Hlaturtaugarnar kitlaðar
Það er búið að vera mikið hlegið hér á Marstrandsgade í kvöld! Það var matarboð því Björg á afmæli á morgun svo það var eldaður góður matur og drukkið gott vín með og haft það huggulegt. Við fórum að ræða hinar og þessar minningar sem við eigum og fjölskylduhefðir og svona ýmislegt. Við fórum svo af einhverjum ástæðum að tala um gömul Eurovision lög og ákváðum að horfa á þau á netinu...og enduðum í svona líka hláturskasti yfir hinu og þessu sem við fundum. Við horfðum líka á ímyslegt barnaefni og vá hvað það rifjaði upp margar minningar...muniði eftir klaufabárðunum? Mér er til dæmis mjög minnistætt veggfóðursatriðið...það var mjög fyndið að horfa á það. Og barbapabbi...það er virkilega steikt barnaefni! Við fundum ýmislegt skemmtilegt. Ef ykkur langar að kítla hláturtaugarnar þá mæli ég með þessu...
http://www.youtube.com/watch?v=Wffwg7pA0t8
http://www.youtube.com/watch?v=NxxaHlQuYeQ
Ég eignaðist líka nýtt áhugamál í dag! Ég fékk mér kort á bókasafninu sem er hérna rétt hjá þar sem er mikið úrval af geisladiskum. Svo nú er planið að fara þar reglulega til að kynnast nýrri tónlist:) Mér finnst svo gaman að uppgötva nýja tónlist sem mér finnst skemmtileg. Endilega segið mér ef þið hafið heyrt góða tólist nýlega...þá get ég farið og fundið hana á bókasafninu!
Annars er þeta búin að vera voðalega ljúf helgi. Ég fór á fredagsbar eins og venja er á föstudagseftirmiðdögum. Það voru margir úr bekknum mínum svo það var alllveg gaman, en samt ekki jafn mikið stuð og oft áður. Svo ég endaði á því að fara snemma heim og kúrði yfir rómantískri bíómynd með tvistunum mínum og nammi...það var rosalega eitthvað notalegt. Akkúrat það sem ég hafði þörf fyrir eftir erfiða viku. Í dag var ég voðalega húsmóðurleg og þvoði þvott og lagaði til og hlustaði á tónlist. Svo fór ég á bæjarrölt í góða veðrinu með Lubbu og Olgu. Það var eitthvað svo rosalega kósý stemmning í bænum...æji þetta er búin að vera svo voðalega eitthvað þægileg og afslappandi helgi.
En já...annars langaði mig bara að smita ykkur af hlturskastinu!!
http://www.youtube.com/watch?v=Wffwg7pA0t8
http://www.youtube.com/watch?v=NxxaHlQuYeQ
Ég eignaðist líka nýtt áhugamál í dag! Ég fékk mér kort á bókasafninu sem er hérna rétt hjá þar sem er mikið úrval af geisladiskum. Svo nú er planið að fara þar reglulega til að kynnast nýrri tónlist:) Mér finnst svo gaman að uppgötva nýja tónlist sem mér finnst skemmtileg. Endilega segið mér ef þið hafið heyrt góða tólist nýlega...þá get ég farið og fundið hana á bókasafninu!
Annars er þeta búin að vera voðalega ljúf helgi. Ég fór á fredagsbar eins og venja er á föstudagseftirmiðdögum. Það voru margir úr bekknum mínum svo það var alllveg gaman, en samt ekki jafn mikið stuð og oft áður. Svo ég endaði á því að fara snemma heim og kúrði yfir rómantískri bíómynd með tvistunum mínum og nammi...það var rosalega eitthvað notalegt. Akkúrat það sem ég hafði þörf fyrir eftir erfiða viku. Í dag var ég voðalega húsmóðurleg og þvoði þvott og lagaði til og hlustaði á tónlist. Svo fór ég á bæjarrölt í góða veðrinu með Lubbu og Olgu. Það var eitthvað svo rosalega kósý stemmning í bænum...æji þetta er búin að vera svo voðalega eitthvað þægileg og afslappandi helgi.
En já...annars langaði mig bara að smita ykkur af hlturskastinu!!
5 Ummæli:
Þann 28 október, 2007 21:00 ,
Nafnlaus sagði...
Hæ sæta. Var að koma aftur í borg óttans eftir góða ferð til Ak. Það var mjög yndislegt. Þú átt von á stóru knúsin frá mér þegar ég sé þig næst. Aðallega bara út af því mér finnst þú svo krúttleg og þykir svo vænt um þig:) og svo líka út af því mér finnst svo gaman að eiga þig fyrir vinkonu. Já já, ég veit ég er væmin. En það er líka út af því að ég er nýlega búin að komast að því að ég er rómantísk. Ótrúlegt en satt. Soldið sjokk að uppgötva þetta þegar ég hef alltaf haldið annað:)
Þann 30 október, 2007 23:39 ,
Nonni sagði...
Sæl Tóta, djøfull eru thetta gód vídeó....Star Wars trompetinn er óborganlegur. Lenti einmitt í youtube-sessioni med Ønnu og Huldu í gegnum skype um daginn....thá syndi Hulda mér thetta http://www.youtube.com/watch?v=1j_fxs8mUcQ
Hafdu thad gott í Århus, gott ad thér likar svona vel thar :)
Þann 31 október, 2007 23:00 ,
Addi sagði...
Wir sind Helden, er ágæt hljómsveit en allt sem ég hef heyrt með henni er á þýsku en það er bara gaman af því, hehe.
Þann 01 nóvember, 2007 09:13 ,
Nafnlaus sagði...
Hæ dúllan mín. Rosa gaman að lesa skrifin þín hér, ég er bara allt of léleg að skrifa kveðju þegar ég kíki hérna! Það hefur gengið eitthvað brösulega að reyna að hittast á skype í vikunni, kannski gengur það betur í kvöld!... Við mamma horfðum á þessi videó um helgina og fleiri, og skemmtum okkur stórkostlega.
Knús í klessu.
Þann 09 nóvember, 2007 01:02 ,
Nafnlaus sagði...
Hahah... skemmtileg myndbönd. Nýji diskurinn með The National er mjög góður, sérstaklega lagið Fake Empire. En það er orðið ansi langt síðan síðasta ritgerð kom frá þér á þessa síðu. Ég verð að hafa eitthvað að lesa í próftíðinni:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim