tvo drykki á hverjum stað...þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ástandi maður var í eftir það. Svo er ég búin að fara á mjög skemmtilega fredagsbari. Þeir byrja á hverjum föstudegi klukkan 3...Mér finnst skemmtileg tilbreyting að byrja djammið svona snemma! Svo erum við í bekknum mínum dugleg að gera eitthvað saman eins og að borða hádegismat saman og fara í sund og svona.
Ég er flutt ásamt Lubbu systur og Björgu í rosalega krúttlega og flotta íbúð á frábærum stað. Ég þarf reyndar að hjóla upp langa brekku á leiðinni í skólann svo ég mæti kósveitt á hverjum morgni. Við erum búnar að koma okkur vel fyrir og höfum það allveg rosalega huggulegt. Við erum alltaf að baka og elda saman, sem er voða gaman. Ég er með allveg risastórt herbergi, eiginlega of stórt! Ég fór með Geir og skvísunni hans í Ikea um daginn til að kaupa mér fataskáp, svo núna lítur þetta bara ágætlega út. Stór plús við íbúðina er að það er baðkar: ) Ég verð að fara að byrja að taka myndir aftur...væri gaman að geta sýnt ykkur heimilið okkar...
Magga kom í helgarferð til mín um daginn og það var allgjör unaður. Við fórum út að borða og röltum um bæinn og spjölluðum um lífið og tilveruna. Við elduðum líka góðan mat, drukkum hvítvín og spiluðum. Það var svo ótrúlega gott að fá hana í heimsókn. Það er líka gott að vera í sama landi og hún og geta þess vegna hringt hvenær sem mig langar.
Ég er líka byrjuð í afró! Það er allveg ótrúlega gaman. Við Sara vinkona mín heilluðumst svo af því þegar við horfðum á hópinn hennar Laufeyju dansa í bænum um daginn svo við skelltum okkur í prufutíma...og það ar svo gaman að við ákváðum að gera þetta að föstum lið. Þá verð ég líka búin að læra smá að dansa áður en ég fer til Afríku, hvernær sem nú það verður.
Það er mjög skemmtileg helgi framundan hjá mér því Magga og Sigríður eru að koma í heimsókn. Við erum samt svo sem ekki búnar að plana neitt svakalegt en ég hlakka svo mikið til. Ég ætlaði að halda voðalegt partí en var bara alltof sein að bjóða fólki svo það voru mjög margir uppteknir...danir eru alltof skipulagðir. Það er þegar búið að bjóða mér í partí 19. oktober og 3.nóvember!! Svo afmælispartíið mitt verður bara lítið og huggulegt í staðinn...það hljómar líka mjög vel.
Góða helgi öllsömul...
Ég er nú komin á fullt í skólanum og meira en nóg að gera. Námið er rosalega spennandi en líka mjög krefjandi. Það er erfitt að venjast því að lesa og lesa og skilja samt kannski ekki helminginn af því sem maður er að lesa!! Ég fékk heim með mér fullan kassa af beinum sem ég á að læra nöfnin á, þar með talið hvert einasta horn og hlið og sprungu í því. Svo höfum við aðgang að herbergi sem er fullt af kerum með alvöru líkamspörtum sem við megum taka upp úr kerunum og skoða...ég veit þetta hljómar ógeðslega en þetta er stórmerkilegt og svo flott!!
Ég er komin í ”læsegruppe” með þremur rosalega fínum stelpum svo það er frábært. Það er gott að lesa með einhverjum og hjálpast að. Við höfum það líka mjög skemmtilegt saman. Við bauð þeim t.d. í pizzu um daginn sem var mjög huggulegt, svo við erum að verða fínustu vinkonur.
Félagslífið í skólanum er mjög gott. ég fór á pöbbarölt um daginn þar sem var farið á milli 8 mismunandi pöbba og diskóteka og var boðið upp á einn til tvo drykki á hverjum stað...þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ástandi maður var í eftir það. Svo er ég búin að fara á mjög skemmtilega fredagsbari. Þeir byrja á hverjum föstudegi klukkan 3...Mér finnst skemmtileg tilbreyting að byrja djammið svona snemma! Svo erum við í bekknum mínum dugleg að gera eitthvað saman eins og að borða hádegismat saman og fara í sund og svona.
Ég er flutt ásamt Lubbu systur og Björgu í rosalega krúttlega og flotta íbúð á frábærum stað. Ég þarf reyndar að hjóla upp langa brekku á leiðinni í skólann svo ég mæti kósveitt á hverjum morgni. Við erum búnar að koma okkur vel fyrir og höfum það allveg rosalega huggulegt. Við erum alltaf að baka og elda saman, sem er voða gaman. Ég er með allveg risastórt herbergi, eiginlega of stórt! Ég fór með Geir og skvísunni hans í Ikea um daginn til að kaupa mér fataskáp, svo núna lítur þetta bara ágætlega út. Stór plús við íbúðina er að það er baðkar: ) Ég verð að fara að byrja að taka myndir aftur...væri gaman að geta sýnt ykkur heimilið okkar...
Magga kom í helgarferð til mín um daginn og það var allgjör unaður. Við fórum út að borða og röltum um bæinn og spjölluðum um lífið og tilveruna. Við elduðum líka góðan mat, drukkum hvítvín og spiluðum. Það var svo ótrúlega gott að fá hana í heimsókn. Það er líka gott að vera í sama landi og hún og geta þess vegna hringt hvenær sem mig langar.
Ég er líka byrjuð í afró! Það er allveg ótrúlega gaman. Við Sara vinkona mín heilluðumst svo af því þegar við horfðum á hópinn hennar Laufeyju dansa í bænum um daginn svo við skelltum okkur í prufutíma...og það ar svo gaman að við ákváðum að gera þetta að föstum lið. Þá verð ég líka búin að læra smá að dansa áður en ég fer til Afríku, hvernær sem nú það verður.
Það er mjög skemmtileg helgi framundan hjá mér því Magga og Sigríður eru að koma í heimsókn. Við erum samt svo sem ekki búnar að plana neitt svakalegt en ég hlakka svo mikið til. Ég ætlaði að halda voðalegt partí en var bara alltof sein að bjóða fólki svo það voru mjög margir uppteknir...danir eru alltof skipulagðir. Það er þegar búið að bjóða mér í partí 19. oktober og 3.nóvember!! Svo afmælispartíið mitt verður bara lítið og huggulegt í staðinn...það hljómar líka mjög vel.
Góða helgi öllsömul...
