Tóta

þriðjudagur, mars 06, 2007

Ég er á lífi...

Nú gengur ekki tessi bloggleti lengur. Skyndilega er lidinn meira en mánudur sídan ég bloggadi sídan. Ástaedurnar eru margar, en tó adallega sú ad tad er bara alltaf svo margt spennandi ad gerast hjá mér ad ég tými ekki ad “eyda” tímanum í ad hanga á netinu!

Marie og Kirstine komu hingad til Sucre fyrir mánudi og var svo gaman ad fá taer. Vid tókum á móti teim med donskum fánum og med tárin í augunum af gledi. Taer eru bádar voda ánaegdar med fjolskyldurnar sínar og vinnuna sína á barnaheimilinu. Vid erum búnar ad gera svo marga sídan taer komu ad tad er erfitt ad vita hvar madur á ad byrja, en í “stuttu” máli thetta:

Brúdkaupsafmaeli: Okkur var bodid í silfurbrúdkaupsafmaeli med fjolskyldu Kirstine sem var miki upplifun. Í fyrsta lagi tá vorum vid ad sjálfsogdu einu hvítu manneskjurnar á svaedinu svo vid voktum nú ekki litla athygli. Veislan byrjadi um hádegid og stód fram undir midnaetti og hélt svo áfram daginn eftir. Vid vorum nú ekki nema lítinn hluta tímans en thetta var svaka stud. Tad var mikid bordad en tó adallega drukkid. Ég hef aldrei vitad annad eins fylliríi fjolskylduveislu! Tad var hljómsveit og tad var mikid dansad og kepptust kallarnir um ad dansa vid okkur stelpurnar. Vid ákvádum ad fara heim tegar tetta var farid adeins út í ofgar. Mér leist ekkert á blikuna tegar sjálfur brúdguminn var farinn ad bydja mig um ad koma afsídis med sér...tá var aldeilis tími til ad koma sér heim
Matarbod: Vid erum búnar ad halda trjú matarbod. Kirstine eldadi besta lasaña sem ég hef nokkur tímann smakkad fyrir okkur stelpurnar og fjolskylduna sína, enda hef ég orugglega aldrei bordad svona yfir mig ádur. Thetta var mjog huggulegt kvold og áttum vid mjog áhugavert samtal vid mouna á heimilinu um ýmislegt vardandi Bólivíu. Ég baud svo stelpunum í pizzu heim til mín og fjolskyldu minnar sem var líka mjog gaman og svo var okkur bodid í risamatarpartý heim til Marie. Hún býr med stórfjolskyldu tar sem búa afi og amma og oll bornin og barnabornin og svo nokkrir adrir útlendingar. Vid erum mikid búnar ad vera med Anthony frá Bretlandi og Nathaniel frá Bandaríkjunum sem eru fínustu gaejar.
Karnival í Oruru: Karnivalid var audvitad engin smá upplifun, en ég var fegin thegar tad var búid svo ég gaeti gengid óhullt um goturnar án tess ad verda allgjorlega blaut í gegn. Vid skelltum okkur til Oruru tar sem er haldid staersta karnival í Bólivíu og víst eitt staersta í allri Sudur Ameríku. Tad er ómogulegt ad lýsa tessari hátíd og stemningunni og ollu sem vid upplifudum í stuttu máli. Svo ég held ég verdi bara ad skrifa um tad seinna eda segja frá tegar ég kem heim!
Sveitasaela: Vid erum líka búnar ad fara í sunnudagsbíltúr út í sveit med fjolskyldu Kirstine tar sem vid bodudum okkur í lítilli á, bordudum dýrindismáltíd undir berum himni, nutum sveitasaelunnar og heimsóttum lítid afskaplega fátaekt torp tar sem tau hjónin eiga marga vini tví tau vinna sem sjálfbodalidar tarna í sveitinni. Allveg hreint fullkominn dagur í alla stadi tar sem vid kynntumst fátaektinni í sveitinni og prófudum ad keyra í fimm manna pallbíl samtals 17 manneskjur ásamt nokkrum kartoflupokum og odru sem sveitafólkid var ad fara med í baein til ad selja. Tad er allt leyfilegt í Bólivíu!
Lúxus hyggeweekend: Á fostuginn sídasta skellti ég mér med Kirstine og Marie í luxusferd á sveitasetur ekki svo langt frá Sucre. Markmidid med ferdinni var ad liggja í sólinni og slappa af, en tad svoleidis hellirigndi allan tímann!. Tad skemmdi nú alls ekki fyrir tví vid hofdum tad svo huggulegt og var aedisñeg upplifun. Vid vorum lengi ´´a leidinni tví vid turftum ad stoppa tvisvar tví tad var svo mikill rigning ad tad var straumtung á sem rann yfir veginn med stórum og miklum fossi og látum. Ég hef aldrei séd annadeins. Svo kom líka halgél tó tad vaeri alls ekki kalt, en vid erum jú svo hátt uppi ad úrkoman naer stundum ekki ad verda rigning ádur en hún fellur til jardar! Bústadurinn okkar var svo einstaklega notalegur med arinneldi, kertum og ollu tilheyrandi og eyddum vid helginni vid eldinn med mikid af gódum mat, tónlist, gódu spjalli, spilamennsku, upplestri og odrum huggulegheitum. Vid létum ekki riginguna stoppa okkur í ad fara í heljarinnar gongutúr. Tad var svo fallegt trátt fyrir rigninguna.
Tarabuco: Í gaer fórum vid á sunnudagsmarkad í Tarabuco sem er lítill baer hálfan annan tíma frá Sucre. Vid fórum í minibus sem var tétt setinn af Bolivíonum og vorum teirra sem teir voru ad fara ad selja. Tetta er huggulegur, fátaeklegur en fallegur baer sem er fullur af sveitafólki í traditional Bolivíonskum fotum og allt mjog Bolivíanskt. Tad var svo margt flott á markadinum og versludum vid annsi mikid. Tad er samt gott ad ég var ekki med mjog mikinn pening med mér tví annars hefdi ég allveg misst mig!

Ég held ég verdi ad fylla inn í listann seinna, nenni ekki mikid meira núna!

En lífid gengur sinn vanagang hérna hjá mér í Bólivíu og ég hef virkilega verid ad njóta lífsins. Ég er enntá í spaenskuskóla á morgnana og vinn seinnipartinn og á kvoldin nýt ég tess ad fara út ad borda og á kaffihús eda ad dansa. Ég er alltaf ad kynnast nýju fólki sem er svo huggulegt.Ég byrjadi líka í gymminu í sídustu viku sem er mjog fínt. Tad er allt mjog breytt í vinnunni sídan ég skrifadi sídast tví tad er trefalt fleiri born tví sumarfríid er búid. Tad er líka allt ordid voda skipulagt, sem er mjog gott. Svo mér líkar bara betur og betur vid vinnuna og er strax farin ad kvída tví ad yfirgefa oll tessi yndislegu born.
Mér lídur voda vel hjá fjolskyldunni minni, en ég er samt voda lítid heima svo vid eydum ekki svo miklum tíma saman. Tau eru samt allveg yndisleg. Oscarito er farinn ad hlaupa út um allt, hann sem ekki gat stadid óstuddur tegar ég kom! Maggie er byrjud ad vinna aftur, á naeturvoktum, svo annan hvern maorgun sinni ég módurhlutverkinu og vek bornin, bý til morgunmat fyrir bornin og sé til tess ad tau fari í skólan á réttum tíma. Hvolpurinn á heimilinu er búinn ad vera týndur í viku tví hann fylgdi okkur Leu í skólann einn morguninn án tess ad skila sér afturL
Annars er ástandid annars stadar í Bólivíu ekki gott vegna allra flódanna. Ëg veit ekki hversu mikid tad er í fréttum heima, en tad er mikid neydarástand. Fullt af fólki er heimilislaust og hefur misst tad litla sem tad á, dýrin sem tad lifir á og graenmetid og sykurinn og allt tad Verd á ollu er tví búid ad haekka svakalega sem er mjog slaemt tví fólk á nógu erfitt med ad eiga nóg ofan í fjolskylduna sína fyrir!
Plonin mín hafa breyst sídan ég skrifadi sídan. Ég hef ákvedid ad koma fyrr heim en ég áaetladi. Ëg er reyndar ekki búin ad breyta flugmidanum, en planid er ad koma heim um midjan maí, t.e. allaveganna til danmerkur. Ég veit ekki hvort ég mun vera í Danmorku eda Íslandi í sumar. Ég hef áttad mig á tví sídustu daga ad tad er haettulegt ad plana of mikid framtídina tví allt getur breyst á augabragdi. Svo planid er ekki lengra komid en tad ad ég aetla ad einbeyta mér ad tví ad njóta sídustu tveggja mánudana hérna í Bólivíu eins vel og ég get og sjá hvad svo tekur vid...

Ég vona ad tid hafid tad oll gott, ég reyni ad láta ekki lída jafn langt tangad til naest! Sídasta vika var erfid og ég hugsadi mikid heim, en allt er á réttri braut núna. Mér taetti vaent um ef tid myndud skrifa mér línu.

Stórt knús,
Lindita

PS: Ef ég laet ekki í mér heyra nógu oft og tid erud forvitin tá er Kirstine dugleg ad blogga! Reyndar á donsku en slódin er:http://www.travellog.dk/kirstine_k

5 Ummæli:

  • Þann 07 mars, 2007 01:19 , Blogger Stínfríður sagði...

    Hæ krútta mín, Loksins kemur bofs frá þér!!! ég skil þig samt alveg, ég nenni varla ad skrifa heldur. Sendu mér endilega línu med símanr.
    Knúsar..

     
  • Þann 07 mars, 2007 11:52 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Aedislegt ad lesa hvad tu ert buin ad vera ad brasa saeta min. Bara tveir manudir eftir, vaaa, eg veit ad tu att eftir ad njota teirra tvi tu ert svo dugleg. Va hvad eg hlakka til ad hitta tig i mai. Nu er eg ad reyna ad baeta fleiri og fleiri hlutum i hlakka til bunkann og tetta fer klarlega ofarlega i hann.
    A dofinni hja mer er ad fara til Italiu fra 4. til 14. april og svo til Hollands i studietur fra 30. april til 4. mai. Og svo kemur tu um midjan mai. Vibbiiii:):):) Allt i einu virkar bara ekkert langt eftir af lidhaskolanum minum.
    Verdum vid svo ekki ad fara heim yfir 16 juni???
    En skrifa ter fljott mai. Mer tykir vaent um tig.

     
  • Þann 08 mars, 2007 00:21 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæ skvís!
    Ekkert smá gaman að lesa það sem þú ert að brasa... þetta hljómar allt rosalega spennandi
    Var að skrifa þér e-mail, vonast til að heyra meira frá þér fljótlega, en svo fer auðvitað bara að styttast í að þú komir heim
    Stórt knús

     
  • Þann 08 mars, 2007 21:47 , Blogger Laufey sagði...

    Hæ dúlla!
    Gaman að fá loksins blogg frá þér...
    Ég skrifa þér fljótlega,,
    sakn og knús

     
  • Þann 16 mars, 2007 11:18 , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Sæl mín kæra.

    Loksins, loksins.

    Frábært að lesa þetta.

    Kossar
    MJJ

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim