Tóta

sunnudagur, október 28, 2007

Hlaturtaugarnar kitlaðar

Það er búið að vera mikið hlegið hér á Marstrandsgade í kvöld! Það var matarboð því Björg á afmæli á morgun svo það var eldaður góður matur og drukkið gott vín með og haft það huggulegt. Við fórum að ræða hinar og þessar minningar sem við eigum og fjölskylduhefðir og svona ýmislegt. Við fórum svo af einhverjum ástæðum að tala um gömul Eurovision lög og ákváðum að horfa á þau á netinu...og enduðum í svona líka hláturskasti yfir hinu og þessu sem við fundum. Við horfðum líka á ímyslegt barnaefni og vá hvað það rifjaði upp margar minningar...muniði eftir klaufabárðunum? Mér er til dæmis mjög minnistætt veggfóðursatriðið...það var mjög fyndið að horfa á það. Og barbapabbi...það er virkilega steikt barnaefni! Við fundum ýmislegt skemmtilegt. Ef ykkur langar að kítla hláturtaugarnar þá mæli ég með þessu...

http://www.youtube.com/watch?v=Wffwg7pA0t8

http://www.youtube.com/watch?v=NxxaHlQuYeQ


Ég eignaðist líka nýtt áhugamál í dag! Ég fékk mér kort á bókasafninu sem er hérna rétt hjá þar sem er mikið úrval af geisladiskum. Svo nú er planið að fara þar reglulega til að kynnast nýrri tónlist:) Mér finnst svo gaman að uppgötva nýja tónlist sem mér finnst skemmtileg. Endilega segið mér ef þið hafið heyrt góða tólist nýlega...þá get ég farið og fundið hana á bókasafninu!

Annars er þeta búin að vera voðalega ljúf helgi. Ég fór á fredagsbar eins og venja er á föstudagseftirmiðdögum. Það voru margir úr bekknum mínum svo það var alllveg gaman, en samt ekki jafn mikið stuð og oft áður. Svo ég endaði á því að fara snemma heim og kúrði yfir rómantískri bíómynd með tvistunum mínum og nammi...það var rosalega eitthvað notalegt. Akkúrat það sem ég hafði þörf fyrir eftir erfiða viku. Í dag var ég voðalega húsmóðurleg og þvoði þvott og lagaði til og hlustaði á tónlist. Svo fór ég á bæjarrölt í góða veðrinu með Lubbu og Olgu. Það var eitthvað svo rosalega kósý stemmning í bænum...æji þetta er búin að vera svo voðalega eitthvað þægileg og afslappandi helgi.

En já...annars langaði mig bara að smita ykkur af hlturskastinu!!

fimmtudagur, október 25, 2007

Skolinn og hamingjan

Þegar ég fór sem skiptinemi þá var mér sagt að ég ætti að búast við því að dvöl mín yrði eins og rússíbani...að ég myndi fara upp og niður á leiðinni...en ég ætti bara að muna það þegar ég væri á botninum, að ég myndi komast á toppinn aftur. Ég upplifði þetta meðan ég var í Bandaríkjunum og hef svo upplifað það reglulega síðan...ég held svei mér þá að lífið sé bara ein löng rússíbanaferð!
Mér fannst svo merkilegt að lesa síðustu færsluna mína í gær. Vikan hafði verið erfið og ég var eitthvað voðalega leið og allt var vonlaust. Mér fannst ég virkilega hafa lagt hart að mér í skólanum en mér fannst ég bara ekki kunna neitt og fannst þetta allt til einskis...ég var voðalega eitthvað stressuð og varð eintómt tilfinningahræ. Þá var skrítið að koma heim og lesa færsluna sem ég hafði skrifað nokkrun dögum áður þar sem ég dásamaði skólann og fannst allt svo spennandi...já það skipast fljótt á skin og skúrir.
Ég var í ”fríi” í skólanum í dag og fór mikið að pæla í lífinu og hamingjunni, hvað geri mig hamingjusama, og hvað skipti mig máli og af hverju það virðist stundum sem ég sé tvær mismunandi persónur...ein er jákvæð og bjartsýn og sátt við sjálfa sig...en svo brýst stundum hin út sem er kröfuhörð á sjálfa sig og vill geta allt og missir sig í einhverju vonleysi. Ég þoli ekki þegar sú Tóta brýst fram. Því það er jú ekki hægt að kunna allt og geta allt. Og það skiptir jú heldur ekki máli. Því þó maður kynni allt og gæti allt, þá væri maður í rauninni ekkert betri fyrir vikið, og ábyggilega ekkert hamingjusamari!
Þegar ég kom hingað til Århus þá ákvað ég að ég ætlaði að gera gott úr öllu og að gera þetta nýja líf að jákvæðri breytingu. Það gekk eiginlega bara vonum framar og ég vandist því vel. Það var líka svo mikið að gerast bæði félagslega og í skólanum og allt svo nýtt og spennandi. Það var ekkert stress og ég var voða jákvæð og tókst að sjá björtu hliðarnar á þessu öllu. En það er auðvelt fyrir mig að falla í einhverja gryfju...að fyllast stressi og fynnast ég ekki vera nógu góð. Þá fer allt á fullt í kollinum á mér og miklar pælingar berjast um í kollinum. Það er oft ekki hollt að hugsa of mikið!!
Og svo gerist eitthvað. Mér tekst að fina hina Tótuna. Þessa glöðu og jákvæðu sem sér það bjarta við tilveruna og sem finnst spennandi að vera til og þarf ekki mikið til að gera glaða og fá brosið á andlitið. Þessi Tóta er sátt við sjálfa sig og þar af leiðandi hamingjusöm.
Ég er búin að hugsa mikið um Bólivíu síðustu mánuði. Þegar ég kom heim þaðan þá var svo margt að gerast hjá mér að ég einhvern veginn lokaði á allar hugsanir til Bóliviu. En núna eru allar miningarnar að koma aftur, og mig dreymir oft um að fara þangað aftur, í einfaldleikann og gleðina. Ég var nefnilega virkilega hamingjusöm í Bólivíu, þ.e. fyrir utan vandamál heima. Lífið þar var svo einfalt og allt var svo afslappað. Það var ekkert til sem hét stress og fólk hafði ekki þessar stóru væntingar og kröfur sem við erum svo full af hér í þessum vestræna heimi. Það ríkti svo mikil gleði og hamingja...og hún var eitthvað svo ekta því hún var eki bundin af einhverjum veraldlegum eigum. Hún kom virkilega að innan. fólk var þakklátt fyrir það sem það átti, þrátt fyrir að það væri ekki mikið og gladdist yfir hlutum sem flestir taka sem sjálfsögðum hlut. Fólk brosti til hvers annars á götunum og allir voru tilbúnir að hjálpa...já þetta var ljúft líf.
Svo í dag varð ég glöð aftur. Ég sat í skólanum og var að læra og naut þess...ég var ánægð með það sem ég kunni og þó það var margt sem ég skildi ekki þá skipti það ekki máli, því ég áttaði mig á því að það var margt sem ég kunni og það ætti ég að vera ánægð með. Það mun alltaf vera margt sem ég ekki kann og það er barasta alt í lagi!! Það er ekki þess virði að leggja það á sig að ætla sér að ætla sér að kunna allt. Því þegar uppi er staðið þá gefur það manni ekki það mikið!! Sá sem fær 9 í prófi er ekki hamingjusamari en sá sem fékk 6! Ég vil geta litið til baka og minnst háskólaáranna sem skemmtilegs tíma. Tíma þar sem ég lærði jú helling, en ég drukknaði ekki í bókunum. Ég naut þess líka að vera ung og frjáls og félagslynd...að lifa lífinu. Bækur og kunnátta geta jú gefið manni margt en með þeim einum get ég aldrei orðið mjög hamingjusöm.

Jæja þið haldið örugglega að ég sé eitthvað steikt í kollinum! Ég held að það sé best að koma sér í rúmið...vantaði bara aðeins að koma einhverjum af pælingum frá mér.

Ég er líka búin að vera í miklum ferðapælingum undanfarið. Við Magga vorum að plana mjög spennandi ferðalag þegar við verðum komnar með bachelor!! ohh ég yða svo í skininu mig langar svo að fara að ferðast aftur. Ég held það verði langt þangað til ég klári námið mitt því það er svo margt sem mig langar að gera áður. Það er líka allt í lagi því mér liggur ekkert á!! Ég er bara þannig að ég þrífst ekki nema ég prófi eitthvað nýtt og spennandi reglulega og fái að sjá meira af heiminum. Ég held líka að það sé fátt sem maður læri jafn mikið af eins og að ferðast...

Buenas noches....

laugardagur, október 20, 2007

Lelegur bloggari

Já ég er mjøg lélegur bloggari! En vildi bara skrifa nokkrar línur til ad láta vita ad ég er á lífi...og er bara mjøg sátt vid lífid og tilveruna...
Ég sit núna í stofunni hennar Møggu í Køben og er ad bída eftir ad hún sé búin í sturtu. Ég skellti mér í lestina hingad í gær til ad eiga notalega helgi med Møggu, og thad hefur hún verid hingad til. Vid fórum á fredagsbar í gær svo nú er ég búin ad sjá skólann hennar og hitta nokkra af vinum hennar. Núna er stefnan bara tekin á hjóltúr og huggulegheit í bænum..uhmmm

Annars er bara allt gott ad frétta frá Århus. Tíminn flygur bara svo áfram, mér finnst alltaf mánudagurinn varla lidinn ádur en helgin er komin aftur...en tad er nú ørugglega bara vegna tess ad ég hef meira en nóg ad gera og nyt thess sem ég er ad gera. Svo thad er nú allt got og blessad. Thad er nóg ad gera í skólanum, eins og venjulega og thad verdur alltaf meira og meira ad gera en samt eiginlega um leid meira og meira spennandi. En vid stelpurnar í lesigruppunni minni erum líka einstaklega duglegar í ad hafa thad huggulegt og gera eitthvad annad saman aen ad lesa, sem er mjøg gaman. Vid erum duglegar ad bjóda hvor annarri heim í mat og raudvínssøtur og spjalla um annad en skólann...

En thetta verdur víst ekki lengra núna..thad er komid ad mér ad fara í sturtu!

Knús og kossar til allra.

PS: Ég kem "heim" í jólafrí 15. des og fer "heim" aftur 2. jan (ég veit ekki allveg hvar ég á heima lengur!!)