Tóta

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Ég var að lesa svo fyndna grein í Weekend Avisen eftir Hallgrím Helgason!! Hún heitir ”Kunsten at være Islænding” og er einstaklega skemmtilega skrifuð. Í staðinn fyrir að segja ykkur frá henni í mörgum orðum hvet ég ykkur til að lesa hana...
http://www.hallgrimur.is/

Annars er mikið mikið að gerast hjá mér þessa daganna...skólinn og námskeið sem ég er á taka allan minn tíma og orku. Ég var að kryfja í skólanum alla síðustu viku sem var mjög svo spennandi, merkilegt, erfitt og skrítið allt í bland. Helgin fór svo í námskeið þar sem ég lærði hitt og þetta svo eg geti farið að vinna sem ”hjúkrunarfræðiafleysingarkona”... og hafði það huggulegt með tvistunum mínum.

Ég er annars bara hress en hlakka allveg rosalega til jólanna og að slappa af...og að hitta alla!! Það er erfitt fyrir mig að vera svona "ófélagslynd"

2 Ummæli:

  • Þann 26 nóvember, 2007 11:39 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þessi grein birtist í fréttablaðinu í gær. Ég skelli nú ekki oft upp úr við að lesa blöðin, en ég gerði það í gær. Hann er skemmtilegur penni, sá sem er með sömu upphafsstafi og ég. Gangi þér vel á lokasprettinum Þórný mín og hlökkum til að sjá þig.
    Pabbi

     
  • Þann 11 janúar, 2008 11:44 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Koma svo...
    Hvar er blogg handa mér að lesa þegar ég er í tíma??
    Ég kíki hérna á hverjum degi og verð alltaf jafn svekkt þegar ég sé ekkert nýtt blogg
    Sakna þín mikið

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim