Tóta

laugardagur, júlí 28, 2007

Goðar frettir...

Eitthvað er lukkan að færast mér í hag...

Ég var að fá inngöngu í læknisfræði í háskólanum í Århus!!!

Ég var bara að sjá þetta á netinu núna þegar ég var að koma heim af djamminu! Vááá ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er svo orðlaus! Ég er svo hissa og veit ekki hvernig ég á að haga mér.
Ég er búin að sitja stjörf fyrir framan tölvuskjáinn og lesa sömu setninguna aftur og aftur..."Du har fået tilbudt et studieplads på medicinstudiet"...þegar heilinn á mér var búinn að meðtaka þetta fór ég að senda sms til allra sem ég var búin að lofa að láta vita. Svo hringdi ég í Leu (hún hafði hringt í mig nokkrum tímum áður til að segja að þetta væri komið á netið og að hún hefði komist inn í Århus...Ég fór beint á netið heima hjá Jóhönnu þar sem ég var í teiti en ég var svo stressuð að ég gat ómögulega munað passwordið!!) og við grétum bara báðar af gleði og vorum svo orðlausar og ringlaðar klukkan 5 að nóttu og hvorug okkar gat sofið! Ég lét mömmu og pabba fyrst vita...ég sagði eiginlega ekkert í símann því ég var svo stjörf!

Vá ég er virkilega ekki að átta mig á þessu. Ég er semsagt að flytja enn einu sinni! Ég er að flytja til Århus eftir tæpan mánuð...TÆPAN MÁNUÐ!!

Ég er í spenufalli...sjokki....gleðikasti....vá ég var að hoppa í rúminu...shit ég veit ekki hvernig ég á að haga mér...Mig langar að valhoppa...mig langar ad dansa...af herju er enginn hérna til að fagna með mér

Ég ætla að fara til Århus á morgun...vá hvað verður skrítið að koma þangað og vita að það er að fara að vera heimilið mitt!!

En rosalega verður gott að búa á sama stað og Lubba systir...núna er bara að krossleggja fingur og vona að elskuleg Maggan mín komist inn í arkitektúr í Århus...þá verð ég skyndilega hamingjusamasta manneskja í heimi....

Vá hvað lífið getur tekið stakkaskiptum á stuttum tíma

Ég er ekki að ná þessu!!

Ég held að ég skrifi seinna þegar ég er aðeins búin að melta þetta og fá smá svefn...klukan er að verða 7


En yndislegt að ég hef fengið tækifæri til þess að fara í námið sem mig hefur dreymt um í svo langan tíma...vááá þetta verður samt erfitt

En ég er glöð...já svei mér þá ég er virkilega glöð:)

föstudagur, júlí 27, 2007

”Life is like a box of chocolates, you never know what you're gonna get...”

Ég var að horfa á Forrest Gump. Það er með eindæmum langt síðan ég hef séð þessa mynd og ég var búin að gleyma hvað hún er yndisleg. Það er eitthvað svo fallegt við hana. Allgjört meistaraverk.

En annars þá fékk ég bara skyndilega löngun til þess að blogga. Líklega til þess að reyna að létta á hjarta mínu á einhvern hátt og koma ró á hugann... Ég hef örugglega aldrei verið á jafn ruglandi tímapunkti í lífinu.
Ég er búin að ferðast mikið milli landa og heimsálfa síðustu mánaði og veit ekkert hvar ég á heima lengur og í hvorn fótinn ég á að stíga. Mig verkjar í hjartað því það er brotið og hlutarnar vilja ekki passa saman. Ég þarf að taka ákvarðanir sem eru við það að láta mig fá magasár og hugsanirnar þjóta fram og til baka í huganum svo mér líður sem höfuðið á mér sé að springa...æji þetta hljómar ekki fallega

En til að gefa smá update á lífi mínu síðustu mánuði þá hefur það verið með eindæmum viðbrðaríkt og oft á tíðum súrealískt!!
Eftir ferðalagið um Bólivíu þar sem ég sá marga fallega staði, kynntist skemmtilegu fólki, varð veðurteppt á Amazon svæðinu, gaf öpum og krókódílum að borða, synti með bleikum höfrungum, hitti Bergþóru og Emma og lennti á sjúkrahúsi með lungnabólgu og hálandaveiki...þá komst ég heil á húfi til Danmerkur. Þartók fjölskylda Leu á móti okkur með íslenskum og dönskum fánum og hugulegri heimkomuveislu.
Ég gisti hjá yndislegri systur minni í viku þar sem ég jafnaði mig á veikindum og löngu ferðalagi og reyndi að venjast því að vera lágvaxin á ný, að bílar stoppuðu fyrir mér á gangbraut, að kranavatnið væri drekkjanlegt og að skeinipappírinn eigi ekki að fara í ruslafötuna. Magga kom og var hjá okkur yfir helgi og það var yndislegt að hitta hana. Ég hitti líka Jón Inga sem var líka unaður en auðvitað erfitt líka.
Svo hélt ég til kaupmannahafnar á nýja heimili mitt á Fredriksberg. Þar bý ég í þessari fínustu íbúð með strák að nafni Bjarke. Ég fór að hitta Júlíus og úr því varð þetta líka hressandi fyllerí með honum, Loga og Bjartmari. Það endaði með því að hann ég var reidd heim ofurölvi og drapst í öllum fötunum upp í rúmi heima hjá Loga. Daginn eftir vaknaði ég annsi timbruð og ógeðsleg og mín biðu 3 atvinnuviðtöl einhvers staðar í Kaupmannahöfn svo ég þaust í strætó um allan bæ. Ég hlýt að vera svona heillandi þegar ég er þunn og illa lyktandi því allir vildu endilega fá mig í vinnu!

Það var gott að hitta fjölskylduna þegar heim var komið og fá knúsin sem ég saknaði. Lea tók líka á móti mér og bjó hún hjá mér allan tímann sem ég var heima og gerðum við ýmislegt skemmtilegt. Við fórum í hringferð um landið, við fórum líka hinn gullna hring á Þingvelli, gullfoss, Geysi og í Bláa lónið, fórum með Júlíusi á Mývatn þar sem við m.a. fórum í jarðböðin og gengum í dimmuborgum í versta veðri sem er hugsanlegt, við fórum með Ömmu í Laufás og í bíltúr um Fnjóskárdal, skoðuðum jólahúsið, fórum á nokkra tónleika, fórum í margar sundferðir og göngutúra og unnum við að þrífa heimavistina.
Ég komst að því að ég á ekki lengur heima á Akureyri, sem var skrítin tilfinning. Það var bara virkilega eitthvað sem vantaði. Ég hitti nú samt nokkra góða vini sem var svo yndislegt en það hefði verið gaman að hitta þá meira. Svo var auðvitað æðislegt á 16. júní og ég er strax farin að hlakka til að vera 5 ára júbílant.

Ferðinni var svo aftur heitið til Danmerkur 2. júlí til að fara á Hróarskeldufestivalið. Það var erfitt að pakka og kveðja fólk, sérstaklega því ég vissi ekki hvað ég væri að fara að gera og hvað ég yrði lengi í burtu! En hróarskelda var blaut, skítug og ógeðsleg...en shit hvað var gaman!!! Mér finnst stórmerkilegt hvað eður og aðstæður náðu lítið að skemma fyrir því þau komu ekki í veg fyrir að ég skemmti mér konunglega og naut allra tónleikanna svo í botn. Það var líka bara so gaman að vera með Möggu því við höfum ekki verið svona mikið saman í langan tíma, enda báðar alltaf á ferðalagi um allar trissur. Svo við höfðum það svo skemmtilegt saman. Ég hitti líka svo mikið af fólki sem ég þekki, svo ótrúlegt og alltaf svo gaman. Það voru líka svo mikið af góðum hljómsveitum og tónleikamönnum en hjá mér standa upp úr Björk, arcade fire, the whitest boy alive, beirút, booka shade, flaming lips (vegna flottrar sviðsframkomu) og trentemöller...en eiginlega þá naut ég bara allra tónleikanna sem ég fór á mjög vel!

Eftir hróarskeldu tók vinnan við, og því miður einmanaleiki...en ég var svo heppin að fá systur mínar í heimsókn svo þær ráðu bót á því í smá tíma. Ég er mjög ánægð með vinnuna mína. Ég er að vinna á kvöldvöktum í heimilisþjónustu fyrir aldraða, svo ég vinn frá hálf fjögur til korter í kvöld frá mán til sun og fæ so frí mán til sun í vikunni á eftir...svo ég fæ allveg fáránlega mikið frí miðað við það að vera á fínustu launum. En ég er strax kominn vel inn í þetta og strax farin að tengjast öllu gamla fólkinu mínu. Ég fer heim til svo margs yndislegs fólks og ég gæti skrifað langa fæslu bara um allt það skemmtilega sem þau taka upp á og segja...þetta er fólk sem virkilega hefur langa lífsreynslu að segja frá. Sum eru þreytt og tilbúin til að kveðja þennan heim, önnur enn í fullu stuði. Öll eiga það sameiginlegt að þau taka vel á móti mér og eru alltaf glöð að fá mig í heimsókn...það er góð tilfinning.

Ég bý semsagt mjög ódýrt í íbúð sem Lea reddaði mér á allveg æðislegum stað. Ég er eiginlega alltaf ein í henni því Bjarke sem ég bý með er farinn í vinnuna þegar ég vakna og þegar hann kemur heim er ég farin í vinnuna og þegar ég er komin heim er hann farinn að sofa! En þetta er allveg rosalega fínn náungi og okkur semur vel.

Núna er ég í fríi í vinnunni og veit ekkert hvað ég á við tímann að gera. Veðrið er grátt og blautt og leiðinlegt svo það er ekkert gaman að vera úti og þess vegna alltof mikill tími til að vera einmanna og hugsa of mikið! Eina markmiðið er að bíða...á laugardaginn fæ ég loksins þetta blessaða svar frá háskólum Danmörkur. Þetta hefur verið löng og erfið bið, sérstaklega síðustu vikurnar. Ég er vel undirbúin fyrir höfnun en hef samt ekki fundið upp á góðu plani B...ég er haldin miklum valkvíða. Fyrir nokkrum mánuðum þá fannst mér framtíðin svo björt og ég hlakkaði svo til...allt var svo spennandi. Ég var bara búin að fastleggja framtíð mína, sem ég hef áttað mig á að er ekki rétt að gera, því þá er svo mikið áfall þegar út af ber.

Þrátt fyrir svartsýnina og að stundum sjái ég ekkert bjart framundan þá veit ég að það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu öllu saman, og að ég muni finna mitt hlutverk í lífinu, og vonandi finn ég hamingjuna aftur í leiðinni...

en fyrst þarf ég að finna sjálfa mig aftur