Tóta

föstudagur, ágúst 18, 2006

Nåhh, så er jeg endlig i Danmark:) Ef það er ekki tilefni til þess að byrja að blogga þá veit ég ekki hvað!
Í gær flutti ég að heiman og er þar með síðasti unginn floginn úr hreiðrinu úr Eikarlundi 22...og er mamma strax komin með einkenni "empty-nest syndrom". Það var ekki auðvelt að slíta sig frá mömmu, pabba og Nonna mínum á flugvellinum en gott að hugsa til þess að þau koma öll í heimsókn um miðjan september. Það varð ekkert úr því að halda kveðjupartý og var svo mikið af hlutum sem þurfti að redda síðustu daganna að ég náði varla að kveðja nokkurn mann.
En núna er ég að mýsa með Lubbu systur í krúttlegu þakíbúðinni hennar í Århus. Ég kom um hádegið eftir langt og strembið næturferðalag með tilheyrandi seinkunum en komst þó heil á húfi á leiðarenda með allt mitt hafurtask. Við fórum út að borða á notalegum ítölskum veitingastað og ég kíkti í nokkrar búðir. Svo leigði ég mér hjól og er greinilegt að ég þarf að koma mér í betra form.
Á sunnudaginn koma vonandi interrail-ferðalangarnir í smá heimsókn áður en þeir fara til Köben. Ég hlakka allveg rosalega til að hitta þau og fá að heyra allar krassandi ferðaögurnar. Svo ætlar Laufey að fylgja mér fyrsta skóladaginn og halda í höndina á mér eins og sönn og góð stóra systir.
Ég er semsagt að fara í Lýðháskóla fyrir þá sem ekki vita og heitir hann Rönde Hojskole. Ég er mjög spennt en líka soldið kvíðin. Það verður skrítið að byrja ein í nýjum skóla þar sem ég þekki engan, bý með ókunnugri manneskju, skil örugglega ekki neitt og get ekki sagt akkúrat það sem ég vil segja. Ég veit samt að það er bara rétt til að byrja með. Ég hlakka mikið til að sjá skólann og hitta krakkana og kennarana og setja saman stundaskrána mina. Ég verð líklegast á hjúkrunarfræðibraut og ferðabraut og svo ætla ég líka að reyna að velja tónlist keramík og textíl. Þetta verður örugglega mjög gaman:)
Það verður nóg að gera hjá mér næsta mánuðinn. Í byrjun september fer ég annaðhvort í skólaferðalag til Noregs eða á Århus festuge sem ég veit reyndar ekki allveg hvað er! Svo fer ég til Köben 14. september því þá kemur Jón Ingi í heimsókn og þá eigum við 3. ára afmæli. Við ætlum á Hot Chip tónleika 15. september og svo koma mamma og pabbi 16. Ég fer svo í skólaferðalag til Rúmeníu í enda september svo ég verð þar á afmælinu mínu. Svo datt ég niðrá allveg ótrúlega látt flugfargjald til London svo ég ætla að skella mér í helgarferð þangað 6. október til að heimækja Megan vinkonu mina. Miðinn kostaði 830 danskar fram og til baka með sköttum og öllu….allveg hreint dýrðlegt.
Ég get ekki annað sagt en að lífið leiki við mig og að ég sé spennt yfir öllu því em ég er að fara að gera á næstunni…þó ég sakni auðvitað ykkar allra;)

Ég reyni að verða virkur bloggari…

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim