Tóta

mánudagur, júlí 28, 2008

uhmmm...ég ligg upp í gamla rúminu mínu í Eikarlundinum og er að borða appololakkrís og bingókúlur.
ég get ekki sofnað því ég er svo spennt og líður eins og ég sé pínulítið barn og jólin séu komin...og það besta er að þessi "jól" verða næstum því 3 vikur.
Það er langt síðan mér hefur þótt svoa rosalega gaman að koma til Íslands...ég veit ekki hvað það er lífið er bara svo ljúft.
Ég kom til landsins seint í gærnótt og var svo heppin á lenda á 5 stjörnu hótelinu júlíus þar sem var spilað mario bros langt fram á nótt.
Svo flatmagaði ég í sólinni með Ömmu nöfnu og föðursystkinum og fjölskyldum
Mamma og pabbi tóku á móti mér með opnum örmum og ég kastaði mér í tvo bestu faðma í heimi!
Ég keyrði um allan bæ til að leita að Eddu og Emilíu og þær fundust ekki en ég fæ loksins loksins að hitta þær á morgun
Ég fékk besta grillaða lambakjöt sem ég hef fengið úti á palli í svo fallegu veðriog fór á rúntinn með Sigríði og heimsótti Siggu ástu

Það bíða mín svo unaðslegar vikur með svo mikið af góðu fólki...

Annars er allt fínt að frétta af mér og þetta sumar hefur verið ágætt...hefur átt síðar góðu og erfiðar stundir eins og jú gengur með lífið og tilveruna en það verða bara góðar stundir það sem eftir er sumars;)

Prófagleðin var svo mikil og skemmtileg en endaði með aldeilis hörmug. ég ætla nú ekkert að fara út í smáatriði en Lea greyið datt á andlitið fyrir utan skemmtistað svo við enduðum í sjúkrabíl í 2. skiptið á einu ári! Hún braut kjálkann á 5 stöðum, braut 3 tenur og þónokkrar losnuðu og hún fékk tvo stóra skurði...allveg hræðilegt en hún er svo sterk og dugleg að allt er á batavegi.

Ég fór í vikuferð til Kaupmannahafnar þar sem ég átti góða viku með Möggu minni og fleirum. Við fórum í afmæli og tvær veislur í arkitektarskólanum og sænska sumarveislu. Við fórum rosalega fínt og rómantíkst út að borða, létum okkur dreyma um ferðalög, magga verslaði eins og sannur íslendingur og ég hjálpaði henni við að flytja. Við fórum í brunch og sushi til Jons Inga og Huldu og höfðum það einfaldlega bara voða huggulegt

Svo fór ég á hróarskeldu og hún var ólýsanleg...engin orð nógu sterk. Tónlistin svo góð og svo yndislegt veður og stemmningin svo ólýsanleg. Það komu augnablik þar sem ég bara stoppaði og hugsaði...vá ég vil aldrei að þessari hátið lýki. Fyrstu dagana var ég með söru minni og hennar vinum sem var mjög skemmtilegt. Við vorum að vinna og tókst bara að skemmta okkur svo vel. Svo kom Olga og við gerðum okkur lítið kot og hittum svo Dagmýju og urðum ágætis þríeyki...
Ég gæti sagt svo margar sögur af góðum tónleikum og uppátækjum en ég ætla að sleppa því að byrja

Hróarskelda var samt erfið fyrir sál og líkama svo næsta vika var ömurleg og ég fór ekki út úr húsi og það gerðist ekkert skemmtilegt

En svo dreif ég mig á norðurjótland í heimsókn til Leu og hún hrissti við mér og við höfðum það svo kósý. Borðuðum á ströndiinni og horfðum á sólsetrið, elduðum góðan mat og lékum túrista og fórum á söfn og spjölluðum fram á rauða nótt og spiluðum og fórum í göngutúra

Ég endurheimti svo Lubbu mína og við skelltum okkur í útilegu. Það var nú engin venjuleg útilega. þetta var festival sem heitir Utamaduni og er svona afrisk festival í miðjum skógi þar sem 700 mans sem hafa sérstaka áhuga á afrískum kultur, dansi og söng kemur saman og skemmtir sér...þetta hljómar kannski undarlega en þetta var allgjör snilld. Það voru allskyns workshop á daginn þar sem var kenndir afrískir dansar og trommuspil og svo var skemmt sér á kvöldin þar sem var drukkinn bjór og dansað og spilað og ég veit ekki hvað. Svo ótrúlega skemmtileg stemmning. ég var ekki með síma eða úr eða nokkurn skapaðan hlut svo þetta var bara svo fullkomið frí frá öllu og maður gat bara dansað og slappað af. Maður baðaði sig með vatni sem maður sótti sér í fötu svo mér leið eins og ég væri bara á fjarlægðum stað og það gaus upp í mér löngun að fara að ferðast aftur. Ég komst líka í gírinn aftur með að dansa afrískan dans og kynntist líka stelpurnar í danshópnum betur svo ég hlakka til að snúa tilbaka aftur í haust

En jæja, mín bíða mörg deit á morgun svo ég held að ég halli mér

En ég vona að ég hitti sem flesta á íslandinu...verð á Ak til 10. og verð svo í Rvík til 15....hlakkasvo til að hitta alla